25 milljarða samningur um eldi í Ölfusi

Fyrsti áfangi landeldisstöðvar Geo Salmo í Ölfusi mun framleiða 7.300 …
Fyrsti áfangi landeldisstöðvar Geo Salmo í Ölfusi mun framleiða 7.300 tonn af laxi á ári. Mynd/Geo Salmo

Geo Salmo hefur undirritað samning við norska fyrirtækið Artec Aqua um hönnun og uppbyggingu laxeldisstöðvar sinnar á landi í Ölfusi, vestan Þorlákshafnar og er heildarverðmæti samningsins á bilinu 21 til 25 milljarða króna, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Þar segir að samningurinn nái til hönnun, búnað og sjálfa uppbyggingu fyrsta áfanga landeldisstöðvarinnar sem áætlað er að framleiði 7.300 tonn af heilum laxi á ári. Stefnt er að því að fullbyggð stöð geti framleitt um 20 þúsund tonn árlega.

Eldisstöð Geo Salmo í Ölfusi mun nýta hreinan sjó úr jörðu sem sagður er henta afar vel til laxeldis. Þá verður stöðin með hátæknibúnað til að stýra hitastigi og vatnsgæðum sem á að tryggja hagstæð vaxtarskilyrði og velferð fisksins í aðstæðum sem endurspegla eiga náttúrulegt umhverfi hans. Þá verða öll ker yfirbyggð sem á að skila aukinni stjórn á eldisferlinu.

Undirbúningshönnun Artec Aqua er þegar hafin, en framkvæmdir hefjast samkvæmt áætlun haustið 2023 og er stefnt að því að fá að verkefninu fjölmarga íslenska verktaka og þjónustuaðila. „Þannig byggist upp ný þekking og reynsla á Íslandi sem getur nýst þeirri ört vaxandi atvinnugrein sem landeldi á laxi stefnir á að verða á næstu árum hér á landi,“ segir í tilkynningunni.

Í hæsta gæðaflokki

„Okkur er einstök ánægja að hefja samstarf við Artec Aqua um uppbyggingu Geo Salmo. Þau hafa tryggt stöðu sína sem leiðtogi á heimsvísu í landeldi á fiski og hafa sýnt einstaka getu til þess að mæta og fara fram úr væntingum við uppbyggingu verkefna sinna. Samspil þekkingar, reynslu og yfirburðatækni Artec Aqua réðu úrslitum um val okkar á heildarbirgja fyrir verkefnið. Samstarfið mun tryggja árangur í vegferð okkar að eldi á laxi í hæsta gæðaflokki sem einnig verður meðal umhverfisvænustu matvæla,“ segir Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri Geo Salmo.

Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri Geo Salmo ehf.
Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri Geo Salmo ehf. Ljósmynd/Aðsend

„Við unnum forhönnunarverkefni með Geo Salmo í vor á þessu ári og erum afar ánægð með að halda áfram góðu samstarfi með þessu gríðaröfluga teymi. Verkefnið er afar spennandi þar sem það sameinar blandaða gegnumstreymistækni okkar og einstakar aðstæður á Íslandi þar sem afla má  saltvatns sem hefur síast náttúrulega gegnum hraungrýti. Val á okkur sem samstarfsaðila í þessu viðamikla verkefni er staðfesting á sterku orðspori Artec Aqua við uppbyggingu landeldisstöðva og einstakri hæfni okkar teymis,“ segir Ingegjerd Eidsvik, framkvæmdastjóri Artec Aqua.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »