Steinunn SF er komin til Hafnar

Steinunn SF. Glæsilegt skip kemur að landi í góðu veðri.
Steinunn SF. Glæsilegt skip kemur að landi í góðu veðri. Ljósmynd/Sverrir Aðalsteinsson

Steinunn SF 10, nýr togbátur í skipastól Skinneyjar-Þinganess, kom til Hafnar á Hornafirði í dag. Fjöl­menni tók á móti skip­inu og á eftir bauðst fólki að koma um borð og skoða gripinn.

Togbáturinn nýi er einn sjö slíkra sem smíðaðir eru hjá  Vard í Bratt­va­ag  í Noregi og hafa verið að tínast til landsins að undanförnu. Úr þessum flota fara tveir bátar til Skinneyjar- Þinganess; það systurskipin Steinunn SF og Þinganes SF, en það síðarnefnda er væntanlegt til til landsins 21. desember næstkomandi.

Nýju skipin sjö eru litlir togarar, lengdin tæpir 30 metrar, breiddin 12 metrar og stærðin 611 brúttótonn. Íbúðir eru fyrir 13 manns og lestin tekur 80 tonn af fiski. „Steinunn SF fer til Hafnarfjarðar einhvern næstu daga þar sem sett verður um borð vinnslulína og ýmis annar búnaður. Báturinn fer svo í útgerð sennilega í byrjun febrúar næstkomandi,” segir Ásgeir Gunnarsson framkvæmdastjóri veiða hjá Skinney-Þinganesi.

Skipstjóri á Steinunni SF verður Erling Erlingsson og Þorgils Snorrason er aðalvélstjóri. 

Tilkomu nýju skipanna tveggja fylgir að tveir bátar sem fyrir voru, það er gamla Steinunn og gamla Hvanney, verða seldir til Nesfisks hf. í Garði. Þá hefur Þinganesið SF verið sett á söluskrá.  Því fækkar um eitt skip í flota félagsins. Þessu fylgir ennfremur að bolfiskveiðiskip Skinneyjar-Þinganess verða í framtíðinni fyrst og síðast á togveiðum en hætt verður að sækja á miðin með snurvoð og netum.

Ásgeir Gunnarsson framkvæmdastjóri veiða hjá Skinney Þinganesi, til vinstri, og …
Ásgeir Gunnarsson framkvæmdastjóri veiða hjá Skinney Þinganesi, til vinstri, og Ingvaldur Ásgeirsson einn af eigendum fyrirtæksins. Margrét Ásgeirsdóttir til vinstri. Ljósmynd/Sverrir Aðalsteinsson
Horft í land með myndavélum skipsins. Skreiðarskemmurnar við höfnina til …
Horft í land með myndavélum skipsins. Skreiðarskemmurnar við höfnina til vinstri á skjánum. Ljósmynd/Sverrir Aðalsteinsson
Ljósum prýtt skip í heimahöfn.
Ljósum prýtt skip í heimahöfn. Ljósmynd/Sverrir Aðalsteinsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 426,40 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,25 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 114,63 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 163,11 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Bjargfugl RE 55 Grásleppunet
Grásleppa 485 kg
Þorskur 32 kg
Rauðmagi 5 kg
Skarkoli 4 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 529 kg
26.4.24 Kambur HU 24 Grásleppunet
Grásleppa 2.813 kg
Þorskur 262 kg
Skarkoli 32 kg
Ýsa 10 kg
Þykkvalúra 5 kg
Rauðmagi 5 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 3.130 kg
26.4.24 Dagrún HU 121 Grásleppunet
Grásleppa 2.877 kg
Þorskur 167 kg
Skarkoli 47 kg
Ýsa 9 kg
Ufsi 7 kg
Rauðmagi 1 kg
Þykkvalúra 1 kg
Samtals 3.109 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 426,40 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,25 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 114,63 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 163,11 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Bjargfugl RE 55 Grásleppunet
Grásleppa 485 kg
Þorskur 32 kg
Rauðmagi 5 kg
Skarkoli 4 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 529 kg
26.4.24 Kambur HU 24 Grásleppunet
Grásleppa 2.813 kg
Þorskur 262 kg
Skarkoli 32 kg
Ýsa 10 kg
Þykkvalúra 5 kg
Rauðmagi 5 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 3.130 kg
26.4.24 Dagrún HU 121 Grásleppunet
Grásleppa 2.877 kg
Þorskur 167 kg
Skarkoli 47 kg
Ýsa 9 kg
Ufsi 7 kg
Rauðmagi 1 kg
Þykkvalúra 1 kg
Samtals 3.109 kg

Skoða allar landanir »