Hollenskt skip í vanda við Noreg

Hollenska flutningaskipið Eemslift Hendrika lenti í vandræðum um 60 sjómílur …
Hollenska flutningaskipið Eemslift Hendrika lenti í vandræðum um 60 sjómílur út af Ålesund í morgun þegar hluti af farmi þess færðist til í sjógangi og fékk skipið á sig slagsíðu. Átta af tólf manna áhöfn voru þegar fluttir í land með björgunarþyrlu og hinir fjórir nú í kvöld. Ljósmynd/CHC Helikopter Service

Hollenska flutningaskipið Eemslift Hendrika er í nauðum statt úti fyrir Ålesund í Noregi. Neyðarkall barst frá skipinu, sem hefur tólf manns í áhöfn, á ellefta tímanum í morgun að norskum tíma. Hafði farmur skipsins þá færst til í sjógangi og komið á það slagsíða þannig að það hallaði 30 gráður á stjórnborða.

Björgunarmiðstöðin fyrir Suður-Noreg, HRS, sendi þegar þrjár þyrlur og tvö björgunarskip á vettvang og voru átta úr áhöfninni hífðir um borð í þyrlu og flogið með þá til Vigra þar sem þeir gengust undir kórónuveirupróf og voru í framhaldinu fluttir á flugvallarhótel í Giske, skammt frá Ålesund, þar sem heilbrigðisstarfsfólk tók á móti þeim og kannaði ástand þeirra auk sem þeir fengu fatnað og hreinlætisvörur til afnota frá fyrirtækjum á svæðinu, en mennirnir gátu ekki tekið neinn varning með sér frá borði.

Björgunarstakkar áhafnarinnar í anddyri Ålesund Airport Hotel í Giske þar …
Björgunarstakkar áhafnarinnar í anddyri Ålesund Airport Hotel í Giske þar sem þeir átta, sem fyrst voru fluttir í land, dveljast nú í góðu yfirlæti. Þeir gengust undir Covid-próf og fengu fatnað og hreinlætisvörur frá fyrirtækjum í Giske auk þess sem hjúkrunarteymi tók á móti þeim og kannaði ástand þeirra. Ljósmynd/Giske kommune

Fjórir urðu eftir um borð með það fyrir augum að reyna að koma farmi skipsins, sem meðal annars eru bátar á leið til norskra fyrirtækja í Þrændalögum, í upphaflegar skorður. Þeir voru hins vegar fluttir í land á áttunda tímanum í kvöld að norskum tíma og er skipið því mannlaust eins og er, en reynt verður að koma því að landi á morgun. Að sögn Oddgeirs Andersen, björgunarstjóra hjá HRS, voru tvær dælur látnar síga úr þyrlu niður til skipverja til að dæla sjó úr lest skipsins.

Vélar Eemslift Hendrika eru gangfærar og settu skipverjar stefnuna frá landi, eftir atvikið, til að komast á lygnari sjó, ellegar hefðu þeir átt á hættu að fá á sig allt að 15 metra háar öldur, að sögn Andersen. Þyrlur HRS sneru til baka til sinna bækistöðva nú undir kvöld, en björgunarþyrla frá olíufélaginu Equinor (gamla Statoil) sveimaði yfir skipinu á meðan hluti áhafnarinnar var enn um borð, færi að síga á ógæfuhliðina.

Eemslift Hendrika var statt um 60 sjómílur út af Ålesund …
Eemslift Hendrika var statt um 60 sjómílur út af Ålesund þegar síga tók á ógæfuhliðina og sendi skipið út neyðarkall klukkan 10:20 í morgun að norskum tíma. Þrjár björgunarþyrlur og tvö skip héldu þegar á vettvang. Kort/Google Maps

Þeir átta sem fluttir voru til Giske eru vel á sig komnir og kenna sér einskis meins, en einn þeirra fjögurra sem síðar komu er slasaður. „Við sjáum til þess að þeir fái alla nauðsynlega aðstoð,“ sagði Harry Valderhaug, bæjarstjóri í Giske, við norska ríkisútvarpið NRK í dag.

Eemslift Hendrika var á leið til Kolvereid, norður af Þrándheimi, þegar babbið kom í bátinn og átti að koma þangað á morgun. Ove Løfsnæs, framkvæmdastjóri AQS, sem er þjónustufyrirtæki við norskan sjávarútveg og á von á einum bátanna um borð í Eemslift Hendrika, segist krossleggja fingur í von um að rætist úr vandræðum flutningaskipsins og farmur og mannskapur komist heilu og höldnu á leiðarenda.

NRK

VG

TV2

Dagbladet

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg
26.4.24 Kristján SH 176 Handfæri
Ufsi 101 kg
Karfi 1 kg
Samtals 102 kg
26.4.24 Ríkey MB 20 Handfæri
Ufsi 91 kg
Karfi 1 kg
Samtals 92 kg
26.4.24 Lea RE 171 Handfæri
Ufsi 181 kg
Samtals 181 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg
26.4.24 Kristján SH 176 Handfæri
Ufsi 101 kg
Karfi 1 kg
Samtals 102 kg
26.4.24 Ríkey MB 20 Handfæri
Ufsi 91 kg
Karfi 1 kg
Samtals 92 kg
26.4.24 Lea RE 171 Handfæri
Ufsi 181 kg
Samtals 181 kg

Skoða allar landanir »