Segir veiðigjaldafrumvarpið vonbrigði

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra ...
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra ræðast við á Alþingi. mbl.is/Golli

„Þetta frumvarp er í heild sinni ákveðin vonbrigði og ég veit ekki á hvaða vegferð Vinstri grænir eru. Þessi leiðangur gengur fyrst og fremst út á að lækka gjaldið á útgerðinni,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, um nýtt veiðigjaldafrumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra.

Meðal helstu breytinga sem frumvarpið felur í sér er að álagning veiðigjalda verður færð nær í tíma þannig að veiðigjöld byggja á ársgömlum gögnum um afkomu sjávarútvegsfyrirtækja í stað um tveggja ára líkt og nú er, veiðigjald verður eingöngu lagt á veiðar en ekki hagnað fiskvinnslu líkt og í núverandi fyrirkomulagi gjaldanna. Þá verður tekið tillit til fjárfestinga í sjávarútvegi.

Þorgerður gagnrýnir að sama skapi að ekkert sé talað um tímabundna samninga um aðgang að auðlindinni, en án slíkra ákvæða sé verið að festa eignarréttindi í sessi. „Þetta var alltaf fyrirsjáanlegt með Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. Þetta er lækkun á útgerðinni í heild. Ég skil ekki hvað Vinstri grænir eru að gera með þessu. Það er engin viðurkenning á að þetta sé sameign þjóðarinnar, heldur er þetta bara falið í skattkerfinu og að mínu mati ekki ákjósanleg leið,“ segir Þorgerður.

 „Það er verið að koma á nýjum tekjuskatti í stað þess að þetta verði gjald fyrir aðgang að auðlindinni,“ segir hún. „Þetta á að vera gjald sem þú greiðir fyrir aðgang að auðlindinni. Við í Viðreisn höfum talað fyrir því að það sé best að gera það í gegnum markaðinn.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.10.18 302,55 kr/kg
Þorskur, slægður 19.10.18 325,60 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.10.18 212,48 kr/kg
Ýsa, slægð 19.10.18 164,57 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.10.18 100,35 kr/kg
Ufsi, slægður 19.10.18 140,98 kr/kg
Djúpkarfi 3.10.18 124,00 kr/kg
Gullkarfi 19.10.18 300,01 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.10.18 226,00 kr/kg
Blálanga, slægð 19.10.18 299,33 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.10.18 Patrekur BA-064 Lína
Tindaskata 70 kg
Samtals 70 kg
19.10.18 Jónína Brynja ÍS-055 Lína
Þorskur 239 kg
Ýsa 92 kg
Steinbítur 32 kg
Skarkoli 5 kg
Samtals 368 kg
19.10.18 Arney BA-158 Lína
Þorskur 3.370 kg
Ýsa 1.070 kg
Langa 104 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 4.545 kg
19.10.18 Sæli BA-333 Lína
Ýsa 140 kg
Þorskur 67 kg
Samtals 207 kg

Skoða allar landanir »