Fiskveiðisamningur við Færeyjar endurnýjaður

Samkomulag hefur verið gert milli Íslands og Færeyja um gagnkvæmar …
Samkomulag hefur verið gert milli Íslands og Færeyja um gagnkvæmar heimildir til veiða innan lögsögu ríkjanna. mbl.is/Golli

Heimildir Færeyinga til veiða á botnfiski í íslenskri lögsögu verða þær sömu og verið hefur eða 5.600 tonn og hámark þess sem veiða má af þorski verður óbreytt eða 2.400 tonn. Þetta er meðal þess sem felst í samkomulagi sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Jacob Vestergaard, sjávarútvegsráðherra Færeyja, gerðu í síðustu viku.

Samkomulagið snýr að fiskveiðiheimildum Færeyinga innan íslenskrar lögsögu fyrir næsta ár og um gagnkvæman aðgang að veiðum í lögsögu landanna fyrir norsk-íslenska síld og kolmunna.

Fram kemur í tilkynningu á vef stjórnarráðsins að „vegna bágs ástands keilustofnsins voru ráðherrarnir sammála um að keiluafli Færeyinga yrði minni en verið hefur. Heimildir þeirra til veiða á keilu lækka því úr 650 tonnum í 400 tonn.“

Þá var samið um að Færeyingar fengju heimild til að veiða loðnu við Ísland sem nemur 5% af ákvörðuðum heildarafla á vertíðinni 2020/21 en þó að hámarki 30 þúsund tonn. Fyrri takmarkanir er varða heimildir til að verka loðnu um borð eða landa í Færeyjum til manneldis verða enn í gildi.

Jafnframt felur samkomulagið í sér gagnkvæman aðgang til veiða á kolmunna og norsk-íslenskri síld með sama hætti og verið hefur undanfarin tvö ár og geta allt að 15 íslensk skip stundað síld- og kolmunnaveiðar í lögsögu Færeyja samtímis. Íslenskum skipum verður einnig heimilt að veiða allt að 1.300 tonn af makríl af aflaheimildum Færeyja sem meðafla við veiðarnar.

„Samningurinn er mikilvægur fyrir báðar þjóðirnar. Aðgengi að lögsögu Færeyja til kolmunnaveiða er mikilvægt fyrir íslensk skip þar sem lítið hefur verið af kolmunna í lögsögu Íslands á undanförnum árum. Fyrir Færeyjar er samningurinn einnig mjög mikilvægur, bæði vegna þeirra veiðiheimilda sem þeir fá í bolfiski og loðnu við Ísland en einnig vegna aukinna veiða þeirra á norsk-íslensku síldinni í íslenskri lögsögu á undanförnum árum,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,17 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 201,19 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,16 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,74 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 154,91 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Hafþór SU 144 Grásleppunet
Grásleppa 1.116 kg
Þorskur 43 kg
Samtals 1.159 kg
26.4.24 Steini G SK 14 Grásleppunet
Grásleppa 679 kg
Þorskur 132 kg
Steinbítur 8 kg
Ufsi 5 kg
Þykkvalúra 2 kg
Sandkoli 1 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 828 kg
26.4.24 Kristín ÞH 15 Grásleppunet
Grásleppa 1.279 kg
Þorskur 84 kg
Ufsi 23 kg
Skarkoli 8 kg
Samtals 1.394 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,17 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 201,19 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,16 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,74 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 154,91 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Hafþór SU 144 Grásleppunet
Grásleppa 1.116 kg
Þorskur 43 kg
Samtals 1.159 kg
26.4.24 Steini G SK 14 Grásleppunet
Grásleppa 679 kg
Þorskur 132 kg
Steinbítur 8 kg
Ufsi 5 kg
Þykkvalúra 2 kg
Sandkoli 1 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 828 kg
26.4.24 Kristín ÞH 15 Grásleppunet
Grásleppa 1.279 kg
Þorskur 84 kg
Ufsi 23 kg
Skarkoli 8 kg
Samtals 1.394 kg

Skoða allar landanir »