Laxadauði í auknum mæli vegna erfiðra aðstæðna

Arnarlax er með eldi í fjörðum Vestfjarða en aðstæður í …
Arnarlax er með eldi í fjörðum Vestfjarða en aðstæður í Arnarfirði hafa verið sérstaklega erfiðar frá því í byrjun desember. Mynd úr safni. Mynd/mbl.is

Slátrun lax úr kvíum fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax í Hringdal í Arnarfirði hefur nánast legið niðri undanfarnar vikur með þeim afleiðingum að laxinn hefur verið að safnast upp í kvíunum og drepast í auknum mæli. Arnarlax leitar nú leiða til að auka slátrunarmagn svo hægt sé að tæma kvíarnar.

Þetta kemur fram í skriflegu svari Arnarlax til mbl.is.

Fyrirtækið hefur verið í samstarfi við MAST í hátt í tvær vikur vegna stöðunnar sem komin er upp í Arnarfirði og er afleiðing þróunar sem hófst í byrjun desember. Arnarlax er með lax í fimm kvíum í Arnarfirði og nú hafa safnast upp um fjögur þúsund tonn af laxi sem kominn er yfir 5 kg og því tilbúinn til slátrunar.

Erfið tíð síðan í byrjun desember

„Við höfum séð að það hefur stefnt í óefni út af því að það hefur hlaðist upp sláturlax. Bæði hefur verið erfitt að ná í fiskinn út af veðurfarslegum aðstæðum og eins hefur verið mjög erfitt að koma afurðum í burtu. Það hafa allir vegir verið lokaðir frá því í byrjun desember,“ segir Gísli Jónsson, dýralæknir fisksjúkdóma hjá MAST, í samtali við mbl.is.

Ef allt væri eðlilegt væri verið að slátra 80 til 100 tonnum af laxi á dag en hún hefur verið töluvert minni meðal annars vegna veðurs. Þá höfðu snjóflóð á Vestfjörðum áhrif enda var einn bátur Arnarlax sendur á Flateyri til að aðstoða við björgunaraðgerðir þar.

Hluti laxins deyr vegna sýkinga og baktería

„Síðan við þessar aðstæður, þegar hiti í sjó er kominn niður í tvær og hálfa gráðu vill fiskurinn oft færa sig niður og þegar þessar óveðurslægðir eru svona djúpar þá eru straumköstin alveg gífurleg. Við þessar aðstæður er lítill hluti fisksins sem nuddar sér við nótina og það er nóg til þess að bakteríur og ákveðnir sýklar sem valda sárum komist í fiskinn. Það getur leitt til dauða á einhverjum vikum,“ segir Gísli og bætir við:

„En það er bara brot af þessum fjögur þúsund tonnum. Okkur fannst þetta vera orðið þannig í síðustu viku að nú skyldum við taka það skref að fá aðstoð við slátrun. Þeir hjá Arnarlaxi hafa verið samviskusamlegir við að upplýsa um stöðuna enda mikið í húfi.“

Bakteríurnar eru að sögn Gísla ekki hættulegar heilbrigðum fiskum heldur séu þær hefðbundnar í þessu umhverfi en geti leitt til veikinda og dauða komist þær í opin sár. Þegar fiskar deyja af slíkum völdum getur það tekið fimm daga og upp í hálfan mánuð þangað til dauður fiskur flýtur upp á yfirborðið og þá þurfi að fjarlægja hann.

Reyna að fá aðstoð við slátrun

Samkvæmt heimildum mbl.is er verið að skoða það að reyna að fá skip frá Noregi til að aðstoða við slátrun en einnig er verið að skoða samstarf við Búlandstind á Djúpavogi og Bakkafrost frá Færeyjum.

Í skriflegu svari Arnarlax segir að fyrirtækið sé með samning við fyrirtækið Hordofor frá Noregi og að skip þaðan sé væntanlegt í næstu viku. Skipið muni þó ekki aðstoða við slátrun heldur einungis sækja fiskimjöl samkvæmt samningi sem Arnarlax hefur gert við Hordofor.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 13.10.24 521,36 kr/kg
Þorskur, slægður 13.10.24 566,43 kr/kg
Ýsa, óslægð 13.10.24 279,31 kr/kg
Ýsa, slægð 13.10.24 251,25 kr/kg
Ufsi, óslægður 13.10.24 262,28 kr/kg
Ufsi, slægður 13.10.24 255,72 kr/kg
Djúpkarfi 3.10.24 196,31 kr/kg
Gullkarfi 13.10.24 222,98 kr/kg
Litli karfi 25.9.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 13.10.24 251,51 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.10.24 Haukafell SF 111 Handfæri
Ufsi 569 kg
Þorskur 466 kg
Samtals 1.035 kg
12.10.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 6.151 kg
Ýsa 2.333 kg
Langa 264 kg
Ufsi 171 kg
Keila 150 kg
Steinbítur 97 kg
Karfi 43 kg
Skarkoli 17 kg
Hlýri 4 kg
Samtals 9.230 kg
12.10.24 Geirfugl GK 66 Línutrekt
Ýsa 81 kg
Steinbítur 60 kg
Þorskur 24 kg
Hlýri 23 kg
Samtals 188 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 13.10.24 521,36 kr/kg
Þorskur, slægður 13.10.24 566,43 kr/kg
Ýsa, óslægð 13.10.24 279,31 kr/kg
Ýsa, slægð 13.10.24 251,25 kr/kg
Ufsi, óslægður 13.10.24 262,28 kr/kg
Ufsi, slægður 13.10.24 255,72 kr/kg
Djúpkarfi 3.10.24 196,31 kr/kg
Gullkarfi 13.10.24 222,98 kr/kg
Litli karfi 25.9.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 13.10.24 251,51 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.10.24 Haukafell SF 111 Handfæri
Ufsi 569 kg
Þorskur 466 kg
Samtals 1.035 kg
12.10.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 6.151 kg
Ýsa 2.333 kg
Langa 264 kg
Ufsi 171 kg
Keila 150 kg
Steinbítur 97 kg
Karfi 43 kg
Skarkoli 17 kg
Hlýri 4 kg
Samtals 9.230 kg
12.10.24 Geirfugl GK 66 Línutrekt
Ýsa 81 kg
Steinbítur 60 kg
Þorskur 24 kg
Hlýri 23 kg
Samtals 188 kg

Skoða allar landanir »