Leynast verðmæti í örlitlu krabbadýri?

Ráðátan er ekki stór en það er gríðarlegt magn af …
Ráðátan er ekki stór en það er gríðarlegt magn af henni í hafinu og er hægt að vinna úr henni verðmætar afurðir. Ljósmynd/Calanus AS

Tilraunaveiðar á rauðátu hafa verið stundaðar um árabil í Noregi og tilkynntu þarlend stjórnvöld nýverið að heimilt yrði að veiða 254 þúsund tonn af rauðátu í sumar, en alla jafna er aðeins landað brotabroti af því magni. Afurðin er meðal annars nýtt í framleiðslu fæðubótarefna, lyf, matvæli, snyrtiefni og fóður fyrir fiskeldi.

Ekki hafa verið stundaðar markvissar veiðar á rauðátu umhverfis Ísland en það væri vel hægt að stunda þær með svipuðum hætti hér og í Noregi, segir Ástþór Gíslason, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun. „Varfærið mat okkar gerir ráð fyrir að árlegur meðallífmassi rauðátu innan íslensku landhelginnar sé um 7 milljónir tonna (votvigt). Við áætlum að framleiðnin (vöxturinn) sé um 30 milljónir tonna. Þessa tölu má svo bera saman við heildarfiskafla á Íslandsmiðum (1-1,5 milljónir tonna),“ útskýrir hann.

Ástþór Gíslason.
Ástþór Gíslason. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun

Undirstaða nytjastofna

Ástþór segir rauðátu gegna lykilhlutverki í vistkerfi hafsins umhverfis Ísland eins og í vistkerfinu almennt í Norður-Atlantshafi.

„Hún er fæða flestra nytjastofna á meðan þeir eru á lirfu- og seiðastigi og svo er hún aðalfæða uppsjávartegunda eins og loðnu, síldar og makríls á öllum aldursskeiðum. Sjálf lifir rauðátan á smásæjum plöntum sjávar, svifþörungunum, og því má segja að hún sé tengiliður á milli frumframleiðni svifþörunganna og lífvera sem eru ofar í fæðukeðjunni. Miðað við lífmassa er rauðáta langalgengasta svifdýrið í Norður-Atlantshafi, þar með talið við Ísland, iðulega eru 40-80% dýrasvifs af millistærð af þessari einu tegund.“

Væri fýsilegt að stunda markvissar veiðar á rauðátu hér á landi?

„Ég held að það mætti vel athuga með veiðar á rauðátu. Lífmassinn er gríðarlegur og því er eftir miklu að slægjast. En vegna þess hversu smá rauðátan er (dýrin eru á stærð við hrísgrjón) er vandkvæðum bundið að veiða hana í miklu magni. Og ef af veiðum verður þarf að huga vel að meðafla og gæta þess að stunda ekki veiðar um hrygningartímann á hrygningar- og rekslóð fiska.“

Calanus AS í Tromsö í Noregi hefur stundað rauðátuveiðar um …
Calanus AS í Tromsö í Noregi hefur stundað rauðátuveiðar um árabil. Ljósmynd/Calanus AS

„Með þeirri tækni sem við þekkjum í dag tel ég ólíklegt að aflinn verði mjög mikill, og til að auka aflaverðmætið er því mjög mikilvægt að huga að því að vinna úr rauðátunni verðmæt efni. [...] Svo sem fleirómettaðar fitusýrur og fitualkóhól (vaxesterar). Afurðir rauðátu gætu nýst sem fæðubótarefni í fiskeldi og fyrir manninn. Þá er hugsanlegt að afurðirnar gætu nýst í lyfjaiðnaði,“ segir Ástþór.

Í svipuðu magni

Þá bendir Ástþór á að það hafi verið farinn sérstakur leiðangur á skipinu Dröfn sumarið 2012 í þeim tilgangi að athuga hvort beita mætti svipaðri veiðitækni umhverfis Ísland og notuð er við Noregsstrendur. „Niðurstaðan var að rauðátumagnið hér við land væri svipað og gerist við Noreg og að beita mætti svipuðum aðferðum við veiðarnar,“ segir hann.

