Covid-hraðpróf björguðu brúðkaupinu

Mikil stemning var fyrir brúðgumann að skima einn gest brúðkaupsins.
Mikil stemning var fyrir brúðgumann að skima einn gest brúðkaupsins.

Eftir að hafa stefnt á það að ganga í hjónaband í eitt og hálft ár þá ætla þau Valgarður Freyr Gestsson og Anna Kristín Matthíasdóttir að halda brúðkaupið sitt í Neskaupstað á morgun, eftir að Síldarvinnslan bauð þeim upp á hraðpróf, fyrir Covid, fyrir alla gesti brúðkaupsins. Þetta kemur fram á vef Síldarvinnslunnar.

Staða faraldursins er þeim mikil vonbrigði og voru margir búnir að afbóka sig en eftir gjöf Síldarvinnslunnar tilkynntu flestir þeim komu sína í brúðkaupið.

„Starfsmannastjóri Síldarvinnslunnar hafði samband við mig og spurði hver staðan væri varðandi brúðkaupið. Ég sagði honum að það væru mikil vonbrigði hvernig allt stæði og margir gestanna væru búnir að afboða komu sína. Þá spurði hann hvort við vildum þiggja svonefnt hraðpróf fyrir Covid frá fyrirtækinu og prófa alla gesti daginn áður en brúðkaupið færi fram,“ segir Valgarður.

Valgarður var undrandi yfir þessu boði þar sem hvorki hann né Anna starfa hjá Síldarvinnslunni. 

Valgarður Freyr Gestsson og Anna Kristín Matthíasdóttir halda brúðkaupið sitt …
Valgarður Freyr Gestsson og Anna Kristín Matthíasdóttir halda brúðkaupið sitt á morgun. mbl.is

70 gestir skimaðir í dag

„Þetta gladdi okkur mjög og sýnir hve gott er að búa í litlu samfélagi þar sem fólk ber umhyggju fyrir náunganum. Við vorum sannast sagna himinlifandi með þetta og létum strax boð út ganga og tilkynntum öllum sem boðið var í veisluna um prófið. Og viðbrögðin létu ekki á sér standa; fólk sem hafði afboðað hóf strax að tilkynna komu sína.“

Allir gestir brúðkaupsins, alls 70 talsins, voru skimaðir með hraðprófi síðdegis í dag. Heilbrigðisstarfsmaður úr vinahóp þeirra sá um skimunina.

„Ég vil koma á framfæri innilegu þakklæti til Síldarvinnslunnar fyrir þennan stórkostlega greiða. Þetta er eitt af því sem við munum aldrei gleyma,“ segir Valgarður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg
26.4.24 Kristján SH 176 Handfæri
Ufsi 101 kg
Karfi 1 kg
Samtals 102 kg
26.4.24 Ríkey MB 20 Handfæri
Ufsi 91 kg
Karfi 1 kg
Samtals 92 kg
26.4.24 Lea RE 171 Handfæri
Ufsi 181 kg
Samtals 181 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg
26.4.24 Kristján SH 176 Handfæri
Ufsi 101 kg
Karfi 1 kg
Samtals 102 kg
26.4.24 Ríkey MB 20 Handfæri
Ufsi 91 kg
Karfi 1 kg
Samtals 92 kg
26.4.24 Lea RE 171 Handfæri
Ufsi 181 kg
Samtals 181 kg

Skoða allar landanir »