Harma að strandveiðar verði stöðvaðar

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátasjómanna.
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátasjómanna. mbl.is/Golli

Félagsmenn Landssambands smábátaeigenda (LS) harma að morgundagurinn, fimmtudagur, verður líklega síðasti dagurinn sem heimilt verður að stunda strandveiðar í ár. Þetta segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS, í samtali við 200 mílur.

„Að öllu óbreyttu verður síðasti dagur strandveiða á morgun,“ tilkynnti Fiskistofa á vef sínum síðdegis í dag. Þar sagði að aðeins 400 tonn af þorski sé eftir af þeim aflaheimildum sem ætlað er strandveiðum í ár og er það ekki með öllum löndunartölum dagsins í dag. Á þessum grundvelli séu „meiri líkur en minni“ á að veiðarnar verði stöðvaðar þegar morgundeginum lýkur.

Örn er hissa þegar undir hann er borin tilkynning Fiskistofu og segir vonbrigði að ekki sé meiri sveigjanleiki í kerfinu, en vonast var að mánudagurinn 25. júlí yrði síðasti dagur veiðanna. Helst myndu smábátasjómenn vilja að öllum yrðu tryggðir 48 strandveiðiveiðidagar, 12 dagar á mánuði maí júní, júlí og ágúst.

„Ég hefði talið það fullkomlega eðlilegt að hafa mánudaginn líka, þá væri öruggt að þær veiðiheimildir sem við erum með myndu klárast. Ég tel mjög tæpt að þetta klárist á morgun og myndi það skjóta skökku við ef veiðar yrðu stöðvaðar áður en heimildir klárast,“ segir hann.

Synd að stöðva þegar veiðist vel

Strandveiðar hafa gengið vel og aflabrögð verið með miklum ágætum og segir Örn dapurlegt að binda þurfi enda á veiðar undir slíkum kringumstæðum. „Það er einkennilegt að ráðherra hafi engan möguleika til að bregðast við þessu. Ég reikna nú alveg með því að hún [Svandís Svavarsdóttir] hefði gert það ef svo hefði verið. […] Það er mat ráðuneytisins að það séu engar smugur til til þess að auka aflaheimildirnar. Þetta er eitthvað sem þarf að breyta á Alþingi, enda stóð alltaf til að þetta yrðu 48 veiðidagar.“

Hann segir marga hafa bundið vonir við að meiri þorskkvóti yrði veittur til þessara veiða þar sem mikill loðnukvóti var gefinn út, en ríkið bauð hann upp í skiptum fyrir þorsk. „Ríkið fékk nánast engan þorsk í skiptum fyrir loðnu og skiptin í makríl voru á helmingi þess sem ígildin eru og kom því lítið af þorski þar líka. Það er alveg óþolandi að strandveiðar skulu vera háðar á því hvað fæst af þorski í skiptum fyrir uppsjávarkvóta.“

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 12.9.22 1.117,11 kr/kg
Þorskur, óslægður 5.10.22 562,12 kr/kg
Þorskur, slægður 5.10.22 660,83 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.10.22 396,37 kr/kg
Ýsa, slægð 5.10.22 395,35 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.10.22 296,81 kr/kg
Ufsi, slægður 5.10.22 311,09 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.22 166,00 kr/kg
Gullkarfi 5.10.22 402,67 kr/kg
Litli karfi 28.9.22 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.10.22 Björg EA-007 Botnvarpa
Grálúða 2.619 kg
Samtals 2.619 kg
5.10.22 Ásdís ÍS-002 Dragnót
Ýsa 832 kg
Þorskur 627 kg
Skarkoli 242 kg
Steinbítur 18 kg
Lúða 10 kg
Þykkvalúra sólkoli 2 kg
Gullkarfi 1 kg
Samtals 1.732 kg
5.10.22 Egill ÍS-077 Dragnót
Þorskur 14.195 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 14.295 kg
5.10.22 Hlökk ST-066 Landbeitt lína
Ýsa 3.559 kg
Þorskur 1.293 kg
Lýsa 33 kg
Hlýri 17 kg
Steinbítur 17 kg
Gullkarfi 4 kg
Langa 1 kg
Samtals 4.924 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 12.9.22 1.117,11 kr/kg
Þorskur, óslægður 5.10.22 562,12 kr/kg
Þorskur, slægður 5.10.22 660,83 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.10.22 396,37 kr/kg
Ýsa, slægð 5.10.22 395,35 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.10.22 296,81 kr/kg
Ufsi, slægður 5.10.22 311,09 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.22 166,00 kr/kg
Gullkarfi 5.10.22 402,67 kr/kg
Litli karfi 28.9.22 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.10.22 Björg EA-007 Botnvarpa
Grálúða 2.619 kg
Samtals 2.619 kg
5.10.22 Ásdís ÍS-002 Dragnót
Ýsa 832 kg
Þorskur 627 kg
Skarkoli 242 kg
Steinbítur 18 kg
Lúða 10 kg
Þykkvalúra sólkoli 2 kg
Gullkarfi 1 kg
Samtals 1.732 kg
5.10.22 Egill ÍS-077 Dragnót
Þorskur 14.195 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 14.295 kg
5.10.22 Hlökk ST-066 Landbeitt lína
Ýsa 3.559 kg
Þorskur 1.293 kg
Lýsa 33 kg
Hlýri 17 kg
Steinbítur 17 kg
Gullkarfi 4 kg
Langa 1 kg
Samtals 4.924 kg

Skoða allar landanir »

Loka