Leiðangurinn var samstarfsverkefni Hafrannsóknastofnunar og norska fyrirtækisins Calanus AS sem stundar veiðar á rauðátu og hefur ársaflinn á árunum 2003 til 2015 verið um 10 til 500 tonn, að sögn Ástþórs. „Þeir hafa leyfi til að taka miklu meira en hafa ekki náð því. Veiðarnar eru stundaðar að sumarlagi, en þá heldur rauðátan sig í yfirborðslögum sjávar og er því auðveiddust. Aflinn er heilfrystur um borð. Frekari vinnsla fer fram í landi. Þeir framleiða aðallega olíu úr aflanum.“

4 millimetra krabbadýr

Rauðáta er krabbadýr, um 4 millimetrar að stærð. Hún er rauðleit og stafar liturinn af næringarforða sem hún safnar í líkamann. Líkami dýrsins skiptist í frambol og afturbol. Eitt auga er framarlega á frambol, fyrir miðju.

Rauðátan hefur tvö pör af fálmurum og er fremra parið margfalt lengra en það aftara, um það bil jafn langt og allt dýrið. Undir líkamanum, umhverfis munninn, eru fjögur pör af munnörmum sem eru ummyndaðir útlimir sem dýrið notar til að matast með. Undir bolnum aftan við munninn taka við fimm sundfótapör.

Rauðáta er ein algengasta átutegundin í Norðuríshafinu.
Rauðáta er ein algengasta átutegundin í Norðuríshafinu. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.12.21 324,00 kr/kg
Þorskur, slægður 7.12.21 416,44 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.12.21 378,79 kr/kg
Ýsa, slægð 7.12.21 423,79 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.12.21 177,64 kr/kg
Ufsi, slægður 7.12.21 259,98 kr/kg
Djúpkarfi 23.11.21 206,00 kr/kg
Gullkarfi 7.12.21 281,63 kr/kg
Litli karfi 20.10.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 7.12.21 269,77 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.12.21 Viðey RE-050 Botnvarpa
Þorskur 104.448 kg
Gullkarfi 26.661 kg
Ufsi 3.623 kg
Samtals 134.732 kg
7.12.21 Venus NS-150 Flotvarpa
Loðna 2.626.209 kg
Samtals 2.626.209 kg
7.12.21 Fanney EA-048 Landbeitt lína
Þorskur 1.068 kg
Ýsa 260 kg
Grálúða 211 kg
Samtals 1.539 kg
7.12.21 Siggi Bjartar ÍS-050 Landbeitt lína
Þorskur 771 kg
Ýsa 700 kg
Steinbítur 10 kg
Langa 4 kg
Keila 4 kg
Hlýri 3 kg
Gullkarfi 3 kg
Samtals 1.495 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.12.21 324,00 kr/kg
Þorskur, slægður 7.12.21 416,44 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.12.21 378,79 kr/kg
Ýsa, slægð 7.12.21 423,79 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.12.21 177,64 kr/kg
Ufsi, slægður 7.12.21 259,98 kr/kg
Djúpkarfi 23.11.21 206,00 kr/kg
Gullkarfi 7.12.21 281,63 kr/kg
Litli karfi 20.10.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 7.12.21 269,77 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.12.21 Viðey RE-050 Botnvarpa
Þorskur 104.448 kg
Gullkarfi 26.661 kg
Ufsi 3.623 kg
Samtals 134.732 kg
7.12.21 Venus NS-150 Flotvarpa
Loðna 2.626.209 kg
Samtals 2.626.209 kg
7.12.21 Fanney EA-048 Landbeitt lína
Þorskur 1.068 kg
Ýsa 260 kg
Grálúða 211 kg
Samtals 1.539 kg
7.12.21 Siggi Bjartar ÍS-050 Landbeitt lína
Þorskur 771 kg
Ýsa 700 kg
Steinbítur 10 kg
Langa 4 kg
Keila 4 kg
Hlýri 3 kg
Gullkarfi 3 kg
Samtals 1.495 kg

Skoða allar landanir »