Hafa komið með afla fyrir 500 milljónir

Margir túrar, frábær beita og góðar áhafnir eru ástæður þess …
Margir túrar, frábær beita og góðar áhafnir eru ástæður þess að tekist hefur að koma með að landi fla að verðmæti 500 milljóna króna, að sögn Rafns Arnarsonar skipstjóra á Sandfelli. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Það hafa heldur betur verið með ágætum aflabrögðin hjá áhöfninni á Sandfelli SU 75, ekki bara var báturinn aflamesti línubáturinn en hann hefur það sem af er ári komið með tvö þúsund tonnum að landi að verðmæti 500 milljónum króna.

Sagt er frá áfanganum í færslu á vef Loðnuvinnslunnar, sem gerir Sandfellið út. Hjá fyrirtækinu hefur skapast hefð fyrir því að fagna þegar slíkum áföngum er náð. „Það er dýrmætt þegar lífið getur gengið sinn vanagang. Ef síðustu misseri hafa kennt okkur eitthvað þá er það einmitt það. Á Sandfellinu sækja menn sjóinn rétt eins og þeir hafa gert til margra ára og það hefur gengið vel,“ segir í færslunni.

Fyrirtækið hélt í hefðina og færði áhöfnum og öðrum starfsmönnum köku til að fagna árangrinum. Þá segir að Rafn Arnarson skipstjóri á Sandfelli var að vonum sáttur og glaður með viðurkenninguna og kökuna. „Ég var bara einn um borð þegar kakan kom, strákarnir voru að sinna verkefnum annars staðar og ég þurfti að taka mig á að geyma kökuna þangað til þeir komu til baka.“

„Margir túrar, frábær beita, góðar áhafnir, svo eitthvað sé nefnt,” svaraði Rafn er hann var spurður hverju væri að þakka að svona vel hafi gengið.

Á Sandfelli eru tvær fjögurra manna áhafnir sem vinna tvær vikur í senn.

Áhafnarmeðlimir á Sandfelli kváðust ánægðir með kökuna.
Áhafnarmeðlimir á Sandfelli kváðust ánægðir með kökuna. Ljósmynd/Loðnuvinnslan
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »