Aukið fiskeldi kallar á fjárútlát

Erna Karen segir að ráðuneytið vinni nú að tillögum að …
Erna Karen segir að ráðuneytið vinni nú að tillögum að verulegum úrbótum í málaflokknum. Ljósmynd/Kjartan Lindbø

Matvælastofnun þarf nauðsynlega aukið fjármagn til að geta sinnt bæði eftirliti og umfangsmikilli stjórnsýslu vegna fiskeldis. Að mati stofnunarinnar þarf að ráða inn starfsfólk sem sinnt getur stjórnsýslunni og haft eftirlit með rekstrarleyfum sem og fisksjúkdómum.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari Ernu Karenar Óskarsdóttur, fagsviðsstjóra fiskeldis hjá Matvælastofnun, við fyrirspurn 200 mílna.

Stofnunin tók við stjórnsýslu og eftirliti vegna rekstrarleyfa í fiskeldi árið 2015. Á því tímabili hefur framleiðsla í greininni nær þrefaldast hér á landi. Samhliða þeirri þróun hefur stjórnsýsla aukist mikið vegna vinnslu og útgáfu rekstrarleyfa, úrvinnslu fyrirspurna og úrvinnslu kærumála, auk annarra atriða.

Á sama tíma hefur fjöldi starfsmanna við eftirlit haldist tiltölulega óbreyttur. Hjá stofnuninni starfa tveir dýralæknar, í rúmlega einu og hálfu stöðugildi, sem hafa eftirlit með heilbrigði og velferð fiskanna. Auk þeirra ber einn starfsmaður ábyrgð á meðferð rekstrarleyfisumsókna fiskeldisfyrirtækja, útgáfu leyfanna og eftirliti með þeim.

Muni leggja til verulegar úrbætur

Erna Karen segir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið vinna nú að tillögum að verulegum úrbótum, með það að markmiði að efla bæði stjórnsýslu og eftirlit með málaflokknum.

„Stofnunin hefur staðið ágætlega undir þeim kröfum sem gerðar eru til opinbers eftirlits í núgildandi löggjöf um fiskeldi, en eftirlitsþörf eykst með auknu fiskeldi og það kallar á ítarlegri kröfur og meira eftirlit,“ segir Erna Karen. Eftirlitinu sé sinnt eins og kveðið sé á um í lögum og reglugerðum, en ekki sé svigrúm til að auka eftirlitið nema til komi meira fjármagn.

Hún bendir á að áskorun stofnunarinnar í fiskeldismálum í dag komi einnig til af því að lítill tími gefist til að sinna stjórnsýslunni, það er meðferð umsókna um rekstrarleyfa og útgáfu leyfa.

„Úrlausnarefni Matvælastofnunar og ráðuneytisins nú er því ekki síður hvernig efla megi stjórnsýsluþátt samhliða því að tryggja áfram eftirlit og aukið vægi þess með hliðsjón af auknu fiskeldi og ráðgerðum breytingum á löggjöf. Þá þarf að vinna að þróun aðferða í eftirliti, svo sem áhættuflokkun fiskeldisstöðva með tilliti til ákvörðunar á tíðni eftirlits, skráningu verklags, þróun gagnagrunna fyrir eftirlitsniðurstöður og rýni gagna frá fyrirtækjum.“

Geti bætt úr brýnustu verkefnum

Í þessu sambandi segir Erna Karen að vert sé að geta þess að ýmis ný ákvæði bæði varðandi eftirlit og stjórnsýslu hafi komið fram í tillögum um breytingu á lögum um fiskeldi. Þar á meðal sé mun tíðari upplýsingagjöf frá fiskeldisfyrirtækjum til opinberra eftirlitsaðila, sem um leið kalli á stöðuga rýni og eftirfylgni af þeirra hálfu og aukinn starfskraft.

Stofnunin hefur nýverið auglýst laust starf sérfræðings í fiskeldi, sem ætlað er að starfa muni bæði við eftirlit og stjórnsýslu.

„Tímabundnar tilfærslur verkefna hjá starfsfólki stofnunarinnar og ráðning nýs starfsmanns geta bætt úr brýnustu verkefnum, en eru ekki lausnir sem duga til að ráða bót á núverandi verkefnaálagi og duga skammt þegar horft er til ráðgerðra breytinga á löggjöf og áætlaðs vaxtar í fiskeldi á komandi árum,“ segir Erna Karen.

„Matvælastofnun leggur fram fjármagn til þeirra úrbóta sem nú er unnið að, en til stuðnings þeim ráðstöfunum og til frekari uppbyggingar þarf aukið framlag á fjárlögum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,22 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Sara ÍS 186 Grásleppunet
Grásleppa 954 kg
Þorskur 41 kg
Rauðmagi 28 kg
Samtals 1.023 kg
26.4.24 Bergur Sterki HU 17 Grásleppunet
Grásleppa 1.209 kg
Skarkoli 609 kg
Þorskur 275 kg
Steinbítur 51 kg
Hlýri 19 kg
Ýsa 17 kg
Sandkoli 3 kg
Samtals 2.183 kg
26.4.24 Seigur Iii Grásleppunet
Grásleppa 942 kg
Þorskur 233 kg
Skarkoli 66 kg
Steinbítur 15 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 1.264 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,22 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Sara ÍS 186 Grásleppunet
Grásleppa 954 kg
Þorskur 41 kg
Rauðmagi 28 kg
Samtals 1.023 kg
26.4.24 Bergur Sterki HU 17 Grásleppunet
Grásleppa 1.209 kg
Skarkoli 609 kg
Þorskur 275 kg
Steinbítur 51 kg
Hlýri 19 kg
Ýsa 17 kg
Sandkoli 3 kg
Samtals 2.183 kg
26.4.24 Seigur Iii Grásleppunet
Grásleppa 942 kg
Þorskur 233 kg
Skarkoli 66 kg
Steinbítur 15 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 1.264 kg

Skoða allar landanir »