Blængur aflamesti togari Austfjarða

Blængur NK landaði 7.570 tonnum á síðasta ári.
Blængur NK landaði 7.570 tonnum á síðasta ári. Ljósmynd/Hákon Seljan

Talið er að frystitogarinn Blængur NK hafi á síðasta ári landað meiri afla en nokkur annar austfirskur togari hafi gert til þessa og landaði hann heilum 7.570 tonnum. Enginn vafi þykir að um sé að ræða verðmætasta ársafla togara sem gerður hefur verið út frá Austfjörðum.

Afli Blængs var á síðasta ári nokkuð blandaður að því er segir á vef Síldarvinnslunnar. Landaði togarinn tæplega 1.300 tonnum af þorski, tæplega 1.100 tonnum af ýsu, rúmlega 1.500 tonnum af ufsa, rúmlega 1.700 tonnum af karfa, tæplega 900 tonnum af grálúðu og tæplega 1.000 tonnum af gulllaxi.

Tvisvar áður hefur skipið landað yfir sjö þúsund tonnum á einu ári en þá var karfi mun stærra hlutfall heildaraflans.

Skipstjórar á Blængi eru þeir Bjarni Ólafur Hjálmarsson og Sigurður Hörður Kristjánsson.

Þá segir að árið 2024 hafi byrjað vel hjá Blængi. Nú sé hann í 40 daga túr og þurfti að millilanda 18. janúar. Var þá landað 372 tonnum eftir þrettán daga á sjó sem er að meðaltali 28,6 tonn á dag. Uppistaða aflans var ufsi og ýsa.

Blængur NK landaði um miðjan janúar 372 tonnum.
Blængur NK landaði um miðjan janúar 372 tonnum. Ljósmynd/Hákon Ernuson

Togarinn var smíðaður á Spáni árið 1974 og hét upphaflega Ingólfur Arnarson og síðar Freri, en Síldarvinnslan festi kaup á skipinu árið 2015 og er það eini frystitogarinn sem gerður er út frá Austfjörðum.

„Fljótlega eftir að Síldarvinnslan festi kaup á skipinu var ákveðið að gera á því miklar breytingar og endurbætur. Fyrst hélt skipið til Póllands þar sem unnið var að umfangsmiklum breytingum og að því loknu hélt það til Akureyrar þar sem komið var upp búnaði á vinnsludekki. Í Póllandi var meðal annars allt endurnýjað í brú Blængs, bæði innréttingar og tækjabúnaður. Þar var einnig sett hliðarskrúfa á skipið og lestin lagfærð. Aðrar umbætur fólust meðal annars í því að skipið var sandblásið hátt og lágt og málað. Að öllum framkvæmdunum loknum var skipið hið glæsilegasta og gert ráð fyrir að frystigetan yrði 1.700 kassar á sólarhring eða um 36 tonn af afurðum og var þá miðað við karfavinnslu,“ segir á vef útgerðarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.2.24 465,34 kr/kg
Þorskur, slægður 20.2.24 513,38 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.2.24 232,28 kr/kg
Ýsa, slægð 20.2.24 225,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.2.24 179,89 kr/kg
Ufsi, slægður 20.2.24 194,70 kr/kg
Gullkarfi 20.2.24 278,46 kr/kg
Litli karfi 15.2.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.2.24 45,00 kr/kg
Blálanga, slægð 20.2.24 274,22 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.2.24 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Bf A 718 kg
Samtals 718 kg
20.2.24 Ósk ÞH 54 Þorskfisknet
Þorskur 297 kg
Ufsi 97 kg
Samtals 394 kg
20.2.24 Björn EA 220 Þorskfisknet
Ufsi 966 kg
Þorskur 119 kg
Samtals 1.085 kg
20.2.24 Lundey SK 3 Þorskfisknet
Þorskur 1.897 kg
Ufsi 455 kg
Ýsa 98 kg
Samtals 2.450 kg
20.2.24 Dagur ÞH 110 Línutrekt
Þorskur 4.481 kg
Ýsa 2.262 kg
Keila 116 kg
Steinbítur 58 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 6.924 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.2.24 465,34 kr/kg
Þorskur, slægður 20.2.24 513,38 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.2.24 232,28 kr/kg
Ýsa, slægð 20.2.24 225,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.2.24 179,89 kr/kg
Ufsi, slægður 20.2.24 194,70 kr/kg
Gullkarfi 20.2.24 278,46 kr/kg
Litli karfi 15.2.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.2.24 45,00 kr/kg
Blálanga, slægð 20.2.24 274,22 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.2.24 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Bf A 718 kg
Samtals 718 kg
20.2.24 Ósk ÞH 54 Þorskfisknet
Þorskur 297 kg
Ufsi 97 kg
Samtals 394 kg
20.2.24 Björn EA 220 Þorskfisknet
Ufsi 966 kg
Þorskur 119 kg
Samtals 1.085 kg
20.2.24 Lundey SK 3 Þorskfisknet
Þorskur 1.897 kg
Ufsi 455 kg
Ýsa 98 kg
Samtals 2.450 kg
20.2.24 Dagur ÞH 110 Línutrekt
Þorskur 4.481 kg
Ýsa 2.262 kg
Keila 116 kg
Steinbítur 58 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 6.924 kg

Skoða allar landanir »