Heitur pottur í lykilhlutverki

Lísa Margrét Rúnarsdóttir og Elísabet Líf Theodórsdóttir á Blængi NK.
Lísa Margrét Rúnarsdóttir og Elísabet Líf Theodórsdóttir á Blængi NK. Ljósmynd/Hreinn Sigurðsson

Togarinn Blængur NK kom til hafnar í Neskaupstað um helgina eftir 26 daga veiðiferð. Aflinn í veiðiferðinni var 534 tonn upp úr sjó, mest ýsa og ufsi, að verðmæti 192 milljónir króna. Fyrstu dagar veiða voru fyrir austan land og síðan haldið vestur og mest veitt á Halanum og Deildargrunni, er haft eftir Theodór Haraldssyni skipstjóra á vef Síldarvinnslunnar.

Á vef félagsins er bent á að fáar konur séu í áhöfnum íslenskra togara en að í þessari veiðiferð hafi þær verið tvær. Lísa Margrét Rúnarsdóttir, sem er 21 árs, var að fara í sína þriðju veiðiferð á Blængi og Elísabet Líf Theodórsdóttir var að fara í sína fyrstu veiðiferð, en hún er 18 ára.

Báðar segjast ánægðar með starfið þótt því kunni að fylgja áskoranir.

Blængur NK í höfn í Neskaupstað.
Blængur NK í höfn í Neskaupstað. Ljósmynd/Hákon Ernuson

„Stundum er [vinnan í vinnslunni] einhæf og dálítið erfið. Það getur tekið á að standa í átta tíma og snyrta ýsu. En þetta eru störf sem allir um borð vinna af metnaði – allir leggjast á eitt um að vinna vel og ná sem mestum verðmætum út úr aflanum,“ er haft eftir Lísu Margréti sem er á leið til Slóvakíu í læknisnám.

„Fyrstu dagarnir voru dálítið erfiðir og ég var smásjóveik en sjóveikin rjátlaðist fljótt af mér og þá varð allt betra. Ég vann allan túrinn við snyrtingu á fiski og það er dálítið einhæf vinna og þreytandi og því mikilvægt að geta slappað af á frívöktum og þar gegnir heiti potturinn um borð lykilhlutverki,“ er haft eftir Elísabetu Líf, sem er nú á þriðja ári á náttúrufræðibraut í Verkmenntaskóla Austurlands.

Báðar segja þær heitapottinn um borð gegn lykilhlutverki svo hægt sé að slaka á eftir erfiðisvinnu. Jafnframt kváðust þær ánægðar að vera tvær um borð innan um 24 karlmenn, ekkert væri yfir þeim að kvarta.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 21.9.20 438,29 kr/kg
Þorskur, slægður 21.9.20 477,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.9.20 318,76 kr/kg
Ýsa, slægð 21.9.20 314,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.9.20 141,65 kr/kg
Ufsi, slægður 21.9.20 174,85 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.20 192,00 kr/kg
Gullkarfi 21.9.20 248,89 kr/kg
Litli karfi 19.8.20 16,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.9.20 Indriði Kristins BA-751 Lína
Þorskur 2.108 kg
Ýsa 2.081 kg
Steinbítur 193 kg
Hlýri 85 kg
Keila 45 kg
Ufsi 9 kg
Karfi / Gullkarfi 7 kg
Langa 5 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 4.536 kg
21.9.20 Von ÍS-213 Lína
Ýsa 4.324 kg
Þorskur 2.128 kg
Steinbítur 36 kg
Samtals 6.488 kg
21.9.20 Hlökk ST-066 Landbeitt lína
Ýsa 5.381 kg
Þorskur 3.062 kg
Steinbítur 40 kg
Hlýri 37 kg
Samtals 8.520 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 21.9.20 438,29 kr/kg
Þorskur, slægður 21.9.20 477,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.9.20 318,76 kr/kg
Ýsa, slægð 21.9.20 314,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.9.20 141,65 kr/kg
Ufsi, slægður 21.9.20 174,85 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.20 192,00 kr/kg
Gullkarfi 21.9.20 248,89 kr/kg
Litli karfi 19.8.20 16,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.9.20 Indriði Kristins BA-751 Lína
Þorskur 2.108 kg
Ýsa 2.081 kg
Steinbítur 193 kg
Hlýri 85 kg
Keila 45 kg
Ufsi 9 kg
Karfi / Gullkarfi 7 kg
Langa 5 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 4.536 kg
21.9.20 Von ÍS-213 Lína
Ýsa 4.324 kg
Þorskur 2.128 kg
Steinbítur 36 kg
Samtals 6.488 kg
21.9.20 Hlökk ST-066 Landbeitt lína
Ýsa 5.381 kg
Þorskur 3.062 kg
Steinbítur 40 kg
Hlýri 37 kg
Samtals 8.520 kg

Skoða allar landanir »