Heitur pottur í lykilhlutverki

Lísa Margrét Rúnarsdóttir og Elísabet Líf Theodórsdóttir á Blængi NK.
Lísa Margrét Rúnarsdóttir og Elísabet Líf Theodórsdóttir á Blængi NK. Ljósmynd/Hreinn Sigurðsson

Togarinn Blængur NK kom til hafnar í Neskaupstað um helgina eftir 26 daga veiðiferð. Aflinn í veiðiferðinni var 534 tonn upp úr sjó, mest ýsa og ufsi, að verðmæti 192 milljónir króna. Fyrstu dagar veiða voru fyrir austan land og síðan haldið vestur og mest veitt á Halanum og Deildargrunni, er haft eftir Theodór Haraldssyni skipstjóra á vef Síldarvinnslunnar.

Á vef félagsins er bent á að fáar konur séu í áhöfnum íslenskra togara en að í þessari veiðiferð hafi þær verið tvær. Lísa Margrét Rúnarsdóttir, sem er 21 árs, var að fara í sína þriðju veiðiferð á Blængi og Elísabet Líf Theodórsdóttir var að fara í sína fyrstu veiðiferð, en hún er 18 ára.

Báðar segjast ánægðar með starfið þótt því kunni að fylgja áskoranir.

Blængur NK í höfn í Neskaupstað.
Blængur NK í höfn í Neskaupstað. Ljósmynd/Hákon Ernuson

„Stundum er [vinnan í vinnslunni] einhæf og dálítið erfið. Það getur tekið á að standa í átta tíma og snyrta ýsu. En þetta eru störf sem allir um borð vinna af metnaði – allir leggjast á eitt um að vinna vel og ná sem mestum verðmætum út úr aflanum,“ er haft eftir Lísu Margréti sem er á leið til Slóvakíu í læknisnám.

„Fyrstu dagarnir voru dálítið erfiðir og ég var smásjóveik en sjóveikin rjátlaðist fljótt af mér og þá varð allt betra. Ég vann allan túrinn við snyrtingu á fiski og það er dálítið einhæf vinna og þreytandi og því mikilvægt að geta slappað af á frívöktum og þar gegnir heiti potturinn um borð lykilhlutverki,“ er haft eftir Elísabetu Líf, sem er nú á þriðja ári á náttúrufræðibraut í Verkmenntaskóla Austurlands.

Báðar segja þær heitapottinn um borð gegn lykilhlutverki svo hægt sé að slaka á eftir erfiðisvinnu. Jafnframt kváðust þær ánægðar að vera tvær um borð innan um 24 karlmenn, ekkert væri yfir þeim að kvarta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »