Veiðistjórnun endurskoðuð

Íslenska ríkið er skaðabótaskylt vegna stjórnunar veiða á makrílstofninum á ...
Íslenska ríkið er skaðabótaskylt vegna stjórnunar veiða á makrílstofninum á árunum 2011 til 2014. mbl.is/Árni Sæberg

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir að endurskoða þurfi veiðistjórnun makrílveiða í kjölfar niðurstöðu Hæstaréttar sem dæmt hefur íslenska ríkið skaðabótaskylt gagnvart tveimur útgerðarfélögum vegna úthlutunar á makrílkvóta á árunum 2011 til 2014.

Hagnaðarmissir útgerðanna hefur verið metinn á rúma 2,6 milljarða króna fyrir þessi fjögur ár. Hæstiréttur telur að við úthlutun aflaheimilda hafi verið skylt að ákvarða aflahlutdeild á grundvelli veiðireynslu. Þáverandi sjávarútvegsráðherra tók hluta kvótans og úthlutaði til frystiskipa og annarra skipa. Útgerðir sem ekki höfðu aflað veiðireynslunnar fengu því hlutdeild.

Útgerðirnar tvær eru Ísfélag Vestmannaeyja og Huginn. Þeim voru ekki dæmdar skaðabætur og þurfa því að krefja ríkið um þær eða fara í skaðabótamál. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum og Eskja á Eskifirði höfðuðu einnig samskonar mál en samkomulag var um að láta þau bíða niðurstöðu hinna málanna, að sögn Sigurgeirs Brynjars Kristgeirssonar, framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar. Hann segir ljóst að sama niðurstaða verði í þeim.

Í fréttaskýringu um mál þetta í Morgublaðinu í dag segir Stefán A. Svensson, lögmaður útgerðanna,  að sér sýnist dómarnir hafa fordæmisáhrif vegna seinni tíma úthlutana, það er að segja eftir það tímabil sem dómarnir taka til.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.4.19 355,41 kr/kg
Þorskur, slægður 17.4.19 380,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.4.19 354,23 kr/kg
Ýsa, slægð 17.4.19 291,79 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.4.19 91,66 kr/kg
Ufsi, slægður 17.4.19 125,76 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.19 224,97 kr/kg
Gullkarfi 17.4.19 208,01 kr/kg
Litli karfi 4.4.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 12.4.19 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.4.19 Guðmundur Þór SU-121 Grásleppunet
Grásleppa 1.094 kg
Þorskur 204 kg
Ýsa 28 kg
Skarkoli 6 kg
Samtals 1.332 kg
18.4.19 Fönix BA-123 Grásleppunet
Grásleppa 5.289 kg
Þorskur 505 kg
Rauðmagi 61 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 5.859 kg
18.4.19 Sæfari BA-110 Grásleppunet
Grásleppa 3.728 kg
Samtals 3.728 kg
18.4.19 Sindri BA-024 Grásleppunet
Grásleppa 878 kg
Þorskur 22 kg
Skarkoli 22 kg
Steinbítur 6 kg
Tindaskata 6 kg
Samtals 934 kg

Skoða allar landanir »