Litlar líkur á loðnuveiði

Árni Friðriksson, skip Hafrannsóknastofnunar, tók þátt í leitinni ásamt fjórum …
Árni Friðriksson, skip Hafrannsóknastofnunar, tók þátt í leitinni ásamt fjórum öðrum skipum. mbl.is/Pétur Kristjánsson

„Það má segja að þetta hafi verið vonbrigði. Á heildina litið var þetta lítið magn sem við vorum að sjá en við erum ekki búnir að vinna úr gögnunum þannig að það er ekki komin lokaniðurstaða. En ég get alveg sagt það hér og nú að okkar mat er að þetta var ansi lítið sem við vorum að sjá og ekki líklegt að það verði gefin ráðgjöf um veiðar byggt á þessari mælingu.“

Þetta segir Birkir Bárðarson fiskifræðingur í samtali við mbl.is. Hann var leiðangursstjóri í viðamikilli leit að loðnu sem fimm skip tóku þátt í á dögunum.

„Þetta var krefjandi, það voru erfiðar veðuraðstæður og við lentum líka í hindrunum út af ís. Við fórum frá Kaldbaksgrunni fyrir suðaustan land og leituðum fyrir Austfjörðum, Norðausturlandi og vestur fyrir Vestfirði,“ segir hann.

Meira af loðnu vestur af landi

Heilt yfir bar leitin lítinn árangur en stöku torfur sáust fyrir austan og fyrir norðausturlandi. Fyrir vestan, um 30 mílur vestan við Kolbeinseyjarhrygg, fannst meira af loðnu en þó ekki mikið magn.

Það stendur þó ekki til að leggja árar í bát því önnur leit mun fara fram í byrjun febrúar og þá mun endanlega koma í ljós hver staðan er.

Leita aftur í febrúar

„Þá fyrst munum við fá almennilegt mat á það hvort að þessi mæling var góð eða ekki. Við vorum bæði að glíma við stuttan veðurglugga núna og íshindranir þannig að það kemur ekki í ljós fyrr en í febrúar,“ útskýrir Birkir og bætir við:

„Það er einn árgangur sem er uppistaðan í veiðinni á hverri vertíð og við erum búnir að mæla þennan árgang, það er 2017 árgangurinn, fyrst haustið 2018 sem ungloðnu og þá mældist hann mjög lítill. Svo aftur núna síðasta haust sem tveggja ára loðnu og það gaf líka lítið magn þannig að vísbendingarnar gefa ekki tilefni til bjartsýni.“

Birkir segir loðnuna þó þannig að hún geti komið á óvart og það verði að koma á daginn í febrúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 392,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 201,19 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,74 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,39 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Ísak Örn HU 151 Grásleppunet
Grásleppa 1.072 kg
Þorskur 94 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 1.170 kg
26.4.24 Uggi VE 272 Handfæri
Þorskur 555 kg
Ufsi 34 kg
Karfi 12 kg
Ýsa 9 kg
Samtals 610 kg
26.4.24 Elley EA 250 Grásleppunet
Grásleppa 1.844 kg
Samtals 1.844 kg
26.4.24 Hafey SK 10 Grásleppunet
Grásleppa 1.175 kg
Þorskur 109 kg
Rauðmagi 12 kg
Steinbítur 4 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 1.303 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 392,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 201,19 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,74 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,39 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Ísak Örn HU 151 Grásleppunet
Grásleppa 1.072 kg
Þorskur 94 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 1.170 kg
26.4.24 Uggi VE 272 Handfæri
Þorskur 555 kg
Ufsi 34 kg
Karfi 12 kg
Ýsa 9 kg
Samtals 610 kg
26.4.24 Elley EA 250 Grásleppunet
Grásleppa 1.844 kg
Samtals 1.844 kg
26.4.24 Hafey SK 10 Grásleppunet
Grásleppa 1.175 kg
Þorskur 109 kg
Rauðmagi 12 kg
Steinbítur 4 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 1.303 kg

Skoða allar landanir »