Leki í báti úti fyrir Hornströndum

Björgunarsveitarmenn að störfum. Mynd úr safni.
Björgunarsveitarmenn að störfum. Mynd úr safni. Ljósmynd/Landsbjörg

Björgunarskip á Ísafirði og Bolungarvík voru kölluð út á áttunda tímanum í morgun vegna báts sem var í vanda þremur sjómílum norður af Kögri á Hornströndum. Leki hafði komið að bátnum í morgun vegna bilunar og þurfti að koma dælum um borð.

Björgunarskipið Kobbi Láka var komið að bátnum um 40 mínútum eftir að útkallið barst með dælur og var þá hafist handa við að dæla sjó úr bátnum. Fram kemur í fréttatilkynningu frá Landsbjörg að dælingin hafi gengið vel og tekist hafi að halda í við lekann.

„Stuttu síðar kom björgunarskipið Gísli Jóns á vettvang með fleiri dælur og þegar búið var að dæla vel af sjó úr bátnum var hann tekinn í tog. Gísli Jóns er nú á leiðinni með bátinn til Bolungarvíkur í fylgt Kobba Láka,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.8.19 358,38 kr/kg
Þorskur, slægður 21.8.19 378,51 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.8.19 258,91 kr/kg
Ýsa, slægð 21.8.19 283,99 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.8.19 110,08 kr/kg
Ufsi, slægður 21.8.19 143,47 kr/kg
Djúpkarfi 8.8.19 204,00 kr/kg
Gullkarfi 21.8.19 203,92 kr/kg
Litli karfi 15.8.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 8.8.19 300,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.8.19 Hólmi NS-056 Handfæri
Þorskur 746 kg
Samtals 746 kg
21.8.19 Tóti NS-036 Handfæri
Þorskur 679 kg
Samtals 679 kg
21.8.19 Helga Sæm ÞH-070 Handfæri
Þorskur 615 kg
Karfi / Gullkarfi 5 kg
Samtals 620 kg
21.8.19 Jóhanna G ÍS-056 Handfæri
Þorskur 447 kg
Samtals 447 kg
21.8.19 Glaumur NS-101 Handfæri
Þorskur 809 kg
Samtals 809 kg

Skoða allar landanir »