Viðskipti með Brim skili störfum í hérað

Sveitarstjórn skagafjarðar fagna því að tekist hefur að auka aflaheimildir …
Sveitarstjórn skagafjarðar fagna því að tekist hefur að auka aflaheimildir FISK Seafood. Vona þeir að heimildirnar skili fjölgun starfa. mbl.is/RAX

„Það er ástæða til þess að óska FISK Seafood og Kaupfélagi Skagfirðinga til hamingju með ávinning af nýlegri sölu sinni á hlutabréfum í Brimi. Aðallega er þó ástæða til þess að fagna því hvað þessi viðskipti færa mikil verðmæti aftur heim í hérað,“ segir í aðsendri grein frá öllum oddvitum í sveitarstjórn Skagafjarðar auk sveitarstjórans á Feyki í dag.

Útgerðarfélag Reykjavíkur keypti nýverið 10,8% af heildarhlutafé í Brimi hf. af FISK Seafood, sem er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga. Verðið var um átta milljarðar króna og var 4,6 milljarðar kaupverðsins 2.600 tonna aflaheimildir í þorski ýsu, ufsa og steinbíti.

Sveitarstjórnarfulltrúarnir fagna því að félag sem staðsett í sveitarfélaginu skuli eignast aukinn kvóta og eru vonir um að með auknum aflaheimildum muni störfum fjölga á svæðinu. Jafnframt er greint frá því að FISK Seafood hafi hagnast um 1,4 milljarða króna á viðskiptunum, en félagið keypti fyrst í Brim 18. ágúst á þessu ári.

Greinin í heild sinni:

Það er ástæða til þess að óska FISK Seafood og Kaupfélagi Skagfirðinga til hamingju með ávinning af nýlegri sölu sinni á hlutabréfum í Brimi. Aðallega er þó ástæða til þess að fagna því hvað þessi viðskipti færa mikil verðmæti aftur heim í hérað.

Við viljum sjá styrk fyrirtækisins nýttan sem mest til uppbyggingar í Skagafirði, en auðvitað vitum við að KS bæði á og verður að ávaxta fjármuni sína að einhverju marki í viðskiptatækifærum utan heimabyggðarinnar og jafnvel utan landsteinanna. það er því afar ánægjulegt þegar slíkum „útrásarverkefnum“ lýkur með vel heppnaðri sölu og umtalsverðri verðmætasköpun sem skilar sér beint inn í sveitarfélagið.

Mikilvægur búhnykkur

Það hefur ekki farið mikið fyrir fréttum af þessum „snúningi“ í fjölmiðlum og kannski þykir það ekkert tiltökumál þegar ævintýralegur hagnaður myndast í hlutabréfaviðskiptum á örskömmum tíma. Okkur finnst engu að síður ástæða til þess að vekja athygli á því hér á heimaslóðunum hvað þessi tilteknu viðskipti voru mikilvægur búhnykkur fyrir okkur.

Stutta sagan er þessi: Eftir að KS seldi hlut sinn í Högum hf. keypti dótturfélagið FISK Seafood þann 18. ágúst sl. ríflega 8% hlut í Brimi hf. Strax í kjölfar þeirra viðskipta bætti FISK Seafood við sig um 2% hlutafjár til viðbótar og eignaðist þannig alls 10.18% hlut fyrir ríflega 6,6 milljarða króna. Þann 8. september seldi FISK Seafood Útgerðarfélagi Reykjavíkur, sem nátengt er eignarhaldi Brims, þessa sömu hluti í félaginu fyrir tæplega átta milljarða króna.  Hagnaðurinn var um 1,4 milljarðar króna.

Meiri aflaheimildum fylgja störf

Fyrir okkur í sveitarfélaginu er aðalatriðið samt að Brim greiddi ríflega 4,6 milljarða kaupverðsins með rúmlega 2.600 tonna aflaheimildum í þorski, ýsu, ufsa og steinbíti. Það þýðir um 10% aukningu í aflaheimildum FISK Seafood í tonnum og um leið umtalsverða aukningu í umsvifum félagsins hér á heimaslóðunum. Ekki þarf að fjölyrða um beinar og óbeinar tekjur sveitarfélagsins af þeirri viðbót.

Það var mikilvæg stefnumörkun á sínum tíma að fara þá leið að halda fyrirtækinu í héraðslegri eigu í stað þess að fara með það á almennan markað með óvissum afleiðingum fyrir byggðarlagið. Sömuleiðis var það farsæl ákvörðun fyrir samfélagið að efla landvinnsluna og styrkja þannig atvinnugrunn greinarinnar í Skagafirði. Þessi áframhaldandi áhersla á að efla starfsemi FISK í héraðinu er þýðingarmikil fyrir sveitarfélagið.

Og talandi um hagnað er sjálfsagt að geta þess í lokin – og fagna um leið – að í sex mánaða uppgjöri FISK Seafood kemur fram að svokallaður EBIDTA hagnaður félagsins, þ.e. hagnaður fyrir skatta og fjármagnsliði, hefur þrefaldast. Með kaupunum telst okkur til að FISK Seafood sé orðið annað stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins og munar um að hafa slíkt félag í sveitarfélaginu. Það er gaman að sjá þann uppgang sem er hjá FISK Seafood og Kaupfélagi Skagfirðinga. Ástæða er til að fagna þessum árangri og óska stjórnendum félaganna og íbúum til hamingju.

Greinina rita Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar, Gísli Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórn, Stefán Vagn Stefánsson, oddviti Framsóknarflokksins, Bjarni Jónsson, oddviti VG og óháðra, og Ólafur Bjarni Haraldsson, oddviti Byggðalistans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 426,40 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,25 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 110,72 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 163,02 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Hólmi ÞH 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.279 kg
Skarkoli 40 kg
Samtals 3.319 kg
25.4.24 Þrasi VE 20 Handfæri
Þorskur 1.084 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.085 kg
25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 426,40 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,25 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 110,72 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 163,02 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Hólmi ÞH 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.279 kg
Skarkoli 40 kg
Samtals 3.319 kg
25.4.24 Þrasi VE 20 Handfæri
Þorskur 1.084 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.085 kg
25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg

Skoða allar landanir »