Malín Brand ekki á sjóinn með Þórði

Malín Brand hefur fest kaup á bátnum sem sökk í …
Malín Brand hefur fest kaup á bátnum sem sökk í Hofsóshöfn ásamt unnusta sínum Þórði Bragasyni. Ljósmynd/Samsett

„Nú er farið að koma olía, það eru góðar fréttir,“ segir Þórður Bragason er blaðamaður nær sambandi við hann, en Þórður er staddur á Hofsósi ásamt Vilmundi Óskarssyni, frænda sínum sem kenndur er við Vorsólina ÍS-80, að dæla sjó úr vél bátsins sem sökk í höfninni á Hofsósi í óveðrinu í desember.

Þórður keypti bátinn ásamt unnustu sinni Malínu Brand á uppboði tryggingafélagsins VÍS. „Ég veit ekki hvort hún verður með mér á sjónum,“ segir hann. „Það væri nú gaman,“ svarar Malín spurð hvort hún hyggist stunda sjómennsku. „En ég ætla að nýta tímann og skrifa bók sem tengist sjávarútvegi, útgerð á Suðureyri og þeirri merku sögu,“ bætir hún við.

Klárar bókina á meðan Þórður er að veiðum

„Ég og Vilmundur erum hérna sveittir á Hofsósi að skoða kafbátinn stóra. Þetta lítur allt út eins og ég vonaði og ég var bjartsýnn,“ segir Þórður sem viðurkennir að það kunni að þurfa talsverða vinnu að koma bátnum í nothæft ástand.

Vilmundur Óskarsson.
Vilmundur Óskarsson. Ljósmynd/Aðsend

Báturinn, sem áður hefur borið nafnið Ásmundur og Selurinn Snorri, er línubátur í krókaflamarkskerfinu. Spurður hvort hann hyggist sækja í strandveiðarnar í sumar segir Þórður það koma til greina. „Ef hann verður tilbúinn í sumar, þá verður væntanlega gert eitthvað svoleiðis.“ Kveðst hann ætla að fara með bátinn til Suðureyrar.

Malín segist stefna á að klára bókina í sumar á meðan Þórður sækir sjóinn. „Þannig að á meðan hann gerir út frá Suðureyri þá ætla ég að skrifa eins og brjálæðingur. Ég ætla að nýta friðinn og anda staðarins. Þetta er svo góður staður og gjöful fiskimið þarna allt umkring, enda hefur þetta verið kallað gullkistan,“ segir hún.

Ætlaði í partý en keypti hús

Er blaðamaður spyr hvernig það kom til að fest voru kaup á þessum báti svarar Þórður: „Kveikjan af þessu var sú, ég var að spila í hljómsveit í gamla daga og svo vorum við að fara að spila á heimaslóðum á Suðureyri í Súgandafirði og í staðinn fyrir að fara í villt partý, þá keyptum við óvart hús í staðinn. Og þegar maður er kominn með hús á Súganda þá er náttúrulega kjánalegt að eiga ekki bát. Það vita allir.“

Báturinn var smíðaður á Stokkseyri árið 1993.
Báturinn var smíðaður á Stokkseyri árið 1993. Ljósmynd/Davíð Fjölnir Ármannsson

Þórður segist hafa hætt sjómennsku árið 1995, en eitthvað í undirmeðvitundinni hafi kallað á sjóinn. „Ég hélt ég væri hættur. Mig langar ekki að fara á togara aftur eða þetta sama far og ég var í en það að fá að fara út þegar maður vill, gera það sem maður vill og kljást við náttúruöflin það er allt annað. [...] Þetta var kannski að einhverju leyti stundarbrjálæði, en hefur verið áratugi í undirbúningi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.24 559,44 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.24 503,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.24 331,72 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.24 216,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.24 220,69 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.24 222,80 kr/kg
Gullkarfi 18.3.24 233,55 kr/kg
Litli karfi 18.3.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.3.24 194,27 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.3.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.868 kg
Ýsa 818 kg
Langa 137 kg
Keila 127 kg
Steinbítur 87 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.041 kg
18.3.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.803 kg
Ýsa 146 kg
Steinbítur 54 kg
Samtals 4.003 kg
18.3.24 Ás NS 78 Grásleppunet
Grásleppa 2.198 kg
Þorskur 772 kg
Skarkoli 197 kg
Samtals 3.167 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.24 559,44 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.24 503,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.24 331,72 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.24 216,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.24 220,69 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.24 222,80 kr/kg
Gullkarfi 18.3.24 233,55 kr/kg
Litli karfi 18.3.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.3.24 194,27 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.3.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.868 kg
Ýsa 818 kg
Langa 137 kg
Keila 127 kg
Steinbítur 87 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.041 kg
18.3.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.803 kg
Ýsa 146 kg
Steinbítur 54 kg
Samtals 4.003 kg
18.3.24 Ás NS 78 Grásleppunet
Grásleppa 2.198 kg
Þorskur 772 kg
Skarkoli 197 kg
Samtals 3.167 kg

Skoða allar landanir »