Verðmæti dróst saman um 15%

Útflutningsverðmæti sjávarafurða var um 197 milljarðar króna á síðasta ári.
Útflutningsverðmæti sjávarafurða var um 197 milljarðar króna á síðasta ári. mbl.is/Helgi Bjarnason

Útflutningsverðmæti sjávarafurða árið 2017 var um 197 milljarðar króna sem er 15,2% minna en árið 2016.

Flutt voru út tæplega 610 þúsund tonn sem er 30 þúsund tonnum meira en árið áður.

Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

Frystar sjávarafurðir voru 48,9% af útflutningsverðmætinu, ísaðar afurðir voru 23,3% og mjöl/lýsi rúm 14%.

Af einstökum tegundum var verðmæti frystra þorskafurða mest eða tæpir 31,8 milljarðar króna og næst var verðmæti ísaðs þorsks um 31,4 milljarðar króna.

Mest var flutt út til Evrópulanda, eða sem nemur tæpum 72% af útflutningsverðmæti sjávarafurða.

Verðmæti útflutningsframleiðslu sjávarafurða, sem er samtala útflutnings og birgðabreytinga sjávarafurða, var rúmlega 197 milljarðar árið 2017 sem er 15% samdráttur frá fyrra ári.

Á föstu verðlagi dróst útflutningsframleiðsla saman um 12,9% miðað við árið 2016.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.9.18 320,63 kr/kg
Þorskur, slægður 21.9.18 327,01 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.9.18 290,31 kr/kg
Ýsa, slægð 21.9.18 250,39 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.9.18 86,43 kr/kg
Ufsi, slægður 21.9.18 127,26 kr/kg
Djúpkarfi 28.6.18 87,90 kr/kg
Gullkarfi 21.9.18 165,03 kr/kg
Litli karfi 28.6.18 45,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 21.9.18 200,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.9.18 Blossi ÍS-225 Landbeitt lína
Þorskur 1.880 kg
Ýsa 906 kg
Steinbítur 189 kg
Langa 68 kg
Karfi / Gullkarfi 20 kg
Skarkoli 16 kg
Keila 15 kg
Samtals 3.094 kg
22.9.18 Ásdís ÍS-002 Dragnót
Skarkoli 600 kg
Ufsi 359 kg
Ýsa 213 kg
Þorskur 96 kg
Lúða 29 kg
Steinbítur 24 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 16 kg
Samtals 1.337 kg
22.9.18 Vonin ÍS-266 Handfæri
Þorskur 399 kg
Samtals 399 kg

Skoða allar landanir »