Mótmæla harðlega tillögu um svæðisskiptingu

Strandveiðibátur kemur til hafnar á Arnarstapa.
Strandveiðibátur kemur til hafnar á Arnarstapa. mbl.is/Alfons

Sitt sýnist hverjum um áform Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, um að leggja fram frumvarp um svæðaskiptingu strandveiða. Landssamband smábátaeigenda kveðst í umsögn sem birt er í samráðsgátt stjórnvalda mótmæla harðlega og tekur fjöldi undir, en einnig er eitthvað um umsagnir til stuðnings svæðaskiptingar veiðanna.

Nokkur ár í röð hafa strandveiðisjómenn harmað að veiðarnar hafa verið stöðvaðar fyrir lok veiðitímabils þar sem aflaheimildirnar sem veiðunum er úthlutað klárast. Vegna þessa ná þeir sem róa frá svæðum sem hefja veiðar snemma að ná töluverðum afla á meðan þei sem hefja veiðar síðar hafa fengið litla hlutdeild í strandveiðunum.

Þann 10. nóvember voru í samráðsgátt stjórnvalda kynnt áform um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða og endurupptöku svæðisskiptingu þeirra, sem lögð var af 2018. Umsagnarfrestur rann út 8. desember síðastliðinn og bárust alls 37 umsagnir.

Í umsögn sinni skorar Landssamband smábátaeigenda á matvælaráðherra að „hætta við þau áform sem kynnt eru í Samráðsgáttinni. Þess í stað beiti ráðherra sér fyrir því að fellt verði brott ákvæði í lögum um stjórn fiskveiða sem kveður á um skyldu Fiskistofu til að stöðva strandveiðar verði sýnt að afla sem ákveðinn er með reglugerð verði náð. Þannig væri tryggt að bátar allra strandveiðisvæða landsins fái heimild til að róa 12 daga í hverjum mánuði, maí, júní, júlí og ágúst. Jafnframt myndi breytingin tryggja sátt milli strandveiðisjómanna án tillits þess hvar á landinu þeir gera út.“

Vekur Landssambandið athygli á að öll aðildarfélög þess hafi verið afnám svæðisskiptingunni sammála sem og að tryggðir væru 48 dagar til strandveiða. „Við lokafrágang frumvarpsins var hins vegar, að kröfu ráðherra, ákveðið að setja inn ákvæði sem veitti heimild til að stöðva strandveiðar þegar ákveðnum afla væri náð.“

Sanngirnismál

Ef gengist yrði við kröfunni um 48 veiðidaga til allra þeirra sem taka þátt í strandveiðum myndi það, að óbreyttum lögum, krefjast töluvert meiri aflaheimilda en veiðunum er ráðstafað nú.

„Miðin hringinn í kringum landið eru mis gjöful eftir árstíma. Í núverandi kerfi færðu útgerðir sig til á milli svæða,aðallega yfir á A svæðið sem gefur vel fyrripart sumars. Fiskgengd á C svæðinu er þannig að í maí og júní fæst varla bein úr sjó,nema þá helst verðlítill fjörufiskur. Núna í sumar þegar fiskurinn mætti loksins á okkar mið,þá voru strandveiðarnar blásnar af. […] Meðan aflaheimildir duga ekki til, fyrir 48 dögum, þá er mikið sanngirnismál að svæðaskipta strandveiðum,“ skrifar Snorri Sturluson í umsögn sinni.

Hrólfur Björnsson, trillusjómaður Raufarhöfn, tekur undir og segir: „ Ég styð svæðaskiptingu strandveiða. Ef strandveiðar verða áfram eins og síðasta sumar er èg hræddur um að menn færi sig milli svæða í auknum mæli. Þá verða færri hér í okkar brothættu byggðum.“

Skipting auki hættu

„Að taka upp svæðaskiptingu strandveiðikerfisins væru stór mistök og er ég því algjörlega mótfallinn. Sjómenn munu keppast um að ná sem flestum dögum sem verður til þess að farið verður til sjós í verri veðrum en ella. […] Öryggi sjómanna þarf að vera forgangsmál þegar horft er til breytinga á þessu kerfi okkar,“ skrifar Axel Örn Guðmundsson Geirdal.
Hann kveðst einnig telja að mismunun muni fylgja breytingunni „þar sem einhverja daga gætu eigendur stærri báta róið á meðan þeir á minni bátum annaðhvort heima sitja eða hætta sér út til þess að reyna að sjá fyrir sér og sínum.“

Elvar Þór Gunnarsson hvetur „ráðherra til að endurskoða þessa ákvörðun sína og leita leiða þannig hægt sé að útfæra á þann veg að hverjum báti séu tryggðir 48 veiðidagar á ári.“7

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.3.23 467,77 kr/kg
Þorskur, slægður 24.3.23 614,93 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.3.23 452,97 kr/kg
Ýsa, slægð 24.3.23 457,59 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.3.23 221,00 kr/kg
Ufsi, slægður 24.3.23 326,76 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 27.1.23 237,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.3.23 213,00 kr/kg
Gullkarfi 24.3.23 417,85 kr/kg
Litli karfi 24.3.23 5,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.3.23 Særún EA-251 Grásleppunet
Þorskur 2.595 kg
Skarkoli 66 kg
Samtals 2.661 kg
24.3.23 Guðmundur Arnar EA-102 Grásleppunet
Þorskur 2.664 kg
Skarkoli 56 kg
Steinbítur 14 kg
Samtals 2.734 kg
24.3.23 Sævík GK-757 Lína
Þorskur 6.523 kg
Ýsa 667 kg
Langa 287 kg
Samtals 7.477 kg
24.3.23 Hópsnes GK-077 Landbeitt lína
Karfi 16 kg
Samtals 16 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.3.23 467,77 kr/kg
Þorskur, slægður 24.3.23 614,93 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.3.23 452,97 kr/kg
Ýsa, slægð 24.3.23 457,59 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.3.23 221,00 kr/kg
Ufsi, slægður 24.3.23 326,76 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 27.1.23 237,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.3.23 213,00 kr/kg
Gullkarfi 24.3.23 417,85 kr/kg
Litli karfi 24.3.23 5,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.3.23 Særún EA-251 Grásleppunet
Þorskur 2.595 kg
Skarkoli 66 kg
Samtals 2.661 kg
24.3.23 Guðmundur Arnar EA-102 Grásleppunet
Þorskur 2.664 kg
Skarkoli 56 kg
Steinbítur 14 kg
Samtals 2.734 kg
24.3.23 Sævík GK-757 Lína
Þorskur 6.523 kg
Ýsa 667 kg
Langa 287 kg
Samtals 7.477 kg
24.3.23 Hópsnes GK-077 Landbeitt lína
Karfi 16 kg
Samtals 16 kg

Skoða allar landanir »