Telur þorskinn vega á móti ýsunni

3% aukning aflamarks þorsks vegur á móti 28% lækkun aflamarks …
3% aukning aflamarks þorsks vegur á móti 28% lækkun aflamarks ýsu, að sögn sjávarútvegsráðherra. mbl.is/​Hari

„Það er mjög jákvætt að sjá þessa þriggja prósenta aukningu í þorskinum. Á móti því kemur síðan lækkun í ýsunni,“ segir Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, í samtali við mbl.is um ráðgjöf Hafró fyrir fiskveiðiárið 2019/2020.

„Í því sambandi er sjálfsagt að hafa í huga að hún (ýsan) hækkaði mikið í fyrra,“ segir ráðherrann og bendir á að ráðlagt aflamark ýsu nú vera svipað og var fyrir tveimur árum.

Hafró kynnti í morgun ráðgjöf sína vegna fiskveiðiársins 2019/2020. Þar kom fram að lagt sé til að lækka aflamark ýsu og fleiri tegunda, en hækka á aflamark þorsks í rúm 272 þúsund tonn.

Áhyggjur af nýliðunarbresti

„Helsta áhyggjuefnið er nýliðunarbrestur sem við erum að sjá í tegundum, sérstaklega gullkarfa og skötusel. Þetta er eitthvað sem við þurfum að fylgjast grannt með,“ segir hann.

Kristján þór Júlíusson.
Kristján þór Júlíusson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þá kveðst Kristján Þór ánægður með að það virðist hafa myndast „ákveðið jafnvægi í nytjastofnunum okkar sem hafa stækkað undanfarin ár. Samhliða þeim vexti hefur veiðiálagið minnkað.“

Spurður hvaða áhrif aflamarksbreytingarnar á árinu muni hafa á útflutningstekjur, svarar Kristján Þór að ekki liggi fyrir nánari úttekt um áhrif breytinganna. Þó telur hann að hækkun aflamarks á þorski vegi upp á móti lækkun aflamarks ýsunnar.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.7.20 305,79 kr/kg
Þorskur, slægður 2.7.20 317,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.7.20 442,18 kr/kg
Ýsa, slægð 2.7.20 287,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.7.20 59,78 kr/kg
Ufsi, slægður 2.7.20 88,57 kr/kg
Djúpkarfi 24.6.20 34,00 kr/kg
Gullkarfi 2.7.20 138,35 kr/kg
Litli karfi 15.6.20 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 29.6.20 79,33 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.7.20 Frídel ST-013 Handfæri
Þorskur 777 kg
Samtals 777 kg
2.7.20 Hjördís HU-016 Handfæri
Þorskur 436 kg
Karfi / Gullkarfi 3 kg
Samtals 439 kg
2.7.20 Óli Á Stað GK-099 Lína
Þorskur 3.911 kg
Karfi / Gullkarfi 356 kg
Hlýri 308 kg
Grálúða / Svarta spraka 31 kg
Keila 19 kg
Ýsa 13 kg
Samtals 4.638 kg
2.7.20 Gunnar Níelsson EA-555 Handfæri
Þorskur 784 kg
Samtals 784 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.7.20 305,79 kr/kg
Þorskur, slægður 2.7.20 317,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.7.20 442,18 kr/kg
Ýsa, slægð 2.7.20 287,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.7.20 59,78 kr/kg
Ufsi, slægður 2.7.20 88,57 kr/kg
Djúpkarfi 24.6.20 34,00 kr/kg
Gullkarfi 2.7.20 138,35 kr/kg
Litli karfi 15.6.20 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 29.6.20 79,33 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.7.20 Frídel ST-013 Handfæri
Þorskur 777 kg
Samtals 777 kg
2.7.20 Hjördís HU-016 Handfæri
Þorskur 436 kg
Karfi / Gullkarfi 3 kg
Samtals 439 kg
2.7.20 Óli Á Stað GK-099 Lína
Þorskur 3.911 kg
Karfi / Gullkarfi 356 kg
Hlýri 308 kg
Grálúða / Svarta spraka 31 kg
Keila 19 kg
Ýsa 13 kg
Samtals 4.638 kg
2.7.20 Gunnar Níelsson EA-555 Handfæri
Þorskur 784 kg
Samtals 784 kg

Skoða allar landanir »