Fundu kjöraðstæður á Reykjanesi

Fiskeldi Matorku getur framleitt um 1.500 tonn árlega og ætlunin …
Fiskeldi Matorku getur framleitt um 1.500 tonn árlega og ætlunin er að tvöfalda framleiðslugetuna. Meðal eigenda er hollenski sjóðurinn Aqua Spark. Ljósmynd/Óli Haukur Mýrdal

Matorka sækir á markaðinn fyrir hágæða eldisfisk og hefur m.a. samið við bandarísku veitingastaðakeðjuna Nobu. Bráðum bætist laxeldi við til að renna fleiri stoðum undir reksturinn.

Uppbygging fiskeldis Matorku úti á Reykjanesi hefur gengið vel. Frá því í ágúst hefur staðið yfir slátrun á fyrstu kynslóð bleikju sem hefur vaxið og dafnað í tönkum stöðvarinnar skammt frá Grindavík, og styttist í að slátrun á annarri kynslóð hefjist.

Matorka tók þátt í bás Íslandsstofu á sjávarútvegssýningunni í Boston á dögunum en fyrirtækið hefur þegar gert strandhögg á Bandaríkjamarkaði. „Við stefnum á að ná framleiðslunni upp í 3.000 tonn innan skamms, og með litla básnum í Boston vildum við vinna í haginn fyrir það. Væri of seint að fara að sinna sölu- og markaðsstarfinu þegar byrjað er að slátra,“ segir Árni Páll Einarsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins en í dag getur Matorka framleitt árlega um 1.500 tonn af fiski.

Eignarhald í Matorku skiptist nokkurn veginn til helminga á milli innlendra og erlendra aðila og á m.a. hollenski sjóðurinn Aqua Spark 20% hlut í félaginu en hann sérhæfir sig í fjárfestingum í sjálfbæru fiskeldi.

Fiskeldisstöðin á Reykjanesi er ekki sú fyrsta sem Matorka rekur því árið 2010 keypti félagið eldisstöð austur í Landssveit, skammt frá Hellu. „Þar prófuðum við okkur áfram í eldinu, og gerðum m.a. tilraunir með tilapíueldi, en eftir því sem starfseminni vatt fram áttuðum við okkur æ betur á hve miklu það skiptir fyrir fiskeldi að vera staðsett þar sem náttúrulegar aðstæður eru sem hagfelldastar,“ segir Árni.

„Við lögðumst í ítarlega rannsóknarvinnu til að finna þann stað á Íslandi þar sem bestu aðstæðurnar væru fyrir fiskeldi á landi og leiddi það okkur til Grindavíkur.“

Í eldisstöðinni í Landssveit, og í nýju stöðinni í Grindavík …
Í eldisstöðinni í Landssveit, og í nýju stöðinni í Grindavík hefur Matorka einkum ræktað bleikju. Ljósmynd/Óli Haukur Mýrdal

Aðgangur að grunnvatni, flugvelli og heitu vatni

Meðal þess sem gerir Reykjanesið að góðum stað fyrir fiskeldi er nálægðin við Keflavíkurflugvöll þaðan sem senda má nýslátraðan eldisfiskinn nánast hvert í heiminum sem er.

„Jarðhitinn skiptir líka máli enda hægt að hámarka vaxtarhraða fisksins með því að hafa kjörhitastig á vatninu. Skipulagsmál eru einnig veigamikill þáttur, en mest af öllu munar um gott aðgengi að nægilega miklu magni af vatni. Fiskeldið þarf á grunnvatni að halda en ekki yfirborðsvatni og ekki að því hlaupið í mörgum landshlutum að fá nóg vatn til starfseminnar.“

