„Í raun er allt undir“

Smábátar í Hólmavíkurhöfn. Fyrirtækin tvö eru burðarásar í atvinnulífinu á …
Smábátar í Hólmavíkurhöfn. Fyrirtækin tvö eru burðarásar í atvinnulífinu á Hólmavík. mbl.is/Golli

„Í raun er allt undir og brotthvarf annars mundi hafa gríðarleg áhrif á hitt og þá um leið á allt samfélagið hér á Hólmavík,“ segir Viktoría Rán Ólafsdóttir, stjórnarformaður rækjuvinnslunnar Hólmadrangs og kaupfélagsstjóri Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Hólmavík, í samtali við Morgunblaðið í dag.

Þriggja vikna greiðslustöðvun Hólmadrangs rennur út um mánaðamótin. Viktoría Rán segir að sótt verði um framlengingu á greiðslustöðvuninni til þriggja mánaða. Á þeim tíma verði unnið áfram að því að endurreisa fyrirtækið, meðal annars með endurskipulagningu og sölu eigna.

Kaupfélag Steingrímsfjarðar á 50% í Hólmadrangi og FISK Seafood hinn helminginn. Nú starfa um 20 manns hjá Hólmadrangi og heldur fleiri hjá Kaupfélaginu. Þessi tvö fyrirtæki eru burðarásar í atvinnulífinu á Hólmavík og segir Viktoría að hagsmunir fyrirtækjanna séu samtvinnaðir og þau séu rekin sem samstæða.

Erfiðleikar tengdir Brexit

Erfiðleika í rekstri fyrirtækisins rekur Viktoría til ákvörðunar Breta 2016 að ganga úr Evrópusambandinu, en stærsti markaður fyrirtækisins sé Bretland. Eftir Brexit hafi gengi pundsins fallið og afurðasala frosið. Engin hreyfing hafi verið á rækjubirgðum Hólmadrangs og tilraun til að koma hreyfingu á söluna hafi leitt til óhagstæðra samninga og um tíma hafi verið selt undir kostnaðarverði.

Ítarlegar er fjallað um málið á síðu 16 í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »