Fleiri laxeldisfélög sökuð um ólöglegt verðsamráð

Laxeldi MOWI í Beitveitnes í Noregi. Félagið er eitt sex …
Laxeldi MOWI í Beitveitnes í Noregi. Félagið er eitt sex norskra fyrirtækja sem talin eru hafa stundað ólöglegt verðsamráð. Ljósmynd/MOWI

Sex norskum laxeldisfélögum hefur verið tilkynnt að þau liggja undir grun um að hafa stundað ólöglegt verðsamráð við sölu á ferskum laxi á árunum 2011 og 2019. Félögin framleiða um 80% af öllum laxi í heimi og eiga yfir höfði sér sekt sem nemur allt að 10% af veltu á heimsvísu. Tvö félög eiga meirihluta hlutafjár í fiskeldisfyrirtækjum hér á landi.

Félögin Cermaq, Grieg Seafood, Bremnes, Lerøy, Mowi og SalMar eru talin hafa skipst á viðskiptaupplýsingum er lúta að söluverði, birgðastöðu, sölumagni, framleiðslumagni og framleiðslugetu, svo og öðrum verðákvörðunarþáttum, að því er fram kemur í tilkynningu sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sendir frá sér í dag.

Þar segir að frumathugun framkvæmdastjórnarinnar hafi leitt í ljós brot á samkeppnislögum á umræddu tímabili með því að „eiga samráð um að raska samkeppni á markaði fyrir staðsölu á norskum eldislaxi innan ESB.“

Sérstaklega er vakin athygli á því að um er að ræða tilfallandi sölu til kaupenda í Evrópusambandinu en ekki sölu á grundvelli langtímasamninga. Jafnframt snýr umrætt mál ekki að sölu á frosnum laxaafurðum, heldur einungis sölu á ferskum laxi.

Félögin framleiða 80% af laxi á heimsvísu.
Félögin framleiða 80% af laxi á heimsvísu. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason

Fengu ábendingu 2019

Greinir framkvæmdastjórnin frá því að athugun á starfsemi félaganna hófst eftir að aðilar sem eiga aðild að markaði með lax vöktu athygli hennar á áhyggjum þeirra tengt staðsölu á atlantshafslaxi til Evrópusambandsins og voru sérstakar skoðanir framkvæmdar í febrúar 2019.

Nú þegar félögunum hefur verið tilkynnt um athugasemdir framkvæmdastjórnarinnar við athæfi þeirra gefst þeim tækifæri til að skoða þau gögn sem lögð eru til grundvallar niðurstöðu hennar. Gefst þeim þá tækifæri til að svara skriflega sem og að óska eftir munnlegum málflutningi til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við fulltrúa framkvæmdastjórnarinnar og innlendra samkeppnisyfirvalda.

Gífurleg sekt

„Komist framkvæmdastjórnin að þeirri niðurstöðu, eftir að aðilar hafa nýtt rétt sinn til að verja sig, að nægar sannanir séu fyrir broti getur hún ákvarðað að stöðva umrætt hátterni og sektir allt að 10% af árlegri veltu fyrirtækis á heimsvísu,“ segir í tilkynningu framkvæmdastjórnarinnar.

Sem fyrr segir famleiða þessi sex félög um 80% af öllum laxi í heiminum, en heimsframleiðslan náði um það bil 2,8 milljónir tonna á síðasta ári. Sekt sem nemur 10% af veltu félaganna er því ef til vill gríðarlega há og er málið talið sögulegt.

Tvö félaganna eiga meirihluta hlutafjár í sitt hvoru eldisfyrirtækinu hér á landi og eru bæði á Vestfjörðum. Það er annars vegar Mowi sem fer með 51,28% hlut í Arctic Fish og hins vegar SalMar sem fer með 52,48% í Arnarlaxi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.6.25 505,65 kr/kg
Þorskur, slægður 19.6.25 541,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.6.25 476,37 kr/kg
Ýsa, slægð 19.6.25 478,86 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.6.25 205,52 kr/kg
Ufsi, slægður 19.6.25 277,48 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 19.6.25 239,92 kr/kg
Litli karfi 18.6.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.6.25 Jökull SF 75 Handfæri
Þorskur 415 kg
Ufsi 133 kg
Samtals 548 kg
19.6.25 Dögg SF 18 Handfæri
Þorskur 781 kg
Ufsi 396 kg
Samtals 1.177 kg
19.6.25 Greifinn SU 58 Handfæri
Þorskur 830 kg
Samtals 830 kg
19.6.25 Stelkur RE 7 Handfæri
Þorskur 803 kg
Ufsi 148 kg
Samtals 951 kg
19.6.25 Birna SF 147 Handfæri
Ufsi 976 kg
Þorskur 771 kg
Samtals 1.747 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.6.25 505,65 kr/kg
Þorskur, slægður 19.6.25 541,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.6.25 476,37 kr/kg
Ýsa, slægð 19.6.25 478,86 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.6.25 205,52 kr/kg
Ufsi, slægður 19.6.25 277,48 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 19.6.25 239,92 kr/kg
Litli karfi 18.6.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.6.25 Jökull SF 75 Handfæri
Þorskur 415 kg
Ufsi 133 kg
Samtals 548 kg
19.6.25 Dögg SF 18 Handfæri
Þorskur 781 kg
Ufsi 396 kg
Samtals 1.177 kg
19.6.25 Greifinn SU 58 Handfæri
Þorskur 830 kg
Samtals 830 kg
19.6.25 Stelkur RE 7 Handfæri
Þorskur 803 kg
Ufsi 148 kg
Samtals 951 kg
19.6.25 Birna SF 147 Handfæri
Ufsi 976 kg
Þorskur 771 kg
Samtals 1.747 kg

Skoða allar landanir »