Árið 2012 náðust samningar við HS Orku þar sem Matorka tryggði sér aðgang að affalls-heitavatni frá Svartsengi og lóð undir fiskeldið frá Grindavíkurbæ. Í framhaldinu hófst vinna við hönnun stöðvarinnar og öflun tilskilinna leyfa, útboð og framkvæmdir og loks árið 2016 hóf Ístak smíði fiskeldisstöðvarinnar. Seiðaeldi Matorku verður áfram á Suðurlandi og segir Árni Páll það gert til að draga úr hættunni á að smit og sjúkdómar spilli eldinu. „Það er ekki æskilegt að hafa bæði seiðaeldi og fiskeldi ofan í hvort öðru og eykur öryggið að halda þessum einingum aðskildum.“

Í eldisstöðinni í Landssveit, og í nýju stöðinni í Grindavík hefur Matorka einkum ræktað bleikju. Árni Páll segir að fyrirtækinu hafi gengið vel að rækta tilapíu en sú tegund reyndist ekki hentug útflutningsvara vegna lágra verða og harðrar samkeppni við framleiðendur í þriðjaheimslöndum. „Ég var ráðinn inn í fyrirtækið árið 2013 og þá var sú ákvörðun tekin að við myndum snúa okkur alfarið að eldi laxfiska, og þá sér í lagi bleikju.“

Árni Páll Einarsson, framkvæmdastjóri Matorku.
Árni Páll Einarsson, framkvæmdastjóri Matorku. mbl.is/Árni Sæberg

Kostir og gallar við laxeldi á landi

Nú stendur til að renna fleiri stoðum undir eldið og bæta laxinum við. Segir Árni Páll að eftirspurn eftir eldislaxi fari hækkandi með hverju árinu og betra sé fyrir fyrirtækið að eiga ekki allt sitt undir einni tegund. Aftur á móti fylgja því ákveðnar áskoranir að rækta lax í tönkum á landi, frekar en í sjókvíum.

„Laxinn vex betur í sjó, en við höfum aðgang að sjóholum á landi og getum því haft háa seltu í laxatönkunum. Laxeldi á landi er dýrara að mörgu leyti, en þýðir samt að við losnum við ýmsa kostnaðarliði sem fylgja eldi í sjókvíum. Þannig er t.d. laxalús ekki vandamál hjá okkur en nú er svo komið hjá sjókvíabændum í Noregi að þeir þurfa að eyða upp undir 60 evrusentum á hvert kíló til að berjast við laxalús. Nam heildarkostnaður iðnaðarins vegna laxalúsar um það bil einum milljarði bandaríkjadala á síðasta ári. Eldi á landi þarf mikið rafmagn, en fóðurnýting á landi er betri en úti á sjó og er fóðrun stærsti einstaki kostnaðarliðurinn í öllu fiskeldi.“

Fiskeldi á landi hefur líka þann kost að vera mjög hrein ræktun því halda má lyfjagjöf í lágmarki. Segir Árni Páll að Matorku hafi tekist að markaðssetja eldisbleikjuna sem „premium“ vöru og vonast hann til að það sama verði hægt að gera við laxinn.

„Að framleiða vöru í þessum gæðaflokki greiðir okkur leið að kröfuhörðustu kaupendum og t.d. stutt síðan Matorka gerði samning um sölu á bleikju til veitingastaðakeðjunnar Nobu, sem meistarakokkurinn Nobu Matsuhisha rekur í samstarfi við Robert De Niro og fleiri stjörnur.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg
26.4.24 Kristján SH 176 Handfæri
Ufsi 101 kg
Karfi 1 kg
Samtals 102 kg
26.4.24 Ríkey MB 20 Handfæri
Ufsi 91 kg
Karfi 1 kg
Samtals 92 kg
26.4.24 Lea RE 171 Handfæri
Ufsi 181 kg
Samtals 181 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg
26.4.24 Kristján SH 176 Handfæri
Ufsi 101 kg
Karfi 1 kg
Samtals 102 kg
26.4.24 Ríkey MB 20 Handfæri
Ufsi 91 kg
Karfi 1 kg
Samtals 92 kg
26.4.24 Lea RE 171 Handfæri
Ufsi 181 kg
Samtals 181 kg

Skoða allar landanir »