„Spennandi að fá myndarlega vertíð – loksins“

Guðmundur Þ. Jónsson skipstjóri í brúnni á Vilhelmi :orsteinssyni EA.
Guðmundur Þ. Jónsson skipstjóri í brúnni á Vilhelmi :orsteinssyni EA. Ljósmynd/Þórhallur Jónsson

Líklegt er að loðnuveiðar þennan veturinn hefjist í lok nóvember, en nokkur ár eru síðan vertíð hófst svo snemma vetrar. Ekki var laust við að spenna væri í tveimur skipstjórum sem rætt var við í vikunni um vertíðina, sem fram undan er og talað hefur verið um sem risavertíð. Þeir Guðmundur Þ. Jónsson á Vilhelm Þorsteinssyni EA og Bergur Einarsson á Venusi NS sögðu að vonandi yrði gaman að fást við loðnuna í vetur og sögðu flotann vel í stakk búinn til að takast á við verkefnið.

Samkvæmt ráðgjöf verður íslenskum skipum heimilt að veiða rúm 660 þúsund tonn, sem er tæplega tífalt það sem þau máttu veiða síðasta vetur. Líklegt er að sjávarútvegsráðuneytið gefi út aflamark fyrir miðjan þennan mánuð. Burðargeta uppsjávarskipanna er nokkuð misjöfn, en sé miðað við að skipin komi að meðaltali með yfir tvö þúsund tonn að landi úr hverjum túr yrðu loðnutúrarnir á fjórða hundrað, en skipin eru um 20.

Þrír loðnubátar austast við Lónsvík, sem er á milli Austurhorns …
Þrír loðnubátar austast við Lónsvík, sem er á milli Austurhorns og Vesturhorns, á vertíðinni 1999. Ármann Ragnarsson.

Passlega búið að endurnýja

„Mér líst vel á veturinn og það er spennandi að fá myndarlega vertíð, loksins, svo er líka passlega búið að endurnýja skipið,“ segir Guðmundur Þ. Jónsson, en nýr Vilhelm Þorsteinsson EA kom til Samherja í byrjun apríl. Reikna má með að loðnukvóti fyrirtækisins verði um 57 þúsund tonn og Guðmundur viðurkennir að það „geti orðið handleggur“ að ná öllum þessum afla.

„Við reynum að gera eitthvað gott úr þessu og vonandi gengur þetta upp með vinnu og skipulagi. Annars er alltaf einhver óvissa; hvernig verður veðrið í vetur, hvernig verða göngurnar, hvenær kemur loðnan upp að landinu og hvernig hagar hún sér,“ segir Guðmundur.

Vilhelm Þorsteinsson EA.
Vilhelm Þorsteinsson EA. Ljósmynd/Þórhallur Jónsson

Fyrstu loðnuvertíðir aldarinnar voru meðal þeirra stærri og heildarafli íslenskra og erlendra skipa í námunda við milljón tonn. Guðmundur man vel eftir loðnuvertíðinni 2001, en þá var hann í fyrsta skipti skipstjóri á uppsjávarskipi. Hafði áður verið á ýmsum skipum, síðast á frystiskipinu Baldvin Þorsteinssyni EA, en tók við Vilhelm Þorsteinssyni á móti Arngrími Brynjólfssyni 2001.

Í viðtali við Skapta Hallgrímsson í Morgunblaðinu fyrir tíu árum rifjaði Guðmundur upp að honum hafi brugðið í brún þegar hann var beðinn um að taka við uppsjávarskipinu þar sem hann þekkti ekki tæki og tól um borð. „Hlutirnir ganga allt öðruvísi fyrir sig. Ég hafði aldrei veitt loðnu og aldrei síld. Ég hafði aldrei kastað nót. Ég hafði verið skipstjóri á frystitogara og bara notað troll,“ sagði Guðmundur í samtalinu.

Mest 42 þús. tonn á einum vetri

Ekki verður þó annað sagt en vel hafi gengið og áhöfnin á Vilhelm Þorsteinssyni hefur komið með mikil verðmæti að landi. Skipstjóri á móti Guðmundi frá 2006 hefur verið Birkir Hreinsson, mágur Guðmundar. Eldri Vilhelm kom nýr til landsins árið 2000 og gerði Samherji skipið út þar til í nóvember 2018.

„Ég held við höfum tekið 24 þúsund tonn þennan vetur fyrir 20 árum, en mest veiddum við 42 þúsund tonn af loðnu á einum vetri. Á þessum árum voru skipin mun fleiri heldur en núna, kannski 40-50 á móti rúmlega 20. Burðargetan var yfirleitt minni, meira fór í mjöl og lýsi, bræðslurnar voru fleiri en nú er og sömuleiðis útgerðirnar.

Guðmundur segir loðnuveiðar einstakar, mikið þurfi að veiða og vinna á stuttum tíma, veðrið skipti miklu máli og allt þurfi að ganga upp. Góður mannskapur, gott skip og góður kvóti séu lykilatriði.

Heimaey VE 1 og Sigurður VE 15 að veiðum veturinn …
Heimaey VE 1 og Sigurður VE 15 að veiðum veturinn 2021. mbl.is/Börkur Kjartansson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.10.21 491,21 kr/kg
Þorskur, slægður 22.10.21 542,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.10.21 343,73 kr/kg
Ýsa, slægð 22.10.21 330,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.10.21 164,64 kr/kg
Ufsi, slægður 22.10.21 219,94 kr/kg
Djúpkarfi 21.10.21 209,11 kr/kg
Gullkarfi 22.10.21 172,96 kr/kg
Litli karfi 20.10.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 21.10.21 290,09 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.10.21 Sunnutindur SU-095 Línutrekt
Þorskur 2.697 kg
Samtals 2.697 kg
23.10.21 Hrefna ÍS-267 Landbeitt lína
Ýsa 3.835 kg
Þorskur 3.185 kg
Steinbítur 74 kg
Skarkoli 52 kg
Langa 12 kg
Samtals 7.158 kg
23.10.21 Gísli ÍS-022 Handfæri
Ufsi 315 kg
Þorskur 162 kg
Gullkarfi 20 kg
Samtals 497 kg
23.10.21 Ásdís ÍS-002 Dragnót
Skarkoli 263 kg
Þykkvalúra sólkoli 7 kg
Lúða 4 kg
Samtals 274 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.10.21 491,21 kr/kg
Þorskur, slægður 22.10.21 542,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.10.21 343,73 kr/kg
Ýsa, slægð 22.10.21 330,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.10.21 164,64 kr/kg
Ufsi, slægður 22.10.21 219,94 kr/kg
Djúpkarfi 21.10.21 209,11 kr/kg
Gullkarfi 22.10.21 172,96 kr/kg
Litli karfi 20.10.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 21.10.21 290,09 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.10.21 Sunnutindur SU-095 Línutrekt
Þorskur 2.697 kg
Samtals 2.697 kg
23.10.21 Hrefna ÍS-267 Landbeitt lína
Ýsa 3.835 kg
Þorskur 3.185 kg
Steinbítur 74 kg
Skarkoli 52 kg
Langa 12 kg
Samtals 7.158 kg
23.10.21 Gísli ÍS-022 Handfæri
Ufsi 315 kg
Þorskur 162 kg
Gullkarfi 20 kg
Samtals 497 kg
23.10.21 Ásdís ÍS-002 Dragnót
Skarkoli 263 kg
Þykkvalúra sólkoli 7 kg
Lúða 4 kg
Samtals 274 kg

Skoða allar landanir »