Deila um „bústna eftirlitsmanninn“

Eyþór Björnsson, fiskistofustjóri.
Eyþór Björnsson, fiskistofustjóri. mbl.is/Skapti

Eyþór Björnsson, forstjóri Fiskistofu, gerir athugasemdir við málflutning Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS, um kostnað vegna veiðieftirlitsmanna um borð í vinnsluskipum í íslenska flotanum.

Í pistli sem Eyþór skrifar á vef Fiskistofu í dag vísar hann til greinar eftir Heiðrúnu sem birtist í Morgunblaðinu á laugardag, sem bar fyrirsögnina „Bústinn eftirlitsmaður Fiskistofu“. Meðal annars tók Heiðrún þar dæmi af tog­ara sem verið hafði á karfa­veiðum í 26 daga:

„Afla­verðmætið nam tæp­um 124 millj­ón­um króna. Skip­stjór­inn fékk í sinn hlut tæp­lega 2,5 millj­ón­ir króna og há­set­inn um 1,25 millj­ón­ir króna. Næst launa­hæsti maður um borð í tog­ar­an­um var yf­ir­vél­stjóri. Hlut­ur hans eft­ir túr­inn nam um 1,86 millj­ón­um króna. En merki­legt má það heita að kostnaður út­gerðar­inn­ar vegna hans var snöggt­um minni en þess sem var á milli hans og skip­stjór­ans. Það var er­ind­reki Fiski­stofu,“ skrifaði Heiðrún og bætti við að kostnaður út­gerðar­inn­ar vegna eftirlitsmanns Fiskistofu hefði þarna numið rúm­lega 2,1 millj­ón króna. Gjald fyr­ir eft­ir­lits­mann um borð í fiski­skipi hafi þá hækkað um 181% frá ár­inu 2015.

Sjá grein framkvæmdastjóra SFS: Bústinn eftirlitsmaður Fiskistofu

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS. mbl.is/Árni Sæberg

Útgerðum sé gert að greiða raunkostnað

Eyþór segir veiðieftirlitsmenn gegna mikilvægu hlutverki við að gæta hagsmuna þjóðarinnar við sjálfbæra og ábyrga nýtingu auðlinda og vatna.

„Ein af grunnstoðum fiskveiðistjórnunarkerfisins er rétt vigtun og skráning afla. Skip sem vinna afla úti á sjó njóta þeirra sérstöku réttinda að afurðir eru vigtaðar við löndun og eru afurðirnar síðan uppreiknaðar til afla upp úr sjó og til kvóta á grundvelli nýtingarupplýsinga og mælinga um borð sem starfsmenn Fiskistofu hafa eftirlit með,“ skrifar Eyþór og bætir við að réttar mælingar og skráning nýtingar um borð í vinnsluskipum er meginatriði við rétta skráningu á afla þeirra skipa.

„Ætla má að flestir séu sammála um að nýting útgerða  á sjávarauðlindum þjóðarinnar liggi sem skýrast fyrir og því er sérstakt eftirlit með vinnsluskipum gríðarlega mikilvægt.“

Tekur hann fram að útgerðum hafi verið gert að greiða raunkostnað vegna sérstaks eftirlits með vinnsluskipum á grundvelli lagaheimildar frá 2016.

„Fyrir þann tíma var gjaldið sem útgerðir greiddu fyrir eftirlitið mun lægra og var langt frá því að standa undir raunkostnaði. Það gerði það að verkum að sá hluti kostnaðar sem ekki fékkst innheimtur var tekinn frá öðrum verkefnum Fiskistofu sem voru þá vanfjármögnuð sem því nam.“

Eyþór segir eftirlitið gert í þágu þjóðarinnar, eiganda auðlindarinnar, en …
Eyþór segir eftirlitið gert í þágu þjóðarinnar, eiganda auðlindarinnar, en ekki síður í þágu útgerðanna sjálfra. Ljósmynd/Þröstur Njálsson

Gert í þágu útgerðanna sjálfra

Rétt sé þá að halda því til haga að eftirlitsmenn vinnsluskipa fari, með fáum undartekningum, að jafnaði í eina veiðiferð af hverjum tíu með hverju vinnsluskipi.

„Framkvæmdastjóri SFS lætur það ósagt að heimild til að innheimta raunkostnað vegna eftirlitsmanns um borð takmarkast við mjög lítinn hluta flotans og er til komið af framangreindum ástæðum. Einnig er það látið ósagt að veiðieftirlitsmenn Fiskistofu annast, samhliða eftirlitsstörfum sínum, mikilvæga gagnaöflun fyrir Hafrannsóknastofnun sem nýtist við rannsóknir og mat á ástandi fiskistofna.“

Það sé gert í þágu þjóðarinnar, eiganda auðlindarinnar, en ekki síður í þágu útgerðanna sjálfra.

„Veiðieftirlitsmenn Fiskistofu, erindrekarnir sem framkvæmdastjóri SFS kýs svo að kalla, eru því að sinna mjög fjölbreyttum verkefnum fyrir a.m.k. þrjár stofnanir og ekki verður annað sagt en að stjórnvöld hafi með þeim hætti náð umtalsverðri hagræðingu útgerðunum til hagsbóta.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.24 561,35 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.24 601,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.24 245,22 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.24 294,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.24 221,87 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.24 284,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.24 275,09 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.9.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Ýsa 20.939 kg
Skarkoli 505 kg
Þorskur 191 kg
Steinbítur 30 kg
Samtals 21.665 kg
18.9.24 Bárður SH 81 Dragnót
Ýsa 4.702 kg
Þorskur 3.032 kg
Langlúra 147 kg
Ufsi 60 kg
Karfi 44 kg
Sandkoli 41 kg
Samtals 8.026 kg
18.9.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Þorskur 4.556 kg
Skarkoli 2.602 kg
Ýsa 2.186 kg
Steinbítur 196 kg
Sandkoli 95 kg
Samtals 9.635 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.24 561,35 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.24 601,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.24 245,22 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.24 294,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.24 221,87 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.24 284,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.24 275,09 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.9.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Ýsa 20.939 kg
Skarkoli 505 kg
Þorskur 191 kg
Steinbítur 30 kg
Samtals 21.665 kg
18.9.24 Bárður SH 81 Dragnót
Ýsa 4.702 kg
Þorskur 3.032 kg
Langlúra 147 kg
Ufsi 60 kg
Karfi 44 kg
Sandkoli 41 kg
Samtals 8.026 kg
18.9.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Þorskur 4.556 kg
Skarkoli 2.602 kg
Ýsa 2.186 kg
Steinbítur 196 kg
Sandkoli 95 kg
Samtals 9.635 kg

Skoða allar landanir »