8,6 milljarða hagnaður á 9 mánuðum

Hagnaður Síldarvinnslunnar á þriðja ársfjórðungi var rúmlega 2,7 milljarðar króna.
Hagnaður Síldarvinnslunnar á þriðja ársfjórðungi var rúmlega 2,7 milljarðar króna. Ljósmynd/Síldarvinnslan

Hagnaður Síldarvinnslunnar á þriðja ársfjórðungi nam rúmlega 20,1 milljónum bandaríkjadala sem er jafnvirði um 2.800 milljóna íslenskra króna. Hagnaður félagsins á fyrstu níu mánuðum ársins var 62,8 milljónir bandaríkjadala sem eru rúmlega 8.600 milljónir íslenskra króna.

Þetta má lesa í færslu á vef Síldarvinnlunnar þar sem greint er frá uppgjöri ársfjórðungsins.

Það segir að makrílveiðin hafi að mestu farið fram innan lögsögunnar og hafi gengið vel. Einnig gengu veiðar á norsk-íslenskri síld vel og var stutt að sækja aflann. Sala á uppsjávarafurðum hefur gengið vel en minni umsvif voru í bolfiskveiðum- og vinnslu vegna sumarleyfa og kvótstöðu. Þá hefur orðið þó nokkur hækkun á kostnaðarliðum.

Alls námu rekstrartekjur 106,8 milljónum bandaríkjadala á þriðja ársfjórðungi en tekjurnar voru 317,9 milljónir dalir á fyrstu níu mánuðum.

Heildareignir samstæðu Síldarvinnslunanr eru metnir á rúman milljarð bandaríkjadala eða tæplega 150 milljarða íslenskra króna.

Óvissa vegna jarðhræringa

„Jarðhræringar á Reykjanesi hafa stöðvað tímabundið bolfiskvinnslu félagsins í Grindavík. Starfsmönnum hefur tekist að bjarga öllum verðmætum sem bundin voru í birgðum og hluta lausafjár. Engar sjáanlegar skemmdir hafa komið í ljós á eignum félagsins og enn sem komið er hefur ekki orðið vart við umfangsmikið tjón utan rekstrarstöðvunar bolfiskvinnslunnar,“ segir Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar í færslunni.

Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar.
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar. mbl.is

„Mikil óvissa hefur ríkt hjá starfsfólki Vísis eins og öllum íbúum Grindavíkur frá því að jarðhræringarnar hófust. Því hefur verið lögð áhersla á að halda samskiptum við starfsfólk og styðja það með upplýsingagjöf eins og frekast er kostur.“

Hann segir ekki útséð hvert endanlegt tjón félagsins verður þar sem mikil óvissa er hver framvindan verður, en vísbendingar séu um að hættan í Grindavík sé á undanhaldi og að hægt verði að hefja undirbúning að því að koma vinnslu Vísis af stað á ný.

„Heilt yfir er uppgjörið gott og í takt við væntingar félagsins. Aukið vægi bolfisksheimilda og fjárfestingar síðustu ára jafna út sveiflur á milli tegunda. Þrátt fyrir ýmsar áskoranir er félagið með sterkan efnahag og fjölbreyttan rekstur til að takast á við framtíðina. Sem fyrr hefur Síldarvinnslan lagt áherslu á fjárfestingar til að þjóna viðskiptavinum sínum betur en aðeins með fjárfestingu í greininni er sjávarútvegurinn í stakk búinn að verja samkeppnisforskot sitt á alþjóðlegum mörkuðum,“ segir Gunnþór.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.2.24 480,92 kr/kg
Þorskur, slægður 23.2.24 253,91 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.2.24 234,32 kr/kg
Ýsa, slægð 23.2.24 189,47 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.2.24 179,61 kr/kg
Ufsi, slægður 23.2.24 257,62 kr/kg
Gullkarfi 23.2.24 250,57 kr/kg
Litli karfi 22.2.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 21.2.24 101,00 kr/kg
Blálanga, slægð 23.2.24 115,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.2.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 9.082 kg
Ýsa 2.082 kg
Steinbítur 10 kg
Samtals 11.174 kg
23.2.24 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Þorskfisknet
Þorskur 2.884 kg
Ufsi 26 kg
Grásleppa 18 kg
Karfi 16 kg
Samtals 2.944 kg
22.2.24 Vésteinn GK 88 Lína
Þorskur 12.166 kg
Ýsa 1.255 kg
Samtals 13.421 kg
22.2.24 Emil NS 5 Landbeitt lína
Þorskur 2.436 kg
Ýsa 1.145 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 39 kg
Karfi 12 kg
Hlýri 11 kg
Samtals 3.691 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.2.24 480,92 kr/kg
Þorskur, slægður 23.2.24 253,91 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.2.24 234,32 kr/kg
Ýsa, slægð 23.2.24 189,47 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.2.24 179,61 kr/kg
Ufsi, slægður 23.2.24 257,62 kr/kg
Gullkarfi 23.2.24 250,57 kr/kg
Litli karfi 22.2.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 21.2.24 101,00 kr/kg
Blálanga, slægð 23.2.24 115,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.2.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 9.082 kg
Ýsa 2.082 kg
Steinbítur 10 kg
Samtals 11.174 kg
23.2.24 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Þorskfisknet
Þorskur 2.884 kg
Ufsi 26 kg
Grásleppa 18 kg
Karfi 16 kg
Samtals 2.944 kg
22.2.24 Vésteinn GK 88 Lína
Þorskur 12.166 kg
Ýsa 1.255 kg
Samtals 13.421 kg
22.2.24 Emil NS 5 Landbeitt lína
Þorskur 2.436 kg
Ýsa 1.145 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 39 kg
Karfi 12 kg
Hlýri 11 kg
Samtals 3.691 kg

Skoða allar landanir »