„Andstaða þeirra aldrei verið studd með gögnum“

Friðrik G. Halldórsson talsmaður dragnótamanna segir fátt til í málflutningi …
Friðrik G. Halldórsson talsmaður dragnótamanna segir fátt til í málflutningi smábátamanna um áhrif dragnótaveiða. Samsett mynd

„Það er svo sem ekki nýtt að LS beiti sér gegn dragnótaveiðum. Smábátasjómenn hafa gert það í yfir hundrað ár og á þeim hundrað árum hefur andstaða þeirra aldrei verið studd með neinum gögnum,“ segir Friðrik G. Halldórsson, formaður Samtaka dragnótamanna, um að Landssamband smábátaeigenda (LS) hafa lýst andstöðu við stækkun svæðis sem dragnótaveiðar eru heimilar út af Suðurlandi.

Stjórnvöld hafa lagt til að breyta gildandi regluverki þannig að veiðar með dragnót verði heimilar á tveimur svæðum í stað sjö svæða áður, en þrátt fyrir að svæðum þar sem heimilt er að veiða með dragnót fækki mun þekja svæðanna tveggja vera meiri en þessara sjö sem skipt er út.

„Þessi einföldun er alveg í samræmi við niðurstöður starfshóps um faglega heildarendurskoðun á regluverki varðandi notkun veiðarfæra, veiðisvæði og verndunarsvæði á Íslandsmiðum,“ segir Friðrik.

Í umsögn sinni vegna áformanna sagði LS meðal annars: „Skoða þarf sérstaklega hvort áhrif af fyrirhugaðri breytingu á reglugerð hafi áhrif á hrygningu nytjastofna, verndun ungviðis eða búsvæði sem skoða þarf sérstaklega. Jafnframt telur Hafrannsóknastofnun sig ófæra um að taka faglega afstöðu þeirra breytinga á reglugerð sem um ræðir.“

Ítarlega rannsakað

Friðrik bendir á að í skýrslu fyrrnefnds starfshóps sem birt var í september 2018 segir er sérstaklega farið yfir rannsóknir á áhrifum dragnótar. Í skýrslunni segir að Hafrannsóknastofnun hafi ítrekað í áraraðir bent á að „fyrirliggjandi athuganir og rannsóknir sýni að áhrif dragnótaveiða á botn og lífríki séu tiltölulega lítil og því engar verndunar- eða fiskifræðilegar forsendur fyrir banni við notkun dragnótar á mörgum þeim svæðum sem nú eru lokuð.“

„Í starfshópnum voru meðal annarra sérfræðingur frá fiskistofu og fræðingar frá Hafrannsóknastofnun þar á meðal núverandi forstjóri Hafró,“ segir Friðrik og bætir því við að alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) hafi í greiningum sínum á umhverfisáhrifum veiðarfæra lagt dragnót og handfæri að jöfnu.

„Kjörhæfni dragnótarinnar gagnvart ungviði er mun betri en þau veiðarfæri sem smábátasjómenn nota. Það er nóg til af rannsóknum og skýrslum um áhrif dragnótaveiða á lífríkið, öfugt við að sem LS heldur fram að það þurfi frekari rannsóknir,“ segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.7.24 548,75 kr/kg
Þorskur, slægður 26.7.24 540,89 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.7.24 373,46 kr/kg
Ýsa, slægð 26.7.24 153,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.7.24 161,40 kr/kg
Ufsi, slægður 26.7.24 208,59 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 26.7.24 543,91 kr/kg
Litli karfi 23.7.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.7.24 Hafrafell SU 65 Lína
Steinbítur 958 kg
Þorskur 196 kg
Keila 38 kg
Skarkoli 26 kg
Samtals 1.218 kg
26.7.24 Arnþór EA 37 Handfæri
Þorskur 782 kg
Ufsi 133 kg
Samtals 915 kg
26.7.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 756 kg
Ufsi 482 kg
Samtals 1.238 kg
26.7.24 Gísli EA 221 Handfæri
Þorskur 2.199 kg
Ufsi 26 kg
Samtals 2.225 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.7.24 548,75 kr/kg
Þorskur, slægður 26.7.24 540,89 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.7.24 373,46 kr/kg
Ýsa, slægð 26.7.24 153,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.7.24 161,40 kr/kg
Ufsi, slægður 26.7.24 208,59 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 26.7.24 543,91 kr/kg
Litli karfi 23.7.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.7.24 Hafrafell SU 65 Lína
Steinbítur 958 kg
Þorskur 196 kg
Keila 38 kg
Skarkoli 26 kg
Samtals 1.218 kg
26.7.24 Arnþór EA 37 Handfæri
Þorskur 782 kg
Ufsi 133 kg
Samtals 915 kg
26.7.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 756 kg
Ufsi 482 kg
Samtals 1.238 kg
26.7.24 Gísli EA 221 Handfæri
Þorskur 2.199 kg
Ufsi 26 kg
Samtals 2.225 kg

Skoða allar landanir »