„Tortóla-dylgjum vísað til föðurhúsa“

Vinnslustöðin vísar málflutningi Magnúsar til föðurhúsa og er hann sagður ...
Vinnslustöðin vísar málflutningi Magnúsar til föðurhúsa og er hann sagður vera „fráleitur“ og „rakalaus“ í yfirlýsingu frá fyrirtækinu. Ljósmynd/Atli Rúnar Halldórsson

Málflutningi lögmannsins Magnúsar Helga Árnasonar, er varðar úrsögn hans úr stjórn Vinnslustöðvar Vestmannaeyja er lýst sem „fráleitum og rakalausum“ í yfirlýsingu frá Sigurgeiri Brynjari Kristgeirssyni, sem skrifar fyrir hönd Vinnslustöðvarinnar og Morgunblaðið fékk senda.

Í frétt þann 29. nóvember í Morgunblaðinu segir Magnús Helgi að úrsögn sín úr stjórninni tengdist afstöðu annarra stjórnarmanna til tillögu hans þess efnis að stjórnin fæli endurskoðendum félagsins að kanna hvort Vinnslustöðin ætti í viðskiptum við fyrirtækið Gordon Trade Management LLP (GTM). Það sé eða hafi verið í eigu About fish Ltd., sem skráð er í skattaskjóli á eyjunni Tortóla og beri sama nafn og fimm félög í eigu Vinnslustöðvarinnar báru.

Segir í yfirlýsingu Vinnslustöðvarinnar að Magnúsi hafi verið svarað lið fyrir lið á stjórnarfundi þann 9. nóvember. „Málið var tekið sérstaklega fyrir á stjórnarfundi 9. nóvember 2018 þar sem fráleitum og rakalausum málatilbúnaði mannsins var svarað lið fyrir lið og m.a. upplýst um eignarhald eins og það var árið 2015. Þetta tiltekna félag, About fish Ltd. tengist Vinnslustöðinni eða eigendum hennar á engan hátt og hefur aldrei gert. Vinnslustöðin hefur hins vegar selt GTM fisk og sama hafa mörg önnur íslensk sjávarútvegsfyrirtæki gert,“ segir í yfirlýsingunni. Í tengslum við málið hefur GTM sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að engir íslenskir ríkisborgarar hafi haft fjárhagslega hagsmuni af starfsemi þess.

Í yfirlýsingu VSV kemur einnig fram að Magnús Helgi hafi sagt sig úr stjórninni „vegna þess að enginn einasti hluthafi í félaginu kærði sig um að hann sæti þar áfram. Við manninum blasti að fá á sig vantraust á hluthafafundi í VSV. Hann kaus þá að láta sig frekar hverfa strax en reynir nú að tengja VSV við Tortóla til að draga athygli frá raunverulegum ástæðum úrsagnarinnar.“

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.12.18 264,43 kr/kg
Þorskur, slægður 14.12.18 336,44 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.12.18 229,02 kr/kg
Ýsa, slægð 14.12.18 223,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.12.18 71,97 kr/kg
Ufsi, slægður 14.12.18 95,86 kr/kg
Djúpkarfi 6.12.18 307,00 kr/kg
Gullkarfi 14.12.18 281,38 kr/kg
Litli karfi 24.10.18 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 14.12.18 257,33 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.12.18 Fríða Dagmar ÍS-103 Lína
Þorskur 169 kg
Langa 160 kg
Karfi / Gullkarfi 16 kg
Keila 13 kg
Steinbítur 7 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 370 kg
15.12.18 Halldór Sigurðsson ÍS-014 Rækjuvarpa
Rækja (úthafsrækja) 2.421 kg
Samtals 2.421 kg
15.12.18 Kristinn SH-812 Landbeitt lína
Þorskur 5.578 kg
Ýsa 5.533 kg
Steinbítur 12 kg
Samtals 11.123 kg
15.12.18 Otur Ii ÍS-173 Landbeitt lína
Þorskur 3.496 kg
Ýsa 891 kg
Langa 147 kg
Karfi / Gullkarfi 44 kg
Hlýri 34 kg
Keila 31 kg
Ufsi 6 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 4.653 kg

Skoða allar landanir »