Binda enda á hörpuskeljastríðið

Veiðar á hörpuskel. Mynd úr safni.
Veiðar á hörpuskel. Mynd úr safni. mbl.is/Gunnlaugur Árnason

Franskir og breskir sjómenn samþykktu seint í gærkvöldi að hætta um sinn þeim deilum sem ríkt hafa um hörpuskeljaveiðar á Ermarsundi. Þrjár vikur eru síðan sauð upp úr á miðum sjómannanna og talað hefur verið um hörpuskeljastríð þeirra á milli, rétt eins og þorskastríðin forðum.

Vonast er til að nýtt samkomulag muni binda enda á deilurnar sem staðið hafa yfir í áraraðir um fengsælu miðin undan Signuflóa, þar sem finna má lindýrin verðmætu.

Eins og áður sagði sauð upp úr síðla síðasta mánaðar þegar tugir franskra báta svifu á breska keppinauta sína til að halda þeim fjarri miðunum. Sigldu nokkur skip á önnur á sama tíma og franskir sjómenn köstuðu steinum og reyksprengjum að þeim bresku.

Snúa aftur 1. nóvember

„Við náðum að komast að samkomulagi. Í kvöld á miðnætti munu þeir [bresku sjómennirnir] yfirgefa svæðið í austurhluta Ermarsundsins og munu ekki snúa aftur fyrr en 1. nóvember,“ sagði Pascal Coquet, talsmaður frönsku sjómannanna, í samtali við AFP í gærkvöldi.

Frönsku sjómennirnir voru ósátt­ir við veru þeirra bresku og hafa sakað þá um að ganga of hart fram við veiðarn­ar, þannig að hætta sé á að hörpu­skel­in verði fljótt upp­ur­in.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.12.18 304,38 kr/kg
Þorskur, slægður 10.12.18 379,61 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.12.18 276,98 kr/kg
Ýsa, slægð 10.12.18 270,21 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.12.18 99,53 kr/kg
Ufsi, slægður 10.12.18 139,96 kr/kg
Djúpkarfi 6.12.18 307,00 kr/kg
Gullkarfi 10.12.18 299,13 kr/kg
Litli karfi 24.10.18 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.12.18 192,59 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.12.18 Öðlingur SU-019 Línutrekt
Þorskur 6.812 kg
Ýsa 328 kg
Langa 164 kg
Ufsi 9 kg
Samtals 7.313 kg
10.12.18 Sandfell SU-075 Lína
Ýsa 342 kg
Keila 230 kg
Þorskur 128 kg
Ufsi 108 kg
Langa 82 kg
Samtals 890 kg
10.12.18 Halldór Sigurðsson ÍS-014 Rækjuvarpa
Rækja (úthafsrækja) 4.205 kg
Samtals 4.205 kg
10.12.18 Jóhanna G ÍS-056 Landbeitt lína
Þorskur 985 kg
Ýsa 473 kg
Langa 5 kg
Karfi / Gullkarfi 2 kg
Samtals 1.465 kg

Skoða allar landanir »