Fontur styður svæðisskiptingu Svandísar

Strandveiðisjómenn á Þórshöfn segjast styðja svæðisskiptingu veiðanna, en krefjast áfram …
Strandveiðisjómenn á Þórshöfn segjast styðja svæðisskiptingu veiðanna, en krefjast áfram að hverjum verði tryggðir 48 veiðidagar. Líney Sigurðardóttir

Smábátafélagið Fontur kveðst í ályktun félagsfundar, sem haldinn var á Þórshöfn, styðja hugmyndir Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, um svæðisskiptingu strandveiða. Félagið stendur þó enn við kröfu sína um að öllum verði tryggðir 48 veiðidagar.

Vegna góðs gengis veiða á strandveiðunum í sumar, sérstaklega á svæði A, kláruðust aflaheimildir sem strandveiðum var ráðstafað áður en veiðitímabilinu lauk og skiptist aflinn mjög ójafnt milli svæðanna.

Fontur er félag smábátaútgerðarmanna á Kópakeri, Raufarhöfn, Þórshöfn, Bakkafirði og Vopnafirði.

„Smábátafélagið Fontur styður heilshugar við framkomnar hugmyndir matvælaráðherra um að svæðaskipta því aflamarki sem ætlað er til strandveiða í réttu hlutfalli við útgefin strandveiðileyfi á hverju svæði. Með því er hvergi verið að hvika frá kröfu um 48 strandveiðidaga en þar til því takmarki er náð teljum við nauðsynlegt að jafna afkomumöguleika smábátaeigenda óháð búsetu,“ segir í ályktun félagsfundar Fonts sem birt hefur verið á vef Landssambands smábátaeigenda.

Mikill afli en ójafnt skipt

Strandveiðitímabilið hefst í maí og á að ljúka eigi síður en við lok ágústmánaðar samkvæmt gildandi reglum. Veiðum getur hins vegar lokið fyrr ef aflaheimildirnar klárast eins og gerðist í sumar þegar síðasti dagur veiða var 21. júlí. Fengu strandveiðibátarnir þó að veiða 12.567 tonn, meira en nokkru sinni fyrr.

Krafan um 48 veiðidaga gæti hins vegar kallað á mun meiri aflaheimildir en veittar voru í ár. Hugsanlega yfir 20 þúsund tonn. Þorskkvótinn verður líklega skertur á næsta fiskveiðiári í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar og hefur verið viðrað hugmyndum um að taka þorskkvóta úr byggðakvótanum til að auka heimildir til strandveiða.

Alls tóku 712 bátar þátt sem eru óvenju margir, en 46% þeirra voru á svæði A þar sem veiðin hefst fyrr meðal annars vegna þess að þar er þorskurinn í ríkulegu magni á þessum árstíma. Lönduðu bátarnir á svæði A tæplega 56% afla veiðanna. Ámóti voru til að mynda ríflega 20% allra báta á svæði B, en þeir fengu aðeins 16% aflans.

Veiðisvæðin skiptast þannig:

  • Svæði A: Eyja- og Miklaholtshreppur til Súðavíkurhrepps.
  • Svæði B: Strandabyggð til Grýtubakkahrepps.
  • Svæði C: Þingeyjarsveit til Djúpavogshrepps.
  • Svæði D: Sveitarfélagið Hornafjörður til Borgarbyggðar.
Strandveiðisvæðin
Strandveiðisvæðin Mynd/Skjáskot

Upphaflega stóð að smábátafélagið Fontur á Þórshöfn hafi ályktað en félagið nær einnig til Raufarhafnar, Kópaskers, Bakkafjarðar og Vopnafjarðar. Fréttin hefur verið leiðrétt með tilliti til þess.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 12.9.22 1.117,11 kr/kg
Þorskur, óslægður 30.9.22 426,07 kr/kg
Þorskur, slægður 30.9.22 505,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.9.22 335,73 kr/kg
Ýsa, slægð 30.9.22 277,47 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.9.22 229,75 kr/kg
Ufsi, slægður 30.9.22 274,52 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.22 166,00 kr/kg
Gullkarfi 30.9.22 278,86 kr/kg
Litli karfi 28.9.22 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.9.22 Fjóla SH-007 Plógur
Ígulker Breiðafj innri B 984 kg
Samtals 984 kg
30.9.22 Bylgja VE-075 Botnvarpa
Þorskur 26.921 kg
Gullkarfi 2.812 kg
Samtals 29.733 kg
30.9.22 Háey I ÞH-295 Lína
Ýsa 1.993 kg
Þorskur 1.140 kg
Gullkarfi 504 kg
Hlýri 468 kg
Keila 93 kg
Grálúða 25 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 4.226 kg
30.9.22 Skinney SF-020 Botnvarpa
Ufsi 26.698 kg
Ýsa 12.802 kg
Þorskur 4.891 kg
Langa 2.872 kg
Gullkarfi 2.551 kg
Lýsa 908 kg
Þykkvalúra sólkoli 200 kg
Steinbítur 132 kg
Hámeri 101 kg
Stórkjafta öfugkjafta 93 kg
Skötuselur 92 kg
Keila 64 kg
Skarkoli 57 kg
Lúða 48 kg
Blálanga 40 kg
Langlúra 3 kg
Samtals 51.552 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 12.9.22 1.117,11 kr/kg
Þorskur, óslægður 30.9.22 426,07 kr/kg
Þorskur, slægður 30.9.22 505,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.9.22 335,73 kr/kg
Ýsa, slægð 30.9.22 277,47 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.9.22 229,75 kr/kg
Ufsi, slægður 30.9.22 274,52 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.22 166,00 kr/kg
Gullkarfi 30.9.22 278,86 kr/kg
Litli karfi 28.9.22 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.9.22 Fjóla SH-007 Plógur
Ígulker Breiðafj innri B 984 kg
Samtals 984 kg
30.9.22 Bylgja VE-075 Botnvarpa
Þorskur 26.921 kg
Gullkarfi 2.812 kg
Samtals 29.733 kg
30.9.22 Háey I ÞH-295 Lína
Ýsa 1.993 kg
Þorskur 1.140 kg
Gullkarfi 504 kg
Hlýri 468 kg
Keila 93 kg
Grálúða 25 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 4.226 kg
30.9.22 Skinney SF-020 Botnvarpa
Ufsi 26.698 kg
Ýsa 12.802 kg
Þorskur 4.891 kg
Langa 2.872 kg
Gullkarfi 2.551 kg
Lýsa 908 kg
Þykkvalúra sólkoli 200 kg
Steinbítur 132 kg
Hámeri 101 kg
Stórkjafta öfugkjafta 93 kg
Skötuselur 92 kg
Keila 64 kg
Skarkoli 57 kg
Lúða 48 kg
Blálanga 40 kg
Langlúra 3 kg
Samtals 51.552 kg

Skoða allar landanir »