„Öskrað eftir fiski á erlendum mörkuðum“

Slæmt veður, erfiðar veiðar og mikil eftirspurn erlendis veldur því …
Slæmt veður, erfiðar veiðar og mikil eftirspurn erlendis veldur því að verð á fiskmörkuðum hefur hækkað mikið, að sögn Arons Baldurssonar, framkvæmdastjóra Fiskmarkaðs Íslands. mbl.is/Golli

„Það er mjög mikill skortur,“ segir Aron Baldursson, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðar Íslands, í samtali við 200 mílur um stöðuna á fiskmörkuðum. Verð hefur verið í hæstu hæðum undanfarna daga og hefur meðalverð á þorski farið hæst í um 550 krónur kílóið og fyrir stóra fiska í 680 upp undir 700 krónur, að sögn Arons.

„Þetta eru ofboðslega há verð,“ segir hann og tekur fram að stöðuna á markaði óvenjulega.

Spurður hvort veðurfarið hafi haft áhrif á hráefnisskortinn svarar hann: „Já. Það er bæði veður og veiðar, það virðist erfitt að sækja þessa fiska þegar tækifæri gefst til þess. Náttúran spilar stóran þátt.“ Hann segir hinsvegar engan vera að „fara á taugum“ vegna ástandsins og að veðrið hljóti að batna á næstunni.

Það er hins vegar ekki einungis aðstæður hér á landi sem valda háu verði, að sögn framkvæmdastjórans. „Skorturinn úti er alveg rosalegur, það er alveg öskrað eftir fiski á erlendum mörkuðum og það skilar sér alla leið fyrir markaðinn. Svo verður ennþá meiri spenna þegar kemur ekkert að landi og enginn kemst á sjó. Þetta eru allt samverkandi þættir,“ útskýrir Aron.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.8.20 378,85 kr/kg
Þorskur, slægður 7.8.20 345,17 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.8.20 380,47 kr/kg
Ýsa, slægð 7.8.20 253,34 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.8.20 100,29 kr/kg
Ufsi, slægður 7.8.20 124,21 kr/kg
Djúpkarfi 28.7.20 12,00 kr/kg
Gullkarfi 7.8.20 348,34 kr/kg
Litli karfi 7.7.20 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 7.8.20 246,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.8.20 Kristján HF-100 Lína
Keila 471 kg
Hlýri 231 kg
Karfi / Gullkarfi 102 kg
Þorskur 66 kg
Steinbítur 52 kg
Samtals 922 kg
7.8.20 Straumey EA-050 Lína
Ýsa 2.663 kg
Þorskur 1.998 kg
Steinbítur 325 kg
Langa 150 kg
Skarkoli 72 kg
Hlýri 45 kg
Karfi / Gullkarfi 18 kg
Keila 12 kg
Ufsi 9 kg
Grálúða / Svarta spraka 6 kg
Samtals 5.298 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.8.20 378,85 kr/kg
Þorskur, slægður 7.8.20 345,17 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.8.20 380,47 kr/kg
Ýsa, slægð 7.8.20 253,34 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.8.20 100,29 kr/kg
Ufsi, slægður 7.8.20 124,21 kr/kg
Djúpkarfi 28.7.20 12,00 kr/kg
Gullkarfi 7.8.20 348,34 kr/kg
Litli karfi 7.7.20 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 7.8.20 246,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.8.20 Kristján HF-100 Lína
Keila 471 kg
Hlýri 231 kg
Karfi / Gullkarfi 102 kg
Þorskur 66 kg
Steinbítur 52 kg
Samtals 922 kg
7.8.20 Straumey EA-050 Lína
Ýsa 2.663 kg
Þorskur 1.998 kg
Steinbítur 325 kg
Langa 150 kg
Skarkoli 72 kg
Hlýri 45 kg
Karfi / Gullkarfi 18 kg
Keila 12 kg
Ufsi 9 kg
Grálúða / Svarta spraka 6 kg
Samtals 5.298 kg

Skoða allar landanir »