Sólbergið aflamest í þorski og ýsu

Sólberg ÓF-1 landaði mestum þorski og mestri ýsu í október. …
Sólberg ÓF-1 landaði mestum þorski og mestri ýsu í október. Um er að ræða rúm 666 tonn af þorski og um 409 tonnum af ýsu. mbl.is/Þorgeir

Alls lönduðu 121 aflamarkskip og 132 krókaaflamarksbátar 21.630 tonnum af þorski í október. Þar af voru aflamarksskipin með tæp 17.285 tonn og kókaflamarksbátarnir með tæp 4.346 tonn. Mestum þorski landaði Sólberg ÓF sem kom til hafnar með 666,2 tonn, en skipið landaði einnig mestri ýsu í október.

Þetta má lesa úr gögnum Fiskistofu.

Þar sést að Páll Jónsson GK landaði næst mestum þorski eða 596 tonnum í október. Á eftir fylgir Björg EA með 594 tonn, svo Drangey SK með 574 tonn og landaði Sighvatur GK tæplega 564 tonnum af þorski.

Meðal krókaaflamarksbáta landaði Vigur SF mestum þorski í október og bar báturinn 202,7 tonn  af tegundinni að landi. Sandfell SU fylgir á eftir með 196 tonn, svo Kristján HF með tæp 174 tonn og síðan Gísli Súrsson GK með rétt rúm 163 tonn. Fimmta mesta þorskafla meðal krókaaflamarksbáta var Háey I ÞH sem landaði 160,5 tonnum í október.

Einar Guðnason með mestu ýsuna

Í októbermánuði var einnig landað 8.933,5 tonnum af ýsu, þar af rúmlega 6.783 tonnum af aflamarksskipum en 2.150 tonn af krókaaflamarksbátum. Alls lönduðu 108 aflamarksskip ýsu í október en aðeins 80 krókaaflamarksbátar.

Einar Guðnason ÍS landaði mestri ýsu meðal krókaaflamarksbáta og nam aflinn rúmlega 145 tonnum. Næst mesta ýsuafla landaði Kristinn HU sem bar rúm 135 tonn að landi. Á eftir fylgir Sandfell SU með rúm 90 tonn, Indriði Kristins BA með 86 tonn og síðan Daðey GK með tæplega 85 tonn.

Meðal aflamarksskipa var sem fyrr segir Sólbergið með mesta ýsuaflann og nam hann rúmlega 409 tonnum sem er næstum tvöfalt meira en næsta aflamarksskip á eftir. Næst mestan ýsuafla landaði Vigri RE og nam aflinn 221 tonni. Vestmannaey VE landaði rúmu 201 tonni og Sigurborg SH rúmum 200 tonnum, en Baldvin Njálsson GK landaði fimmta mesta ýsuaflanum og nam hann 191 tonni.

Einar Guðnason ÍS landaði mestri ýsu í október meðal krókaaflamarksbáta.
Einar Guðnason ÍS landaði mestri ýsu í október meðal krókaaflamarksbáta. mbl.is/Sigurður Bogi

Aflamarksskip með 98% af ufsanum

Sé litið til ufsans lönduðu 104 aflamarksskip og 105 krókaflamarksbátar 4.480 tonnum af tegundinni í október. Þar af lönduðu aflamarksskipin nánast öllum aflanum eða 4.394 tonnum sem er meira en 98% af öllum ufsa sem landað var. Krókaaflamarksbátarnir lönduðu aðeins 86 tonnum.

Mestum ufsa landaði Sólborg RE sem kom með 343 tonn að bryggju í mánuðinum, en Akurey AK landaði næst mestum ufsa og nam aflinn 243 tonnum. Landaði Viðey RE tæplega 227 tonnum, Vigri RE rúmum 222 tonnum og Baldvin Njálsson GK rúmlega 221 tonni.

Sævar SF landaði mestum ufsa meðal krókaflamarksbáta og nam aflinn 7,8 tonnum en á eftir fylgir Hafdalur GK með 7,7 tonn. Stakkhamar SH fylgir á eftir með 6 tonn og síðan Falkvard ÍS með tæp 5,2 tonn. Óli á Holti KÓ landaði fimmta mesta ufsanum, alls 4,6 tonnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.7.24 548,75 kr/kg
Þorskur, slægður 26.7.24 540,89 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.7.24 373,46 kr/kg
Ýsa, slægð 26.7.24 153,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.7.24 161,40 kr/kg
Ufsi, slægður 26.7.24 208,59 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 26.7.24 543,91 kr/kg
Litli karfi 23.7.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.7.24 Hafrafell SU 65 Lína
Steinbítur 958 kg
Þorskur 196 kg
Keila 38 kg
Skarkoli 26 kg
Samtals 1.218 kg
26.7.24 Arnþór EA 37 Handfæri
Þorskur 782 kg
Ufsi 133 kg
Samtals 915 kg
26.7.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 756 kg
Ufsi 482 kg
Samtals 1.238 kg
26.7.24 Gísli EA 221 Handfæri
Þorskur 2.199 kg
Ufsi 26 kg
Samtals 2.225 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.7.24 548,75 kr/kg
Þorskur, slægður 26.7.24 540,89 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.7.24 373,46 kr/kg
Ýsa, slægð 26.7.24 153,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.7.24 161,40 kr/kg
Ufsi, slægður 26.7.24 208,59 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 26.7.24 543,91 kr/kg
Litli karfi 23.7.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.7.24 Hafrafell SU 65 Lína
Steinbítur 958 kg
Þorskur 196 kg
Keila 38 kg
Skarkoli 26 kg
Samtals 1.218 kg
26.7.24 Arnþór EA 37 Handfæri
Þorskur 782 kg
Ufsi 133 kg
Samtals 915 kg
26.7.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 756 kg
Ufsi 482 kg
Samtals 1.238 kg
26.7.24 Gísli EA 221 Handfæri
Þorskur 2.199 kg
Ufsi 26 kg
Samtals 2.225 kg

Skoða allar landanir »