Heildartekjur námu 280 milljörðum

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdarstjóri SFS.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdarstjóri SFS. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heildartekjur í sjávarútvegi námu 280 milljörðum króna í fyrra og jókst framlegð hlutfallslega úr 22% í 26%. Hagnaður eykst einnig úr 27 milljörðum króna í rúma 43 milljarða króna.

Þetta kemur fram í kynningu frá Deloitte á Sjávarútvegsdeginum 2020, sem fór fram í dag. Niðurstaðan byggist á ársuppgjörum fyrirtækja sem hafa yfir að ráða tæplega 90% af úthlutuðu aflamarki og er skalað upp í 100%.

Fjárhæð veiðigjalds fór úr 11,3 milljörðum króna í 6,6 milljarða króna.Viðmiðunarár við veiðigjald 2019 var árið 2017, en í kynningunni kom fram að afkoma í fiskveiðum árið 2017 hafi verið óviðunandi. Það ár námu heildartekjur í jávarútvegi aðeins 235 milljörðum króna.

Reiknaður tekjuskattur hækkaði um 50% úr 6 milljörðum króna í 9 milljarða króna. Arðgreiðslur námu 10,7 milljónum króna, borið saman við 12,3 milljarða króna árið 2018.

Góður gangur var í fiskeldi á Íslandi í fyrra. Tekjur námu þar tæpum 30 milljörðum króna og framleitt magn jókst úr rúmum 19 þúsund tonnum í 34 þúsund tonn. Útflutningsverðmæti nánast tvöfaldaðist, jókst frá fyrra úr rúmum 13 milljörðum króna í 25 milljarða.

mbl.is

Eitt útilokar ekki annað

„Það er mjög ánægjulegt að sjá hvað íslenskur sjávarútvegur stendur traustum fótum í þeim ólgusjó sem þjóðarskútan nú siglir,” sagði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdarstjóri SFS á fundinum.

Það er ýmislegt sem skýrir þessa niðurstöðu, en stærstan þátt eiga íslensku sjávarútvegsfyrirtækin sjálf sem eru vakin og sofin við að auka verðmæti afurða með ýmsu móti og í þrotlausri vinnu við að bæta virðiskeðjuna, allt frá skipulagi veiða til lokasölu,” bætir hún við.

Þá segir hún ánægjulegt að fiskeldið skuli vera að festa sig í sessi sem traust útflutningsgrein og að afkoman í fyrra gefi góð fyrirheit.

Hér á landi þurfa að þrífast fjölbreyttar, gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar og eitt útilokar ekki annað í þeim efnum.“

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 24.9.20 483,20 kr/kg
Þorskur, slægður 24.9.20 397,02 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.9.20 309,84 kr/kg
Ýsa, slægð 24.9.20 270,29 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.9.20 153,44 kr/kg
Ufsi, slægður 24.9.20 176,21 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.20 192,00 kr/kg
Gullkarfi 24.9.20 292,59 kr/kg
Litli karfi 19.8.20 16,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.9.20 Von ÍS-213 Lína
Þorskur 3.886 kg
Ýsa 3.873 kg
Steinbítur 88 kg
Samtals 7.847 kg
24.9.20 Rifsari SH-070 Dragnót
Ýsa 5.471 kg
Skarkoli 1.858 kg
Þorskur 1.129 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 78 kg
Sandkoli 39 kg
Lúða 4 kg
Karfi / Gullkarfi 3 kg
Samtals 8.582 kg
24.9.20 Egill ÍS-077 Dragnót
Skarkoli 3.732 kg
Þorskur 2.033 kg
Ýsa 477 kg
Steinbítur 426 kg
Samtals 6.668 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 24.9.20 483,20 kr/kg
Þorskur, slægður 24.9.20 397,02 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.9.20 309,84 kr/kg
Ýsa, slægð 24.9.20 270,29 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.9.20 153,44 kr/kg
Ufsi, slægður 24.9.20 176,21 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.20 192,00 kr/kg
Gullkarfi 24.9.20 292,59 kr/kg
Litli karfi 19.8.20 16,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.9.20 Von ÍS-213 Lína
Þorskur 3.886 kg
Ýsa 3.873 kg
Steinbítur 88 kg
Samtals 7.847 kg
24.9.20 Rifsari SH-070 Dragnót
Ýsa 5.471 kg
Skarkoli 1.858 kg
Þorskur 1.129 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 78 kg
Sandkoli 39 kg
Lúða 4 kg
Karfi / Gullkarfi 3 kg
Samtals 8.582 kg
24.9.20 Egill ÍS-077 Dragnót
Skarkoli 3.732 kg
Þorskur 2.033 kg
Ýsa 477 kg
Steinbítur 426 kg
Samtals 6.668 kg

Skoða allar landanir »