Binda enda á hörpuskeljastríðið

Veiðar á hörpuskel. Mynd úr safni.
Veiðar á hörpuskel. Mynd úr safni. mbl.is/Gunnlaugur Árnason

Franskir og breskir sjómenn samþykktu seint í gærkvöldi að hætta um sinn þeim deilum sem ríkt hafa um hörpuskeljaveiðar á Ermarsundi. Þrjár vikur eru síðan sauð upp úr á miðum sjómannanna og talað hefur verið um hörpuskeljastríð þeirra á milli, rétt eins og þorskastríðin forðum.

Vonast er til að nýtt samkomulag muni binda enda á deilurnar sem staðið hafa yfir í áraraðir um fengsælu miðin undan Signuflóa, þar sem finna má lindýrin verðmætu.

Eins og áður sagði sauð upp úr síðla síðasta mánaðar þegar tugir franskra báta svifu á breska keppinauta sína til að halda þeim fjarri miðunum. Sigldu nokkur skip á önnur á sama tíma og franskir sjómenn köstuðu steinum og reyksprengjum að þeim bresku.

Snúa aftur 1. nóvember

„Við náðum að komast að samkomulagi. Í kvöld á miðnætti munu þeir [bresku sjómennirnir] yfirgefa svæðið í austurhluta Ermarsundsins og munu ekki snúa aftur fyrr en 1. nóvember,“ sagði Pascal Coquet, talsmaður frönsku sjómannanna, í samtali við AFP í gærkvöldi.

Frönsku sjómennirnir voru ósátt­ir við veru þeirra bresku og hafa sakað þá um að ganga of hart fram við veiðarn­ar, þannig að hætta sé á að hörpu­skel­in verði fljótt upp­ur­in.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.24 561,35 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.24 601,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.24 245,22 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.24 294,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.24 221,87 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.24 284,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.24 275,09 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.9.24 Sigrún EA 52 Handfæri
Þorskur 417 kg
Ufsi 275 kg
Karfi 24 kg
Samtals 716 kg
18.9.24 Vésteinn GK 88 Lína
Karfi 309 kg
Keila 292 kg
Hlýri 205 kg
Þorskur 162 kg
Ufsi 21 kg
Steinbítur 9 kg
Samtals 998 kg
18.9.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Keila 207 kg
Hlýri 189 kg
Karfi 137 kg
Þorskur 83 kg
Ufsi 8 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 629 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.24 561,35 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.24 601,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.24 245,22 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.24 294,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.24 221,87 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.24 284,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.24 275,09 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.9.24 Sigrún EA 52 Handfæri
Þorskur 417 kg
Ufsi 275 kg
Karfi 24 kg
Samtals 716 kg
18.9.24 Vésteinn GK 88 Lína
Karfi 309 kg
Keila 292 kg
Hlýri 205 kg
Þorskur 162 kg
Ufsi 21 kg
Steinbítur 9 kg
Samtals 998 kg
18.9.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Keila 207 kg
Hlýri 189 kg
Karfi 137 kg
Þorskur 83 kg
Ufsi 8 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 629 kg

Skoða allar landanir »