Vildi láta kanna tengsl við Tortóla-félag

„Nafnið About Fish er það sama og fimm félög í ...
„Nafnið About Fish er það sama og fimm félög í eigu VSV báru fram á þetta ár,“ segir Magnús um félagið á Tortóla. mbl.is/Sigurður Bogi

Magnús Helgi Árnason héraðsdómslögmaður, sem sagði sig úr stjórn Vinnslustöðvarinnar fyrr í mánuðinum, segir ástæðu úrsagnar sinnar tengjast afstöðu annarra stjórnarmanna til tillögu hans þess efnis að stjórnin fæli endurskoðendum félagsins að kanna hvort Vinnslustöðin ætti í viðskiptum við fyrirtækið Gordon Trade and Management LLP (GTM) sem skráð er í Bretlandi.

Þetta segir Magnús í yfirlýsingu sem hann sendi Morgunblaðinu. Bendir hann á að af opinberum gögnum um GTM megi ráða að engir starfsmenn starfi fyrir fyrirtækið. Hagnaður þess sé þá umtalsverður til margra ára og að svo virðist sem fyrirtækið byggi afkomu sína á miðlun fiskafurða til Austur-Evrópu, sem alla jafna útheimti þó aðkomu starfsmanna.

Hann segir ástæðu þess að hann vildi að endurskoðendum yrði falið að kanna möguleg viðskipti félaganna vera þá að GTM sé, eða hafi verið, í eigu félagsins About Fish Ltd. sem skráð sé í skattaskjóli á eyjunni Tortóla.

„Nafnið About Fish er það sama og fimm félög í eigu VSV báru fram á þetta ár. Félagið About Fish ehf. er skráð í Vestmannaeyjum, félagið About Fish GmbH í Þýskalandi, About Fish B.V. í Hollandi, About Fish EURL í Frakklandi og loks er About Fish LDA skráð í Portúgal. Í samstæðureikningum VSV eru þessi About Fish-félög tilgreind“, segir í yfirlýsingu Magnúsar Helga í umfjöllun um deilumál þetta í ViðskiptaMogganum í dag.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.19 306,97 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.19 320,29 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.19 259,15 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.19 215,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.19 93,44 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.19 127,73 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.19 224,97 kr/kg
Gullkarfi 23.4.19 191,30 kr/kg
Litli karfi 4.4.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 12.4.19 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.19 Ársæll Sigurðsson HF-080 Grásleppunet
Grásleppa 417 kg
Samtals 417 kg
23.4.19 Egill ÍS-077 Dragnót
Steinbítur 11.657 kg
Skarkoli 1.352 kg
Samtals 13.009 kg
23.4.19 Gullfari HF-290 Grásleppunet
Grásleppa 184 kg
Samtals 184 kg
23.4.19 Byr GK-059 Þorskfisknet
Þorskur 1.476 kg
Samtals 1.476 kg
23.4.19 Rún NS-300 Grásleppunet
Grásleppa 216 kg
Þorskur 12 kg
Keila 8 kg
Rauðmagi 2 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 239 kg

Skoða allar landanir »