Þorskurinn á Vestfjarðamiðum vandveiddari en oft áður

Helga María AK.
Helga María AK. Ljósmynd/Brim

„Við erum á leiðinni norður á Vestfjarðamið eftir að hafa tekið karfa- og ufsaskammtinn á okkar heimaslóðum. Markmiðið nú er að veiða þorsk. Það er reyndar bræla á Vestfjarðamiðum núna en veðrið á að ganga niður og vonandi verður komið ágætisveiðiveiður þegar við komum á svæðið.“

Þetta er haft eftir Friðleifi Einarssyni, skipstjóra á Helgu Maríu AK, á vefsíðu Brims en rætt var við hann fyrr í dag. Veiðiferðin hófst að hans sögn á Fjöllunum suðvestur af Reykjanesi. Þar hafi þeir verið í hálfan annan sólarhring.

„Tókum ein tíu hol sem skiluðu um 75 tonna afla og þar með vorum við komnir með karfa- og ufsaskammtinn sem okkur var ætlaður. Gullkarfastofninn stendur sterkur en það er erfiðara að segja til með ufsann. Ufsinn er brellinn, kemur og fer en ef maður er á réttum stað á réttum tíma er hægt að fá mjög góða veiði.“

Þorskurinn á Vestfjarðamiðum er vandveiddari nú en oftast áður að hans sögn. „Hann virðist koma og fara. Veiðin getur blossað upp einn daginn en svo er ekkert að hafa þann næsta. Almennt séð virðist þorskurinn hafa færst austar og skipin hafa gjarnan farið af Halanum austur á Strandagrunn í leit sinni að þorski. Svo er einhver þorskveiði úti fyrir Norðurlandi en skipin eru svo fá að það er erfitt að átta sig á útbreiðslunni.“

Reiknar hann með því að vera kominn á veiðislóðina í nótt. Sennilega byrji hann veiðar í kantinum norðan við Víkurálinn og vinni sig norður eftir og endi á Halanum. Aflabrögð og veðrátta muni hins vegar ráða mestu um framhaldið.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.7.20 323,68 kr/kg
Þorskur, slægður 8.7.20 393,05 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.7.20 490,01 kr/kg
Ýsa, slægð 8.7.20 328,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.7.20 85,72 kr/kg
Ufsi, slægður 8.7.20 109,79 kr/kg
Djúpkarfi 24.6.20 34,00 kr/kg
Gullkarfi 8.7.20 208,28 kr/kg
Litli karfi 7.7.20 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 8.7.20 210,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.7.20 Tóki ST-100 Handfæri
Þorskur 1.577 kg
Ýsa 10 kg
Karfi / Gullkarfi 2 kg
Samtals 1.589 kg
8.7.20 Salómon Sig ST-070 Handfæri
Þorskur 219 kg
Samtals 219 kg
8.7.20 Frídel ST-013 Handfæri
Þorskur 386 kg
Ýsa 13 kg
Samtals 399 kg
8.7.20 Bogga ST-055 Handfæri
Þorskur 686 kg
Samtals 686 kg
8.7.20 Hanna ST-049 Handfæri
Þorskur 673 kg
Samtals 673 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.7.20 323,68 kr/kg
Þorskur, slægður 8.7.20 393,05 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.7.20 490,01 kr/kg
Ýsa, slægð 8.7.20 328,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.7.20 85,72 kr/kg
Ufsi, slægður 8.7.20 109,79 kr/kg
Djúpkarfi 24.6.20 34,00 kr/kg
Gullkarfi 8.7.20 208,28 kr/kg
Litli karfi 7.7.20 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 8.7.20 210,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.7.20 Tóki ST-100 Handfæri
Þorskur 1.577 kg
Ýsa 10 kg
Karfi / Gullkarfi 2 kg
Samtals 1.589 kg
8.7.20 Salómon Sig ST-070 Handfæri
Þorskur 219 kg
Samtals 219 kg
8.7.20 Frídel ST-013 Handfæri
Þorskur 386 kg
Ýsa 13 kg
Samtals 399 kg
8.7.20 Bogga ST-055 Handfæri
Þorskur 686 kg
Samtals 686 kg
8.7.20 Hanna ST-049 Handfæri
Þorskur 673 kg
Samtals 673 kg

Skoða allar landanir »