Kjaraviðræður skipverja Herjólfs sigldar í strand

Deiluaðilar hafa óskað eftir því að ríkissáttasemjari leiði viðræður.
Deiluaðilar hafa óskað eftir því að ríkissáttasemjari leiði viðræður. Mynd/mbl.is

Hvorki gengur né rekur í viðræðum samninganefnda Sjómannafélags Íslands og Herjólfs ohf. í kjaradeilu skipverja Herjólfs. Sáttafundi, sem hófst klukkan tíu í morgun, lauk nú rétt fyrir hádegi í dag og niðurstaðan var sú að óska eftir því að ríkissáttasemjari taki að sér að leiða viðræðurnar.

Þetta staðfestir Jónas Garðarsson, formaður samninganefndar Sjómannafélags Íslands, í samtali við mbl.is.

Kjaradeilan hefur nú staðið yfir í þó nokkurn tíma, með hléum þó, og var henni vísað til ríkissáttasemjara í febrúar síðastliðnum þó að lítið hafi verið um fundi á þeim vettvangi að sögn Jónasar. Nú er hins vegar ljóst að aðkomu sáttasemjara er þörf.

Náðu ekki saman á grundvelli viðræðuáætlunar

Sjómannafélag Íslands boðaði þrjár vinnustöðvanir í júlí en áður en sú þriðja hófst ákvað félagið að hverfa frá henni og deiluaðilar samþykktu viðræðuáætlun. 

„Menn eru búnir að funda í tvígang um hana og niðurstaðan er sú að menn ná ekki saman á þeim grundvelli þannig að ríkissáttasemjari þarf að koma að málum og leiða menn í gegnum þetta,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf., í samtali við mbl.is.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.7.24 548,75 kr/kg
Þorskur, slægður 26.7.24 540,89 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.7.24 373,46 kr/kg
Ýsa, slægð 26.7.24 153,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.7.24 161,40 kr/kg
Ufsi, slægður 26.7.24 208,59 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 26.7.24 543,91 kr/kg
Litli karfi 23.7.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.7.24 Hafrafell SU 65 Lína
Steinbítur 958 kg
Þorskur 196 kg
Keila 38 kg
Skarkoli 26 kg
Samtals 1.218 kg
26.7.24 Arnþór EA 37 Handfæri
Þorskur 782 kg
Ufsi 133 kg
Samtals 915 kg
26.7.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 756 kg
Ufsi 482 kg
Samtals 1.238 kg
26.7.24 Gísli EA 221 Handfæri
Þorskur 2.199 kg
Ufsi 26 kg
Samtals 2.225 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.7.24 548,75 kr/kg
Þorskur, slægður 26.7.24 540,89 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.7.24 373,46 kr/kg
Ýsa, slægð 26.7.24 153,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.7.24 161,40 kr/kg
Ufsi, slægður 26.7.24 208,59 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 26.7.24 543,91 kr/kg
Litli karfi 23.7.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.7.24 Hafrafell SU 65 Lína
Steinbítur 958 kg
Þorskur 196 kg
Keila 38 kg
Skarkoli 26 kg
Samtals 1.218 kg
26.7.24 Arnþór EA 37 Handfæri
Þorskur 782 kg
Ufsi 133 kg
Samtals 915 kg
26.7.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 756 kg
Ufsi 482 kg
Samtals 1.238 kg
26.7.24 Gísli EA 221 Handfæri
Þorskur 2.199 kg
Ufsi 26 kg
Samtals 2.225 kg

Skoða allar landanir »