Misjafn afli í blíðunni undan Færeyjum

Beitir NK með 600 tonna hol á síðunni.
Beitir NK með 600 tonna hol á síðunni. Ljósmynd/Helgi Freyr Ólason

„Við fengum um 450 tonn í gær eftir að hafa togað í eina 17 tíma og vorum þá komnir með 900 tonn í skipið. Við erum að hífa núna og ég held að það sé bara einhver skaufi – þetta virðist vera afar lélegt,“ segir Sturla Þórðarson, skipstjóri á Beiti NK, sem staddur er á kolmunnaveiðum sunnan við Færeyjar.

Á miðunum hefur verið blíðviðri undanfarna daga en aflinn hins vegar reynst misjafn. Sturla segir að ágætur afli hafi fengist í gær en í dag sé lítið að hafa.

„Ég heyri að skipin láta almennt illa af sér núna og það er ekki veðrið sem truflar því hér er renniblíða,“ segir Sturla.

Á vef Síldarvinnslunnar kemur fram að verksmiðja hennar á Seyðisfirði hafi lokið við að vinna kolmunnann sem þangað hefur borist í gærkvöldi, þannig að þar er vinnsluhlé. Vinnsluhlé var einnig í verksmiðjunni í Neskaupstað en þar hófst vinnsla á ný í gærkvöldi þegar Vilhelm Þorsteinsson EA kom með 1.700 tonn.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.10.18 251,46 kr/kg
Þorskur, slægður 14.10.18 308,63 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.10.18 217,51 kr/kg
Ýsa, slægð 14.10.18 196,41 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.10.18 83,43 kr/kg
Ufsi, slægður 14.10.18 103,70 kr/kg
Djúpkarfi 3.10.18 124,00 kr/kg
Gullkarfi 14.10.18 239,47 kr/kg
Blálanga, óslægð 14.10.18 229,44 kr/kg
Blálanga, slægð 14.10.18 219,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.10.18 Kristinn ÞH-163 Þorskfisknet
Þorskur 1.616 kg
Ufsi 604 kg
Karfi / Gullkarfi 85 kg
Samtals 2.305 kg
15.10.18 Drífa GK-100 Plógur
Sæbjúga hraunpussa 971 kg
Samtals 971 kg
15.10.18 Grímsey ST-002 Dragnót
Ýsa 4.490 kg
Þorskur 1.315 kg
Skarkoli 373 kg
Samtals 6.178 kg
15.10.18 Jóhanna EA-031 Þorskfisknet
Þorskur 880 kg
Ufsi 36 kg
Ýsa 33 kg
Samtals 949 kg

Skoða allar landanir »