Í dag eru allir á landleið

Kristmundur Kristmundsson á Ströndum nú í sumar.
Kristmundur Kristmundsson á Ströndum nú í sumar. Mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Kristmundur Kristmundsson, sem gerir út bátinn Lunda ST-11 til strandveiða frá Gjögri, segir veiðarnar í heild hafa gengið vel í sumar. „Þetta var svolítið þung byrjun en svo rættist úr þessu,“ segir Kristmundur og bætir við að einna best hafi tíðin verið á strandveiðunum fyrir norðan seint í ágústmánuði.

„Það hafa verið miklar brælur og bæði í júní og júlí voru menn kannski rétt að ná dögunum sínum á síðustu dögum mánaðarins. Þannig að það hefur verið svolítið erfitt að sækja þetta.“

Fyrirkomulagi strandveiða var breytt í vor og voru miklar áhyggjur af afleiðingunum á Ströndum, þar sem menn óttuðust að gengið yrði mikið á heildarpott aflaheimilda áður en þeir fengju almennilegar veiðar, þar sem fiskurinn gengur seint um sumarið á miðin undan Ströndum. Svartsýnustu spár manna rættust þó ekki, eins og Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, komst að orði hér fyrr í blaðinu.

Ná skammtinum fyrir hádegi

„Okkar martröð væri sú að heildarpotturinn kláraðist í júlí og við fengjum ekkert að veiða í ágúst,“ sagði Kristmundur í samtali við blaðamann í maí, eftir að frumvarpið tók gildi. Hann segir það ljóst nú að martröðin varð ekki að veruleika.

„Ég held að menn séu almennt mjög sáttir við nýja fyrirkomulagið, mönnum finnst þetta hafa tekist vel. Ég heyri ekki annað á mínum mönnum en að þeir séu harðánægðir með að geta róið út ágúst,“ sagði Kristmundur þegar mbl.is ræddi við hann á dögunum.

„Í dag eru allir bátar á landleið eða komnir í land, og voru komnir með skammtinn vel fyrir hádegi. Eru þá ekki að berjast við að ná þessu alla fjórtán klukkutímana sem má vera úti, þannig að það er vel. Fiskiríið er betra,“ segir hann. Spurður hvort mönnum finnist þá ef til vill eilítið súrt í broti að þurfa að leggja árar í bát í ágústlok, segir hann að svo sé vissulega.

„Menn hafa líka velt því fyrir sér hvort ekki megi gefa eftir nokkra daga í september, fari svo að heildarpotturinn klárist ekki. En það er nú bara svona bryggjuspjallið,“ segir hann kíminn.

10-14 bátar gerðir út

Í sumar hafa verið gerðir út á bilinu tíu til fjórtán bátar frá Norðurfirði að sögn Kristmundar. „Við höfum aldrei verið svona fáir áður í Norðurfirði, ekki nema bara fyrsta sumarið þegar við vorum að byrja. Þannig það er nóg pláss í höfninni hjá okkur, og sömuleiðis í flutningabílnum. En það er eins og það verði alltaf eitthvað til bjargar, hingað hefur komið einn og einn kvótabátur til að landa, sem hefur létt undir upp á flutninginn suður að gera. Mönnum verður alltaf eitthvað að vopni í baráttunni.“

Meiri ánægja hefur verið með fiskverðið en í fyrra. „En það er þó verri en árið þar áður, og miklu verra en árið 2015. En það er að minnsta kosti betra en í fyrra. Meðalverðið hefur komist eitthvað yfir 200 krónur hjá okkur í Norðurfirðinum, en var undir þeirri krónutölu í fyrra. En þetta litast ef til vill að því að við erum ekki mikið í stóra fiskinum, heldur frekar þessum millistóra.“

Á Norðurfirði á Ströndum. Lundi ST á siglingu á sumarnótt.
Á Norðurfirði á Ströndum. Lundi ST á siglingu á sumarnótt. mbl.is/Sigurður Bogi
Bátar við bryggju í Norðurfirði.
Bátar við bryggju í Norðurfirði. mbl.is/Sigurður Bogi
Reykjaneshyrna á Ströndum.
Reykjaneshyrna á Ströndum. mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg
26.4.24 Kristján SH 176 Handfæri
Ufsi 101 kg
Karfi 1 kg
Samtals 102 kg
26.4.24 Ríkey MB 20 Handfæri
Ufsi 91 kg
Karfi 1 kg
Samtals 92 kg
26.4.24 Lea RE 171 Handfæri
Ufsi 181 kg
Samtals 181 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg
26.4.24 Kristján SH 176 Handfæri
Ufsi 101 kg
Karfi 1 kg
Samtals 102 kg
26.4.24 Ríkey MB 20 Handfæri
Ufsi 91 kg
Karfi 1 kg
Samtals 92 kg
26.4.24 Lea RE 171 Handfæri
Ufsi 181 kg
Samtals 181 kg

Skoða allar landanir »