„Ég fékk engin önnur viðbrögð en góð“

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra svaraði fjölmiðlum í kjölfar fundar ríkisstjórnarinnar. Hún …
Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra svaraði fjölmiðlum í kjölfar fundar ríkisstjórnarinnar. Hún segir einingu í ríkisstjórn um að herða reglur um hvalveiðar. Ljósmynd/Austurfrétt

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir einingu hafa verið í ríkisstjórn um að í reglugerð verði skilyrði hvalveiða hert. „Ég fékk engin önnur viðbrögð en góð við þessari niðurstöðu,“ svarar Svandís að loknum ríkisstjórnarfundi á Egilsstöðum í dag.

Í nýrri reglugerð sem boðuð var í kjölfar fundarins í dag er gert ráð fyrir að verði ítarlegar og hertari kröfur til veiðibúnaðar, veiðiaðferða og aukið eftirlit. Svandís segir að með þessu sé verið að koma til móts við niðurstöður eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar um veiðar á langreyðum árið 2022, áliti fagráðs um velferð dýra og skýrslu starfshóps um mat á leiðum til að fækka frávikum við veiðarnar.

Spurð hvort skilyrðin séu svo hörð að ekki verði unnt að stunda hvalveiðar, svarar Svandís að ekki sé gert sé ráð fyrir því, enda þurfi að gæta meðalhófs í því samhengi.

Hefur Hvalur hf. verið hafður með í ráðum við mótun þessara skilyrða?

„Hvalur fékk tækifæri til að bregðast við skýrslunni og koma sínum ábendingum og áhyggjum á framfæri.“

Hvort hvalveiðar verði stundaðar á komandi árum á grundvelli þessara nýju viðmiða fæst ekki upplýst á þessum tímapunkti: „Það er allt önnur umræða og önnur ákvörðun. Við erum núna að vinna úr framkvæmd þess leyfis sem er í gildi frá tíð forvera míns og rennur út um næstu áramót.“

Matvælastofnun og Fiskistofu er ætlað að vinna saman að eftirliti með framkvæmd veiðanna sem stendur til að hefjist á morgun. Þá er gert ráð fyrir að stofnanirnar sendi ráðuneytinu skýrslu við lok veiðitímabils þar sem dregnar eru saman helstu niðurstöður eftirlits með hvalveiðum 2023.

„Þetta verða mikilvæg gögn bæði fyrir stofnanirnar og ráðuneytið sem falla til á þessu veiðitímabili. Ég hef lagt á það áherslu allan tímann að við söfnum eins miklum gögnum og hægt er. Það hefur ekki endilega verið til fyrirmyndar að stunda atvinnustarfsemi af þessu tagi án þess að það sé vel utanum það haldið af hálfu stjórnvalda,“ segir Svandís.

Skýrsla MAST barst seint

Tilkynnt var 20 júní, skömmu fyrir upphaf hvalveiðitímabilsins, að tímabundið bann yrði sett á veiðarnar. Var ákvörðunin tekin eftir að Matvælastofnun komst að þeirri niðurstöðu að framkvæmd veiðanna sumarið 2022 samræmdist ekki markmiðum laga um velferð dýra. Skýrsla stofnunarinnar var birt 8. maí eða sjö til átta mánuðum eftir lok veiðitímabilsins.

Telur ráðherra ásættanlegt að skýrslan hafi borist svona seint? „Nei, það finnst mér ekki. Þetta tók of langan tíma og þetta getur ekki verið mátinn sem við gerum upp vertíðina sem nú er að hefjast.“

Í ljósi þeirrar stöðu sem þá var uppi telur Svandís að sér hafi ekki verið annað mögulegt en að taka fyrir veiðarnar. „Ég taldi mig vera í mjög þröngri stöðu á þessum tímapunkti og ég taldi ekki ásættanlegt að láta vertíðina hefjast án þess að fara í frekari rannsókn á stöðunni. Það er að segja hvort hægt væri að bæta framkvæmd veiða með einhverjum þeim breytingum eða aðlögunum sem kynnu að draga úr þessum frávikum.“

Á lögmætum grunni

Embættisfærslur Svandísar er snúa að því að banna hvalveiðarnar skömmu fyrir upphaf vertíðar í sumar hafa verið gagnrýndar af fulltrúum starfsmanna Hvals hf. sem og eigendum fyrirtækisins.

„Ég tek ákvarðanir á faglegum og lögmætum grunni eins og ég er vön, og í samræmi við góða stjórnsýslu og þetta var ekkert frávik frá því,“ segir Svandís um gagnrýnina. Hún segist jafnframt hafa samúð með því fólki sem lenti í því að verða fyrir tekjutapi vegna ákvörðunarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.7.24 548,75 kr/kg
Þorskur, slægður 26.7.24 540,89 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.7.24 373,46 kr/kg
Ýsa, slægð 26.7.24 153,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.7.24 161,40 kr/kg
Ufsi, slægður 26.7.24 208,59 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 26.7.24 543,91 kr/kg
Litli karfi 23.7.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.7.24 Hafrafell SU 65 Lína
Steinbítur 958 kg
Þorskur 196 kg
Keila 38 kg
Skarkoli 26 kg
Samtals 1.218 kg
26.7.24 Arnþór EA 37 Handfæri
Þorskur 782 kg
Ufsi 133 kg
Samtals 915 kg
26.7.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 756 kg
Ufsi 482 kg
Samtals 1.238 kg
26.7.24 Gísli EA 221 Handfæri
Þorskur 2.199 kg
Ufsi 26 kg
Samtals 2.225 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.7.24 548,75 kr/kg
Þorskur, slægður 26.7.24 540,89 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.7.24 373,46 kr/kg
Ýsa, slægð 26.7.24 153,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.7.24 161,40 kr/kg
Ufsi, slægður 26.7.24 208,59 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 26.7.24 543,91 kr/kg
Litli karfi 23.7.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.7.24 Hafrafell SU 65 Lína
Steinbítur 958 kg
Þorskur 196 kg
Keila 38 kg
Skarkoli 26 kg
Samtals 1.218 kg
26.7.24 Arnþór EA 37 Handfæri
Þorskur 782 kg
Ufsi 133 kg
Samtals 915 kg
26.7.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 756 kg
Ufsi 482 kg
Samtals 1.238 kg
26.7.24 Gísli EA 221 Handfæri
Þorskur 2.199 kg
Ufsi 26 kg
Samtals 2.225 kg

Skoða allar landanir »