Dótturfélag Brims með mesta krókaaflamarkið

Kristján HF-100 er gerður út af Grunni ehf. dótturfélagi Brims. …
Kristján HF-100 er gerður út af Grunni ehf. dótturfélagi Brims. Grunnur fer með mestu veiðiheimildirnar í krókaaflamarkskerfinu. Ljósmynd/Kambur hf.

Grunnur ehf., dótturfélag Brims hf., er með mestu hlutdeildina í úthlutuðum aflaheimildum í krókaaflamarkskerfinu. Um er að ræða 4,7% af úthlutuðum þorskígildistonnum en lögbundið hámark er 5%. Þá er félagið með 3,99% af úthlutuðum heimildum í þorski og 4,94% í ýsu.

Þetta má lesa úr yfirliti Fiskistofu sem fékkst afhent í byrjun mánaðar.

Næst á eftir Grunni er Jakob Valgeir ehf. með 4,2% hlut af úthlutuðum þorskígildum. Stakkavík ehf. fer með þriðja mesta krókaaflmarkið eða 4,06%, en þétt á eftir er Nesver ehf. með 4,02% og svo fylgir dótturfélag Loðnuvinnslunnar Hjálmar ehf. með 3,92%. Háaöxl ehf., sem er 49% í eigu Loðnuvinnslunnar, fer með sjöttu mestu hlutdeildina eða 3,91% – þessi félög teljast ekki tengd samkvæmt gildandi fyrirkomulagi laga og telst því aðskild hlut Hjálmars ehf. þegar reiknuð er staða gagnvart 5% hámarkshlutdeild.

Háaöxl og Hjálmar gera út Hafrafell SU og Sandfell SU sem hafa ítrekað verið meðal aflamestu krókaaflamarksbátum landsins.

Tuttugu útgerðir með langmest

Alls fara tíu stærstu útgerðirnar í krókaaflamarkskerfinu með 39,74% af úthlutuðum þorskígildum, en tuttugu stærstu fara með 67,13% þeirra og þar af eru tólf útgerðir með 3% hlut eða meira.

Fimmtíu stærstu krókaaflamarksútgerðirnar fara samanlagt með 94,27% aflaheimilda og er það aukning frá árslokum 2021 þegar þessi 50 fyrirtæki voru með 91% aflaheimildanna.

Mun meiri samþjöppun í ýsu

Ef litið er einungis til heimilda í þorski eru fimm útgerðir með hlutdeild sem nemur 4% hámarkshlut í tegundinni og eru það Hjálmar ehf., Háaöfl ehf. – sem er 49% í eigu Loðnuvinnslunnar, Stakkavík ehf., Jakob Valgeir ehf. og Einhamar Seafood ehf.

Alls eru tíu félögin með mesta krókaaflamarkið í þorski með 39,46% hlut, en tuttugu stærstu með 67,24% hlut í tegundinni.

Lögbundin hámarkshlutdeild í ýsu er 5% og eru tvær útgerðir með heimidlir í tegundinni sem því nemur og eru það Einhamar Seafood ehf. og Nesver ehf. N´st á eftir fyrlgir Jakob Valgeir ehf. með 4,96% hlust, svo Grunnur ehf. með 4,94% og með fimmtu mestu hlutdeildina er Stakkavík ehf. með 4,81%.

Þá eru tíu félög með 45,96% aflaheimilda í ýsu í krókaaflamarkskerfinu og tuttugu með 75,47% þeirra.

Fimmtíu útgerðir með mesta krókaaflamarkið eru með 93,73% hlut í úthlutuðum heimildum í þorski og 98,01% í ýsu.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.1.23 424,23 kr/kg
Þorskur, slægður 31.1.23 432,89 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.1.23 512,02 kr/kg
Ýsa, slægð 31.1.23 433,37 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.1.23 247,23 kr/kg
Ufsi, slægður 31.1.23 292,75 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 27.1.23 237,00 kr/kg
Djúpkarfi 23.1.23 317,00 kr/kg
Gullkarfi 31.1.23 470,05 kr/kg
Litli karfi 27.1.23 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

31.1.23 Þórunn Sveinsdóttir VE-401 Botnvarpa
Ýsa 37.709 kg
Þorskur 23.294 kg
Samtals 61.003 kg
31.1.23 Grettir BA-039 Þaraplógur
Hrossaþari 183.920 kg
Samtals 183.920 kg
31.1.23 Vestmannaey VE-054 Botnvarpa
Þorskur 15.366 kg
Ýsa 7.678 kg
Gullkarfi 352 kg
Samtals 23.396 kg
31.1.23 Björgúlfur EA-312 Botnvarpa
Grálúða 988 kg
Gullkarfi 988 kg
Samtals 1.976 kg
30.1.23 Hafrafell SU-065 Lína
Þorskur 357 kg
Keila 91 kg
Ýsa 48 kg
Steinbítur 41 kg
Hlýri 10 kg
Langa 7 kg
Gullkarfi 3 kg
Samtals 557 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.1.23 424,23 kr/kg
Þorskur, slægður 31.1.23 432,89 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.1.23 512,02 kr/kg
Ýsa, slægð 31.1.23 433,37 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.1.23 247,23 kr/kg
Ufsi, slægður 31.1.23 292,75 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 27.1.23 237,00 kr/kg
Djúpkarfi 23.1.23 317,00 kr/kg
Gullkarfi 31.1.23 470,05 kr/kg
Litli karfi 27.1.23 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

31.1.23 Þórunn Sveinsdóttir VE-401 Botnvarpa
Ýsa 37.709 kg
Þorskur 23.294 kg
Samtals 61.003 kg
31.1.23 Grettir BA-039 Þaraplógur
Hrossaþari 183.920 kg
Samtals 183.920 kg
31.1.23 Vestmannaey VE-054 Botnvarpa
Þorskur 15.366 kg
Ýsa 7.678 kg
Gullkarfi 352 kg
Samtals 23.396 kg
31.1.23 Björgúlfur EA-312 Botnvarpa
Grálúða 988 kg
Gullkarfi 988 kg
Samtals 1.976 kg
30.1.23 Hafrafell SU-065 Lína
Þorskur 357 kg
Keila 91 kg
Ýsa 48 kg
Steinbítur 41 kg
Hlýri 10 kg
Langa 7 kg
Gullkarfi 3 kg
Samtals 557 kg

Skoða allar landanir »