Aflarinn heyrir sögunni til

Ekki verður lengur hægt að skila aflaupplýsingum til Fiskistofu með …
Ekki verður lengur hægt að skila aflaupplýsingum til Fiskistofu með Aflaranum. mbl.is/Alfons

Aflarinn ehf. hefur sagt upp samningi sínum við Fiskstofu um aðgang að vefþjónustu fyrir skil aflaupplýsinga. Fiskistofa vekur athygli á þessu í tilkynningu á vef sínum.

Þar segir að samningur Aflarans við Fiskistofu fellur úr gildi 1. janúar 2024 og ekki verður hægt að nota þeirra þjónustu við skil aflaupplýsinga frá og með þeim degi. Útgerðaraðilar sem eru að nota þjónustu Aflarans við skil aflaupplýsinga verða því að leita til nýs þjónustuaðila.

„Fiskistofa áréttar fyrir skipstjórnarmönnum að í millitíðinni þurfi að gæta að því að skrá aflaupplýsingar í réttri röð í viðmóti kerfis Aflarinn ehf., svo upplýsingarnar berist með réttum hætti til vefþjónustu Fiskistofu. Ábyrgð á réttum skilum aflaupplýsinga í samræmi við lög og stjórnvaldsfyrirmæli hvílir á skipstjórnarmanni fiskiskips,“ segir í tilkynnignunni.

Bendir stofnunin á að upplýsingar um afladagbók er að finna á heimasíðu Fiskistofu, ásamt upplýsingum um þá þjónustuaðila sem hlotið hafa samþykki að uppfylltum kröfum stofnunarinnar um skil aflaupplýsinga í vefþjónustu.

Óviðráðanlegar aðstæður

Aflarinn hóf göngu sína í byrjun árs 2022 og var markmiðið að bjóða einfalt viðmót til að skila inn afladagbókum til Fiskistofu. Aflarinn hefur verið heimasíða, sem þýðir að hægt hefur verið að nota Aflarann bæði á fartölvum, snjallsímum eða spjaldtölvum. Fyrstu vertíðina var afnot af Aflaranum gjaldfrjáls en var síðar krafist fimm úsund krónur í mánuði sem áskriftargjald.

Í október mátti svo sjá tilkynningu á Facebook-síðu Aflarans þar sem sagði: „Vegna óviðráðanlegra aðstæðna kemur aflarinn til með að loka núna um áramótin 2024. Við þökkum samstarfið undanfarin ár.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.2.24 504,46 kr/kg
Þorskur, slægður 26.2.24 550,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.2.24 329,70 kr/kg
Ýsa, slægð 26.2.24 212,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.2.24 189,84 kr/kg
Ufsi, slægður 26.2.24 200,26 kr/kg
Gullkarfi 26.2.24 262,68 kr/kg
Litli karfi 22.2.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 25.2.24 75,00 kr/kg
Blálanga, slægð 26.2.24 275,84 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.2.24 Lundey SK 3 Þorskfisknet
Þorskur 3.436 kg
Ufsi 139 kg
Ýsa 28 kg
Samtals 3.603 kg
26.2.24 Skinney SF 20 Botnvarpa
Þorskur 55.623 kg
Ufsi 46.241 kg
Ýsa 26.119 kg
Steinbítur 2.622 kg
Langa 1.640 kg
Skarkoli 988 kg
Skötuselur 532 kg
Þykkvalúra 463 kg
Karfi 450 kg
Skrápflúra 203 kg
Keila 151 kg
Sandkoli 107 kg
Samtals 135.139 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.2.24 504,46 kr/kg
Þorskur, slægður 26.2.24 550,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.2.24 329,70 kr/kg
Ýsa, slægð 26.2.24 212,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.2.24 189,84 kr/kg
Ufsi, slægður 26.2.24 200,26 kr/kg
Gullkarfi 26.2.24 262,68 kr/kg
Litli karfi 22.2.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 25.2.24 75,00 kr/kg
Blálanga, slægð 26.2.24 275,84 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.2.24 Lundey SK 3 Þorskfisknet
Þorskur 3.436 kg
Ufsi 139 kg
Ýsa 28 kg
Samtals 3.603 kg
26.2.24 Skinney SF 20 Botnvarpa
Þorskur 55.623 kg
Ufsi 46.241 kg
Ýsa 26.119 kg
Steinbítur 2.622 kg
Langa 1.640 kg
Skarkoli 988 kg
Skötuselur 532 kg
Þykkvalúra 463 kg
Karfi 450 kg
Skrápflúra 203 kg
Keila 151 kg
Sandkoli 107 kg
Samtals 135.139 kg

Skoða allar landanir »