Innleiða breytingar sem minnka olíunotkun og losun

Brúarfoss í Sundahöfn. Stórskipið er 179 metra langt og 26 …
Brúarfoss í Sundahöfn. Stórskipið er 179 metra langt og 26 þúsund tonn.að þyngd. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Eimskip mun á fyrsta ársfjórðungi næsta árs innleiða breytingar á gámasiglingakerfi félagsins og er markmiðið að einfalda siglingakerfið, fækka viðkomum í höfnum og stytta siglingaleiðir og þar með minnka kolefnislosun og lækka kostnað.

Gert er ráð fyrir að breytingarnar geri það að verkum að sigldum sjómílum fækki um rúmlega 40.000 eða ríflega 5%. Auk þess mun olíunotkun minnka um fimm þusund tonn og losun koltvíoxíðs mun minnka um fimmtán þúsund tonn sem eru um 7%, en borið saman við árið 2022 er samdráttur í olíunotkun um tæp 11.000 tonn eða um 14%.

Telur félagið að með breytingunum verði hægt að styrkja þjónustu við viðskiptavini með áreiðanlegri og umhverfisvænni siglingum, en breytingarnar eru lokafasi í verkefni sem hófst fyrr á árinu neð siglingakerfisbreytingum sem innleiddar voru á vormánuðum, segir í tilkynningu á vef Eimskipa.

„Með þessum breytingum minnkar fjöldi losunarheimilda (ETS eininga) sem Eimskip þarf að kaupa frá og með næsta ári sem stuðlar að minni fjárhagslegum kostnaði fyrir samfélagið, segir í tilkynningunni en þegar hefur einu gámaskipi verið lagt og eru skip í rekstri nú 11.

Siglingaleiðir Eimskipa.
Siglingaleiðir Eimskipa. Kort/Eimskip

Töluverðar breytingar hafa verið gerðar á skipulagi siglinga og er gert ráð fyrir að flutningstími milli Íslands og Bretlands styttist og að innflutningur frá Danmörku og Svíþjóð kemur til Reykjavíkur á mánudegi, eða degi fyrr en í núverandi kerfi. Þá verða vikulegar strandsiglingar á Íslandi sem sagðar eru tryggja betri og umhverfisvænni þjónustu við landsbyggðina.

Einföldun siglinga á Norður-Ameríku leiðinni á að styðja við flutninga á ferskum fiski, en þjónusta í flutningum frá norður og vestur Noregi til Færeyja og Norður-Ameríku er aukin. Breytingunum fylgir einnig bein tenging milli Færeyja og Þúskalands.

Vakin er athygli á að nýr hafnarþjónustuaðili í Rotterdam mun sinna félaginu og að siglt verður til nýrrar og stærri hafnar í Teesport í Bretlandi.

„Framundan eru því breytingar á þremur siglingaleiðum félagsins, þ.e. rauðu, gulu og bláu. Rauða leiðin verður áfram í samsiglingum með RAL en með þeirri breytingu að leiðin mun hafa viðkomu í Bremerhaven í Þýskalandi og á móti fækkar viðkomum í öðrum höfnum. Bláa leiðin mun ekki lengur sigla til Bremerhaven en mun bæta við viðkomu á norðurleiðinni í Teesport í Bretlandi fyrir innflutning til Íslands. Gula leiðin breytist töluvert en mun áfram gegna mikilvægu hlutverki fyrir Vestmannaeyjar og fær aukið vægi í þjónustu við Færeyjar,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.7.24 548,75 kr/kg
Þorskur, slægður 26.7.24 540,89 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.7.24 373,46 kr/kg
Ýsa, slægð 26.7.24 153,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.7.24 161,40 kr/kg
Ufsi, slægður 26.7.24 208,59 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 26.7.24 543,91 kr/kg
Litli karfi 23.7.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.7.24 Hafrafell SU 65 Lína
Steinbítur 958 kg
Þorskur 196 kg
Keila 38 kg
Skarkoli 26 kg
Samtals 1.218 kg
26.7.24 Arnþór EA 37 Handfæri
Þorskur 782 kg
Ufsi 133 kg
Samtals 915 kg
26.7.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 756 kg
Ufsi 482 kg
Samtals 1.238 kg
26.7.24 Gísli EA 221 Handfæri
Þorskur 2.199 kg
Ufsi 26 kg
Samtals 2.225 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.7.24 548,75 kr/kg
Þorskur, slægður 26.7.24 540,89 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.7.24 373,46 kr/kg
Ýsa, slægð 26.7.24 153,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.7.24 161,40 kr/kg
Ufsi, slægður 26.7.24 208,59 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 26.7.24 543,91 kr/kg
Litli karfi 23.7.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.7.24 Hafrafell SU 65 Lína
Steinbítur 958 kg
Þorskur 196 kg
Keila 38 kg
Skarkoli 26 kg
Samtals 1.218 kg
26.7.24 Arnþór EA 37 Handfæri
Þorskur 782 kg
Ufsi 133 kg
Samtals 915 kg
26.7.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 756 kg
Ufsi 482 kg
Samtals 1.238 kg
26.7.24 Gísli EA 221 Handfæri
Þorskur 2.199 kg
Ufsi 26 kg
Samtals 2.225 kg

Skoða allar landanir »