Krefjast jafnræðis í veiðigjöldum

Fáskrúðsfjörður í Fjarðabyggð. Tekið er fram að í sveitarfélaginu starfi …
Fáskrúðsfjörður í Fjarðabyggð. Tekið er fram að í sveitarfélaginu starfi þrjú stór og öflug sjávarútvegsfyrirtæki. mbl.is/Sigurður Bogi

Sé það vilji stjórnvalda að leggja á veiðigjöld, þá hlýtur það að vera skýlaus krafa að jafnræði sé í slíkri skattlagningu og að ein grein sjávarútvegs verði ekki tekin út sérstaklega og lögð á hana aukin gjöld umfram aðrar. Þetta segir í umsögn bæjarráðs Fjarðabyggðar sem send hefur verið Alþingi vegna frumvarps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til breytinga á lögum um veiðigjöld. 

Í bókun bæjarráðs, sem samþykkt var á fundi ráðsins á mánudag, segir að ráðið mótmæli harðlega boðaðri aukagjaldtöku, í formi 10% hækkunar á heildartekjum útgerðar, sem lögð verði á uppsjávarstofna umfram aðrar tegundir sjávarfangs.

Máttarstólpar í sveitarfélaginu

„Með því að hækka heildartekjur um 10% getur reiknistofn veiðigjalds hækkað allt að 50% til 60% sem þýðir í raun að skattstofn er í raun milli 46% til 66% á uppsjávartegundir en ekki 33% eins og boðað er á aðrar fisktegundir,“ segir í bókun ráðsins, sem varð svo að umsögn til Alþingis.

Tekið er fram að í sveitarfélaginu starfi þrjú stór og öflug sjávarútvegsfyrirtæki sem hafi fjárfest mikið í uppbyggingu og skipakosti í tengslum við veiðar á uppsjávarafurðum.

„Þessi fyrirtæki eru máttarstólpar í Fjarðabyggð hvað varðar atvinnu, tekjur og samfélagslega uppbyggingu og leggja mikið til íslensk samfélags í formi skatta og verðmætasköpunar til útflutnings. Sé það vilji stjómvalda að leggja á veiðigjöld þá hlýtur það að vera skýlaus krafa að jafnræði sé í slíkri skattlagningu og ein grein sjávarútvegs ekki tekin út sérstaklega og lagt á hana aukin gjöld umfram aðrar, að ógleymdu þeirri miklu óvissu sem nú ríkir varðandi stöðu loðnu- og makrílstofnsins. Slíkt mun verða til þess að fjárfestingar og frekari uppbygging í uppsjávariðnaði mun dragast saman.“

Sveitarfélög fái hlutdeild í veiðigjöldum

Bæjarráðið bendir einnig á fyrri bókanir sínar um veiðigjöld, „og þá eðlilegu kröfu að veiðigjöld séu sanngjöm og í takt við afkomu sjávarútvegsins hverju sinni“.

„Einnig ítrekar bæjarráð þá afstöðu sína að viðkomandi sjávarútvegssveitarfélög fái hlutdeild í veiðigjöldum í ljósi þeirra fjárfestinga sem viðkomandi sveitarfélög hafa lagt út í og hvaðan þessi útflutningsverðmæti koma.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.24 561,35 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.24 601,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.24 245,22 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.24 294,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.24 221,87 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.24 284,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.24 275,09 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.9.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Ýsa 20.939 kg
Skarkoli 505 kg
Þorskur 191 kg
Steinbítur 30 kg
Samtals 21.665 kg
18.9.24 Bárður SH 81 Dragnót
Ýsa 4.702 kg
Þorskur 3.032 kg
Langlúra 147 kg
Ufsi 60 kg
Karfi 44 kg
Sandkoli 41 kg
Samtals 8.026 kg
18.9.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Þorskur 4.556 kg
Skarkoli 2.602 kg
Ýsa 2.186 kg
Steinbítur 196 kg
Sandkoli 95 kg
Samtals 9.635 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.24 561,35 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.24 601,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.24 245,22 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.24 294,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.24 221,87 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.24 284,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.24 275,09 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.9.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Ýsa 20.939 kg
Skarkoli 505 kg
Þorskur 191 kg
Steinbítur 30 kg
Samtals 21.665 kg
18.9.24 Bárður SH 81 Dragnót
Ýsa 4.702 kg
Þorskur 3.032 kg
Langlúra 147 kg
Ufsi 60 kg
Karfi 44 kg
Sandkoli 41 kg
Samtals 8.026 kg
18.9.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Þorskur 4.556 kg
Skarkoli 2.602 kg
Ýsa 2.186 kg
Steinbítur 196 kg
Sandkoli 95 kg
Samtals 9.635 kg

Skoða allar landanir »