Náðu samkomulagi um hámarksafla í makríl

Íslensku uppsjávarskipunum verður að óbreyttu úthlutað 129 þúsund tonna makrílkvóta …
Íslensku uppsjávarskipunum verður að óbreyttu úthlutað 129 þúsund tonna makrílkvóta á næsta ári. mbl.is/Líney

Ísland hefur ásamt Noregi, Evrópusambandinu, Færeyjum, Grænlandi og Bretlandi komist að samkomulagi um að hámarksafli í makríl á næsta ári verði 782.066 tonn og var það undirritað í dag. Hámarksaflinn er 13 þúsund tonnum færri en í ár og í samræmi við ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) um hámarksafla 2023.

Enginn samningur um skiptingu hlutdeilda milli strandríkjanna liggur fyrir, þrátt fyrir ítrekaða fundi á þessu ári, og því bendir ekkert til þess að veiðin verði sjálfbær þar sem öll ríkin úthluta sjálfstætt kvóta á grundvelli þeirrar hlutdeildar sem ríkin gera tilkall til. Ísland krefst 16,5% hlut í veiðunum og má því áætla að íslensku uppsjávarskiðunum verði úthlutað 129 þúsund tonna kvóta á makrílvertíð æsta árs.

Funda á ný í febrúar

Strandríkin munu hittast við samningaborðið á ný í febrúar og er gert ráð fyrir tíðum fundum fram í mars. Þurfa þau að ná samkomulagi um skiptingu hlutdeilda í veiðunum fyrir 31. mars ef það á að gilda um næsta veiðitímabil, þar sem veiðarnar hefjast víða á fyrri hluta næsta ári. Fari svo að samningar nást ekki og ríkin úthluti öll í samræmi við kröfur sínar – sem þau að óbreyttu munu gera ­– stefnir í að heildarafli uppsjávarskipa ríkjanan verði langt umfram vísindalega ráðgjöf eins og verið hefur undanfarin ár.

„Ég er mjög ánægður með að við höfum loksins náð að setja heildarkvóta fyrir makrílinn. Þetta er eitthvað sem við höfum unnið að lengi og skiptir miklu máli fyrir sjómennina og fyrir sjálfbæra nýtingu þessa mikilvæga nytjastofns,“ segir Bjørnar Skjæran, sjávarútvegsráðherra Noregs, í tilkynningu á vef ráðuneytisins í tilefni samkomulagsins.

„Við vonum að þau úrlausnarefni sem eftir eru verði leyst í byrjun næsta árs. Ráðuneytið mun engu að síður gefa út bráðabirgðakvóta fyrir árið 2023 þannig að þeir sem þess þurfa geti hafið veiðar sínar þegar frá áramótum,“ segir Skjæran.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.7.24 548,75 kr/kg
Þorskur, slægður 26.7.24 540,89 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.7.24 373,46 kr/kg
Ýsa, slægð 26.7.24 153,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.7.24 161,40 kr/kg
Ufsi, slægður 26.7.24 208,59 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 26.7.24 543,91 kr/kg
Litli karfi 23.7.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.7.24 Hafrafell SU 65 Lína
Steinbítur 958 kg
Þorskur 196 kg
Keila 38 kg
Skarkoli 26 kg
Samtals 1.218 kg
26.7.24 Arnþór EA 37 Handfæri
Þorskur 782 kg
Ufsi 133 kg
Samtals 915 kg
26.7.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 756 kg
Ufsi 482 kg
Samtals 1.238 kg
26.7.24 Gísli EA 221 Handfæri
Þorskur 2.199 kg
Ufsi 26 kg
Samtals 2.225 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.7.24 548,75 kr/kg
Þorskur, slægður 26.7.24 540,89 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.7.24 373,46 kr/kg
Ýsa, slægð 26.7.24 153,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.7.24 161,40 kr/kg
Ufsi, slægður 26.7.24 208,59 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 26.7.24 543,91 kr/kg
Litli karfi 23.7.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.7.24 Hafrafell SU 65 Lína
Steinbítur 958 kg
Þorskur 196 kg
Keila 38 kg
Skarkoli 26 kg
Samtals 1.218 kg
26.7.24 Arnþór EA 37 Handfæri
Þorskur 782 kg
Ufsi 133 kg
Samtals 915 kg
26.7.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 756 kg
Ufsi 482 kg
Samtals 1.238 kg
26.7.24 Gísli EA 221 Handfæri
Þorskur 2.199 kg
Ufsi 26 kg
Samtals 2.225 kg

Skoða allar landanir »