Gætum selt mun meira af humri

Humar er hafður í dýru gildi í ýmsum löndum Suður-Evrópu.
Humar er hafður í dýru gildi í ýmsum löndum Suður-Evrópu. Sigurður Bogi Sævarsson

Á örfáum árum hefur orðið verulegur samdráttur í humarveiðum hér við land. Mælingar Hafrannsóknastofnunar benda til þess að nýliðun humarstofnsins hafi tekið að minnka árið 2008 og línan legið rakleiðis niður á við síðan þá. Veiðiheimildir hafa minnkað í samræmi við þróun stofnsins: á veiðitímabilinu 2010-11 var aflamark 2.100 tonn en komið niður í 1.300 tonn kvótaárið 2016-17.

„Stofninn er í mikilli niðursveiflu og algjör brestur í nýliðun,“ segir Sverrir Halldórsson, sviðsstjóri botnfisksviðs Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, þegar hann er spurður um ástandið.

Minnkandi nýliðun má m.a. sjá á vaxandi meðalstærð þess humars sem veiðist sem þýðir að hlutfall ungs og smávaxins humars fer minnkandi. Sverrir segir mögulega hægt að greina minniháttar viðsnúning á allrasíðustu misserum. „Þeir hjá Skinney-Þinganesi hafa haft frumkvæði að því að reyna að nota þau gögn sem verða til í vinnslunum til að greina ástand stofnsins, enda allur humarinn flokkaður sjálfvirkt. Tölurnar gefa okkur vísbendingu um að meðalþyngd þess humars sem veiðist hafi lækkað örlítið og er það góðs viti.“

Kostar störf og dregur úr hagkvæmni veiða

Samdráttur humarveiða hefur neikvæð áhrif á rekstur útgerðanna sem veiðarnar stunda og bitnar á atvinnulífi þeirra bæjarfélaga þar sem þessar útgerðir starfa. Sverri bendir á að þau fyrirtæki sem eru umsvifamest í humarveiðum; Skinney-Þinganes, Rammi og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum, stundi blessunarlega fjölbreyttar veiðar og því margar stoðir undir rekstrinum. Tapið er samt greinilegt: „Hjá Vinnslustöðinni höfum við gert út tvö humarveiðiskip undanfarin ár en vorum áður með þrjú og jafnvel fjögur. Á verju skipi er tíu manna áhöfn, og með afleysingafólki vel á þriðja tug manna sem hafa beina atvinnu af veiðum eins skips, og síðan annað eins af fólki sem vinnur við humarvinnslu landi, að afleiddum störfum ótöldum,“ segir Sverrir og bendir á að eftir því sem veiðarnar dragast meira saman verði þær líka óhagkvæmari. „Það er best að vera með sem mesta samfellu í veiðum og vinnslu en nú er svo komið að þá mánuði sem að humarveiðar standa yfir er humarvinnslan ekki starfandi nema hluta úr viku.“

Auk þess sem veiðimagnið hefur breyst hefur veiðitíminn færst lítillega til. Sverrir segir að skv. ákvæðum reglugerða megi humarveiðar ekki byrja fyrr en í mars og vera lokið í nóvember. „Hér áður fyrr voru menn oft að byrja um miðjan maí og voru að fram til ágúst-september, en það hefur breyst og veiðarnar byrja núna fyrr.“

Ekki er með öllu ljóst hvað gæti skýrt versnandi ástandi humarstofnsins. „Ástæðan er ekki sú að veiðarnar hafi verið óhóflegar, og hefur kvótinn verið skorinn niður jafnt og þétt en þrátt fyrir það hefur gerst að ónýttur kóti hafi brunnið inni,“ segir Sverrir og bætir við að Hafrannsóknastofnun hafi á undanförnum árum aukið rannsóknir á íslenskum humri og m.a. beitt nýjum aðferðum til að kortleggja betur búsvæði tegundarinnar.

Á meðan eykst eftirspurnin

En gæti það gerst að íslenskir matgæðingar færu að eiga í vandræðum með að finna humar úti íbúð, til að setja á grillið eða í pönnuna? Sverrir segir það vissulega auka á vandann að á sama tíma og humarstofninn hefur skroppið saman hefur eftirspurn á innanlandsmarkaði aukist og þá ekki síst vegna fjölgunar ferðamanna sem vilja ólmir smakka humarrétti á veitingastöðunum. „Innanlandsmarkaðurinn er orðinn miklu stærri en hann var, en þar seljum við nær eingöngu humarhala á meðan það er einkum heill frystur humar, með haus og öllu saman, sem seldur er úr landi. Samsetningin á sölunni hefur verið að breytast smám saman, og meira hlutfall af veiddum humri sem ratar inn á innanlandsmarkað. Engu að síður hafa margir framleiðendur þurft að skera við nögl þar sem þeir geta afhent innlendum kaupendum og við gætum sjálfsagt selt mun meira af humri innanlands ef við ættum hann til.“

Skiptar skoðanir eru um hvaða skref ætti að stíga næst. Sumir hafa jafnvel viðrað þá hugmynd að réttast væri að banna humarveiðar tímabundið, og gefa stofninum þannig enn betra tækifæri til að styrkjast. Sverrir segir að greinin reiði sig á ráðleggingar og rannsóknir Hafró hann en varar þó við því að algjör stöðvun veiða muni hafa ýmsar neikvæðar afleiðingar. „Það verður nefnilega hægara sagt en gert að sækja aftur inn á markaði þegar veiðar hefjast að nýju. Að vinna aftur tapaðan markað er alls ekki sjálfgefið og gæti verið æskilegra að stöðva veiðar ekki alfarið svo að megi áfram halda viðskiptaleiðum opnum,“ segir hann. „Það er einnig mikilvægt að halda áfram veiðum til að hafa yfirsýn ástandið á miðunum. Veiðarnar þarf bara að stunda með allri nauðsynlegri varúð. Stofninn mun rétta sig við en það mun taka einhvern tíma og við verðum þrauka á meðan hann byggist upp á ný.“

Í humarvinnslu Ramma í Þorlákshöfn.
Í humarvinnslu Ramma í Þorlákshöfn. Sigurður Bogi Sævarsson
Við höfnina í Vestmannaeyjum.
Við höfnina í Vestmannaeyjum.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Guðborg NS 336 Grásleppunet
Þorskur 326 kg
Ýsa 66 kg
Skarkoli 47 kg
Samtals 439 kg
26.4.24 Oddverji SI 76 Grásleppunet
Grásleppa 1.934 kg
Þorskur 146 kg
Ýsa 42 kg
Skarkoli 30 kg
Ufsi 20 kg
Steinbítur 5 kg
Rauðmagi 1 kg
Samtals 2.178 kg
26.4.24 Hrönn NS 50 Grásleppunet
Grásleppa 2.040 kg
Þorskur 49 kg
Skarkoli 11 kg
Steinbítur 5 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 2.108 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Guðborg NS 336 Grásleppunet
Þorskur 326 kg
Ýsa 66 kg
Skarkoli 47 kg
Samtals 439 kg
26.4.24 Oddverji SI 76 Grásleppunet
Grásleppa 1.934 kg
Þorskur 146 kg
Ýsa 42 kg
Skarkoli 30 kg
Ufsi 20 kg
Steinbítur 5 kg
Rauðmagi 1 kg
Samtals 2.178 kg
26.4.24 Hrönn NS 50 Grásleppunet
Grásleppa 2.040 kg
Þorskur 49 kg
Skarkoli 11 kg
Steinbítur 5 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 2.108 kg

Skoða allar landanir »