Hafdís loks komin með bráðabirgðahaf­færis­skír­teini

Björgunarbáturinn Hafdís á meðan hún var enn í smíðum í …
Björgunarbáturinn Hafdís á meðan hún var enn í smíðum í maí. Ljósmynd/Loðnuvinnslan

Björgunarbáturinn Hafdís á Fáskrúðsfirði er nú komin með bráðabirgðahaf­færis­skír­teini.

Þetta staðfestir Óskar Guðmunds­son, formaður sjó­flokks björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar Geisla, í samtali við mbl.is en á sunnudag var greint frá því að báturinn hefði ekki fengið útgefið leyfi þar sem beðið var eftir að starfsmaður hjá Sam­göngu­stofu kæmi úr Spán­ar­fríi.

Í skriflegu svari frá Samgöngustofu til mbl.is í gær sagði að rangt væri farið með staðreyndir í umfjölluninni þar sem að fjarvera einstakra starfsmanna tefði ekki útgáfu haffæris. 

Kom úr fríi á mánudag

Óskar segir að svör Samgöngustofu sem bárust björgunarsveitinni fyrir helgi hafi verið á þá leið að ekki væri hægt að gefa út leyfið fyrr en starfsmaðurinn kæmi úr frí sem hann svo gerði á mánudag. Bráðabirgðahaf­færis­skír­teini Hafdísar tók síðan í gildi í gær. 

Í svari Samgöngustofu frá því í gær sagði að forsendur þess að haf­færis­skír­teini fá­ist út­gefið séu að öll­um gögn­um hafi verið skilað inn, þau yf­ir­far­in og samþykkt með til­liti til gild­andi reglna.

Óskar segir að öllum gögnum hafi verið skilað til stofnunarinnar fyrir löngu síðan. 

Athugasemdir bárust eftir birtingu fréttarinnar

„Við fengum þetta bráðabirgðahaffæri vegna þess að þeir krefjast þess að framkvæmt verði hallapróf á bátnum aftur. Það er sem sagt búið að gera það tvisvar og í seinna skiptið þá var starfsmaður Siglingastofnunnar viðstaddur. Það komu engar athugasemdir,“ segir hann og bætir við að um mánuður sé síðan að síðasta mæling var gerð. 

„Það komu engar athugasemdir fyrr en það var búið að birta fréttina á mbl.is. Þá fara þeir fram á að þetta verði gert aftur vegna þess að það væru einhverjir ágallar á þessu,“ segir Óskar og bætir við að það sé skipasmíðafyrirtækisins Rafnars, sem seldi Geisla bátinn, að vera í samskiptum við Samgöngustofu. 

Hann bætir við að ekki sé óalgengt að nýskráðir bátar fái bráðabirgðaheimild á meðan verið sé að bæta úr „einhverju svona smotterí sem þarf að bæta úr“.

Bráðabirgðahaf­færis­skír­teinið gildir til 10. janúar og segir Óskar að lokum að Hafdísin sé því loks til taks ef útkall kemur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 426,40 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,25 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 114,63 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 163,11 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Gunnþór ÞH 75 Grásleppunet
Þorskur 133 kg
Ufsi 19 kg
Samtals 152 kg
26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 266 kg
Steinbítur 10 kg
Þorskur 6 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 285 kg
26.4.24 Goði SU 62 Grásleppunet
Grásleppa 594 kg
Samtals 594 kg
26.4.24 Jón Hildiberg RE 60 Grásleppunet
Grásleppa 713 kg
Þorskur 47 kg
Steinbítur 2 kg
Sandkoli 1 kg
Samtals 763 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 426,40 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,25 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 114,63 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 163,11 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Gunnþór ÞH 75 Grásleppunet
Þorskur 133 kg
Ufsi 19 kg
Samtals 152 kg
26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 266 kg
Steinbítur 10 kg
Þorskur 6 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 285 kg
26.4.24 Goði SU 62 Grásleppunet
Grásleppa 594 kg
Samtals 594 kg
26.4.24 Jón Hildiberg RE 60 Grásleppunet
Grásleppa 713 kg
Þorskur 47 kg
Steinbítur 2 kg
Sandkoli 1 kg
Samtals 763 kg

Skoða allar landanir »