„Þjóðin á betra skilið en þetta“

Sótt til strandveiða frá Siglufirði. Mynd úr safni.
Sótt til strandveiða frá Siglufirði. Mynd úr safni. mbl.is/Hafþór

„Nei takk, Lilja Rafney Magnúsdóttir, það hefur enginn beðið ykkur um að gera strandveiðikerfið jafn lélegt fyrir alla strandveiðimenn allt í kringum landið eins og þetta frumvarp miðar að.“

Þetta segir í yfirlýsingu frá smábátafélaginu Hrollaugi á Hornafirði, sem mótmælir með öllu frumvarpi atvinnuveganefndar um breytingu strandveiðikerfisins og ávarpar formann atvinnuveganefndar, Lilju Rafneyju Magnúsdóttur. Greint var frá frumvarpinu á vef 200 mílna á föstudag.

Borgi fyrir að landa ufsanum

Óhætt er að fullyrða að farið sé óvægnum orðum um frumvarpið í yfirlýsingu félagsins.

„Er það svona sem atvinnumálanefnd ætlar að efla atvinnu í landinu?“ er spurt, og einnig hvort atvinnuveganefnd ætli að láta strandveiðimenn, þann flokk útgerðar sem minnst beri úr býtum, vinna sem „þrælar ríkisins“ með því að veiða ufsa frítt handa ríkinu.

Axel Helgason, formaður Landssambands smábátaeigenda, hefur áður bent á að sjó­menn borgi í raun fyr­ir að landa ufs­a.

„Sér­stak­lega á strand­veiðunum, því þó að meðaltal á fisk­mörkuðum sé 64 krón­ur, þá er þetta litla magn sem kem­ur í veiðunum, kannski 20 til 80 kíló í róðri; það fer á svo svona 15 til 24 krón­ur og nær því ekki einu sinni upp í veiðigjöld og ann­an fast­an kostnað.“

Frumvarpið þurfi að gera miklu betra

„Ætliði virkilega að stuðla að því að þetta kerfi verði áfram fátæktrargildra?“ er enn fremur spurt í yfirlýsingunni.

„Þjóðin á betra skilið en þetta og það þarf ekkert að reyna að segja þjóðinni að ekki sé hægt að efla þetta kerfi svo um munar. Það eru um 700 fjölskyldur allt í kringum landið sem reiða sig á þetta kerfi og þær eiga betra skilið þetta.“

Fullyrt er að frumvarpið þurfi að gera miklu betra, tryggja öllum strandveiðibátum 48 daga á sumri og ekki degi minna, sem þeir geti nýtt þegar aðstæður séu bestar til veiða yfir fjögurra mánaða tímabil.

Þá eigi ufsaveiðar að vera með öllu frjálsar, því fyrr verði hnignun smábátaútgerðar í kringum landið ekki stöðvuð.

„Fyrir hverja eru þið eiginlega að gera þetta? Við viljum frekar óbreytt kerfi en það sem stendur í þessu frumvarpi. Þjóðin á betra skilið en þetta.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »