„Vonin minnkar með hverjum deginum“

Horft út á haf á síðustu vertíð, þar sem skipin …
Horft út á haf á síðustu vertíð, þar sem skipin voru að loðnuveiðum. mbl.is/RAX

„Mér líst ekkert á þetta,“ segir Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, spurður hvernig hann meti líkurnar á því að kvóti verði gefinn út fyrir loðnuveiðar á næstu vikum.

Rétt rúmt ár er síðan Hafrannsóknastofnun lagði til að heildarkvótinn á þeirri loðnuvertíð sem þá stóð yfir yrði 285 þúsund tonn, og bætti þannig 77 þúsund tonnum við upphafskvótann sem gefinn var út haustið 2017. Nú, ári síðar, horfir öðruvísi við og enn hefur enginn loðnukvóti verið gefinn út fyrir yfirstandandi fiskveiðiár. Ástæðan er sú að lítið hefur mælst af loðnu á miðunum við landið.

Virðist vera mjög dreifð

Fimm skip eru við loðnuleit við austan- og norðanvert Ísland, í von um að lágmarksmagn af loðnu mælist, til þess að gefa megi út upphafskvóta. Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs á Hafrannsóknastofnun, sagði við Morgunblaðið í gær að of snemmt væri að slá nokkru föstu. Hann var þó ekki ýkja bjartsýnn á að draga muni til tíðinda við leitina.

Mið þessi, sem nú eru þrædd í leit að loðnu, hafa nokkrum sinnum verið þrædd í vetur í þessu sama skyni. Sagt var frá því í Morgunblaðinu á laugardaginn að sex skip stæðu í ströngu við leit austan við landið og að annar eins fjöldi skipa við þessa iðju væri fáheyrður.

„Menn freista þess núna að halda norður og svo vestur, en það hafa auðvitað verið vísbendingar um að loðnan hafi undanfarin ár verið að koma mun seinna norður en áður. Hún virðist vera mjög dreifð hérna úti fyrir Austurlandi – það er víða loðna en hún virðist ekki vera í neinni samþjöppun og hún hefur ekki mælst í því magni sem þarf til að geta opnað á veiði,“ segir Gunnþór í samtali við 200 mílur.

Afleiðingarnar gífurlegar

Gunnþór segist telja að töluvert vanti upp á magn loðnu …
Gunnþór segist telja að töluvert vanti upp á magn loðnu í mælingum til að hægt verði að gefa út kvóta.

Aðspurður segist Gunnþór telja að ekki verði gefinn út loðnukvóti í bráð, eins og staðan horfir við honum núna. „Nei, því miður. Ég held að það vanti töluvert upp á það, þó að fiskifræðingarnir viti það eflaust betur en ég. En vonin minnkar með hverjum deginum, það er bara þannig.“

Verði enginn kvóti gefinn út segir hann að afleiðingarnar verði gífurlegar fyrir mörg sjávarútvegsfyrirtæki, fólkið sem hjá þeim starfar og sömuleiðis ríkissjóð.

„Hundrað þúsund tonn af loðnu gefa ríkissjóði sennilega fjóra og hálfan milljarð í beinar tekjur, sem er einn þriðji af jarðgöngunum hérna. Þá er ótalið allt fólkið sem er að vinna við þetta og stólar á veiðarnar. Sjómennirnir og landverkafólkið. Svo eru það sveitasjóðir þessara stærstu uppsjávarplássa. Þetta kemur því mjög víða niður,“ segir hann.

„En, leitin heldur áfram fyrir norðan og vestan og við vonum að það komi eitthvað út úr því.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.24 558,73 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.24 503,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.24 332,79 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.24 217,26 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.24 221,12 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.24 222,80 kr/kg
Gullkarfi 18.3.24 234,41 kr/kg
Litli karfi 18.3.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.3.24 208,37 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.3.24 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 7.380 kg
Samtals 7.380 kg
18.3.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.868 kg
Ýsa 818 kg
Langa 137 kg
Keila 127 kg
Steinbítur 87 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.041 kg
18.3.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.803 kg
Ýsa 146 kg
Steinbítur 54 kg
Samtals 4.003 kg
18.3.24 Ás NS 78 Grásleppunet
Grásleppa 2.198 kg
Þorskur 772 kg
Skarkoli 197 kg
Samtals 3.167 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.24 558,73 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.24 503,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.24 332,79 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.24 217,26 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.24 221,12 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.24 222,80 kr/kg
Gullkarfi 18.3.24 234,41 kr/kg
Litli karfi 18.3.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.3.24 208,37 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.3.24 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 7.380 kg
Samtals 7.380 kg
18.3.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.868 kg
Ýsa 818 kg
Langa 137 kg
Keila 127 kg
Steinbítur 87 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.041 kg
18.3.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.803 kg
Ýsa 146 kg
Steinbítur 54 kg
Samtals 4.003 kg
18.3.24 Ás NS 78 Grásleppunet
Grásleppa 2.198 kg
Þorskur 772 kg
Skarkoli 197 kg
Samtals 3.167 kg

Skoða allar landanir »