Hálfrar aldar athafnasaga við Tálknafjörð

Haug I tók þátt í hvalveiðunum og kom með dýrin …
Haug I tók þátt í hvalveiðunum og kom með dýrin til hvalveiðistöðvarinnar á Suðureyri og var talsverð starfsemi á staðnum en hvalveiðarnar lögðust af við upphaf seinni heimsstyrjaldarinnar. Úr myndasafni Péturs A. Ólafssonar

Pétur Bjarnason gefur út bók um sögu Suðureyrar við Tálknafjörð. Á býlinu voru starfræktar hvalveiðistöðvar og selveiðistöð.

„Ég var í sagnfræðinámi við Háskóla Íslands. Hugurinn leitaði til æskustöðvanna á Tálknafirði þegar ég var að leita að efni fyrir ritgerð í einhverjum áfanganum,“ segir Pétur Bjarnason, fyrrverandi fræðslustjóri Vestfjarða, um tildrög þess að hann fór að kynna sér athafnasögu Suðureyrar við Tálknafjörð. Hann ólst upp á Sveinseyri, norðan Tálknafjarðar, og þaðan blasa rústir hvalveiðistöðvarinnar á Suðureyri við augum.

Pétur Bjarnason.
Pétur Bjarnason.

Við vinnu sína við ritgerðina komst Pétur í samband við Bolla A. Ólafsson, barnabarn og uppeldisson Péturs A. Ólafssonar, konsúls á Patreksfirði, sem gerði út skip til selveiða í Grænlandsísnum og starfrækti hvalveiðistöðina á Suðureyri. Hjá Bolla fékk hann aðgang að ýmsum skjölum úr dánarbúi afa hans.

Pétur skilaði ritgerð sinni og birti síðar í Ársriti Sögufélags Ísfirðinga. Nú hefur Pétur gert efninu ítarlegri skil og gefið út á bók.

Saga selveiða Íslendinga

Norðmenn byggðu hvalveiðistöð á Suðureyri og starfræktu á árunum 1893 til 1911. Pétur A. Ólafsson hóf aftur rekstur hvalstöðvar á árinu 1935 og rak hana í fimm ár. Áður hafði hann gert þaðan út selveiðiskipið Kóp til veiða í Grænlandsísnum. Pétur gerir selveiðisögunni skil og öðrum selveiðitilraunum Íslendinga enda segir hann að það hafi ekki verið gert áður með heillegum hætti.

Í bókinni er ágrip af sögu þéttbýlisins á Tálknafirði og býlisins Suðureyrar sem í nokkra áratugi varð vettvangur mikillar athafnasemi.

Þótt tímans tönn hafi unnið á mannvirkjum gömlu hvalstöðvarinnar á …
Þótt tímans tönn hafi unnið á mannvirkjum gömlu hvalstöðvarinnar á Suðureyri við Tálknafjörð má þar enn sjá stórbrotnar minjar um forna atvinnuhætti. mbl.isHelgi Bjarnason

Hvalveiðarnar lögðust af í upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar því markaðir fyrir afurðirnar lokuðust og hvalbátarnir komust ekki frá Noregi. Þá hefur Pétur heimildir fyrir því að óeining hafi verið komin í hluthafahópinn sem endaði með því að Pétur sagði sig úr stjórn. Suðureyri lagðist síðan í eyði upp úr 1960.

Slæmur vegur er út hlíðina við sunnanverðan Tálknafjörð. Þangað leggja þó margir ferðamenn leið sína til að skoða rústir stöðvarinnar. Þar er hlaðinn skorsteinn mest áberandi, byggður af Norðmönnum við upphaf hvalveiða. Einnig sjást múrsteinshleðslur annarra mannvirkja. Þá eru á Suðureyri sumarbústaðir afkomenda síðustu ábúenda jarðarinnar.

Þorpið norðan fjarðar

Vegna hvalveiðistöðvarinnar og útgerðar frá Suðureyri var meiri athafnasemi og atvinna vestan Tálknafjarðar en norðan yfir sumartímann. Því má velta því fyrir sér hvers vegna þéttbýlið byggðist upp norðan fjarðarins. „Þetta var talið erfitt svæði, lítil og hömrum gyrt eyri. Til þess að komast þangað þurfti að fara um grýtta hlíð og vegur var ekki lagður þar um fyrr en eftir miðja síðustu öld,“ segir Pétur. Þegar frystihús var byggt árið 1946 var því valinn staður í Tunguþorpi og byggðist þorpið í kringum það. Telur Pétur að það hafi haft áhrif að byggðin innan til í firðinum var fjölmennari og því auðveldara að manna vinnslu þar. Þar hafi og verið komið kaupfélag, skóli, samkomuhús og sundlaug. Síðast en ekki síst sé lífhöfn í öllum veðrum í Hópinu.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.7.21 400,75 kr/kg
Þorskur, slægður 29.7.21 362,64 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.7.21 392,33 kr/kg
Ýsa, slægð 29.7.21 283,06 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.7.21 122,97 kr/kg
Ufsi, slægður 29.7.21 150,85 kr/kg
Djúpkarfi 29.7.21 228,00 kr/kg
Gullkarfi 29.7.21 593,95 kr/kg
Litli karfi 14.7.21 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 26.7.21 62,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.7.21 Bobby 9 ÍS-369 Sjóstöng
Þorskur 52 kg
Steinbítur 41 kg
Ýsa 21 kg
Samtals 114 kg
30.7.21 Bobby 10 ÍS-370 Sjóstöng
Þorskur 81 kg
Samtals 81 kg
30.7.21 Bobby 8 ÍS-368 Sjóstöng
Þorskur 75 kg
Samtals 75 kg
30.7.21 Bobby 7 ÍS-367 Sjóstöng
Þorskur 54 kg
Samtals 54 kg
30.7.21 Bobby 5 ÍS-365 Sjóstöng
Þorskur 97 kg
Samtals 97 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.7.21 400,75 kr/kg
Þorskur, slægður 29.7.21 362,64 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.7.21 392,33 kr/kg
Ýsa, slægð 29.7.21 283,06 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.7.21 122,97 kr/kg
Ufsi, slægður 29.7.21 150,85 kr/kg
Djúpkarfi 29.7.21 228,00 kr/kg
Gullkarfi 29.7.21 593,95 kr/kg
Litli karfi 14.7.21 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 26.7.21 62,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.7.21 Bobby 9 ÍS-369 Sjóstöng
Þorskur 52 kg
Steinbítur 41 kg
Ýsa 21 kg
Samtals 114 kg
30.7.21 Bobby 10 ÍS-370 Sjóstöng
Þorskur 81 kg
Samtals 81 kg
30.7.21 Bobby 8 ÍS-368 Sjóstöng
Þorskur 75 kg
Samtals 75 kg
30.7.21 Bobby 7 ÍS-367 Sjóstöng
Þorskur 54 kg
Samtals 54 kg
30.7.21 Bobby 5 ÍS-365 Sjóstöng
Þorskur 97 kg
Samtals 97 kg

Skoða allar landanir »